Yeah Yeah Yeahs á toppi Empire State

Karen O og félagar hennar Nick Zinner og Brian Chase úr Yeah Yeah Yeahs hafa sent frá sér myndband við lagið „Despair“ sem tekið er af nýjustu plötu þeirra Mosquito. Myndbandið var tekið upp á toppi Empire State byggingarinnar í New York og er þetta í fyrsta sinn tónlistarmyndband er tekið upp á staðnum. Karen hefur látið hafa eftir sér að það hefði verið draumi líkast að fá að taka upp þetta myndband og hún er ekkert að leyna gleðinni skoppandi um í gula diskógallanum á toppi skýjakljúfsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *