2.7.2013 20:28

Nýtt myndband frá Phoenix

Franska „indie“ bandið Phoenix hefur sent frá sér myndband við lagið „Trying to Be Cool“ sem er að finna á nýjustu plötu þeirra Bankrupt!. „Trying to Be Cool“ er önnur smáskífan sem kemur út af plötunni og fylgir á eftir „stadium“ smellinum „Entertainment“. Sápukúlur, api og skvísur í bikiní eru eru dæmi um það sem bregður fyrir í myndbandinu sem fer um víðan völl í hljóðveri Phoenix.


©Straum.is 2012