Lagalisti vikunnar – Straumur 215

1. hluti

      1. Straumur 215 #1

2. hluti 

      2. ”[audio
@http://straum.is/wp-content/uploads/2012/08/Straumur-215-3.mp3″ volslider=”y” style=”outline”]

3. hluti 

      3. ”[audio
@http://straum.is/wp-content/uploads/2012/08/Straumur-215-4.mp3″ volslider=”y” style=”outline”]

4. hluti

      4. Straumur 215 #4

1) The Wildest Moments – Jessie Ware

2) Rock Bottom – King Krule

3) I’m Not Talking – A.C. Newman

4) All The Bros Say – ABADABAD

5) Still – Ghetto Cross

6) Strange Love – Karen O

7) Her Fantasy (Poolside remix) – Matthew Dear

8) Glow – Retro Stefson

9) Younger Us – Japandroids

10) The House That Heaven Built – Japandroids

11) Adrenaline Nightshift – Japandroids

12) Ja Hello – The What Cheer? Brigade

13) So Destroyed – Prince Rama

14) Slowscope – The Heavy Experience

15) Night Light – Jessie Ware

16) Devotion – Jessie Ware

17) Still Love Me – Jessie Ware

18) No To Love – Jessie Ware

19) 110% – Jessie Ware

20) Listing – Minus The Bear

21) Zeros – Minus The Bear

22) Nothing Much – My Bubba & Mi

23) Wild & You – My Bubba & Mi

24) Continuous Thunder – Japandroids

Brjálað brass á Faktorý

Sunnudagskvöldið 26. ágúst mun brasssveitin The What Cheer? Brigade frá Providence í Bandaríkjunum halda tónleika á skemmtistaðnum Faktorý.

Þó að sveitin sé alveg órafmögnuð þá spila brassararnir fjórtán og trommararnir fimm af mikilli ákefð og hamleysi, eins og hæfir hljómsveit frá noise-pönk-víginu Providence. Þau blanda saman ýmsum tónlistarstefnum líkt og  Balkan, New Orleans jazzi, samba, Bollywood tónlist og hip-hopi. The New York Time sagði tónleika sveitarinnar  vera uppörvunarsprengingu.

Tónleikar What Cheer? Brigade í Reykjavík eru þeir fyrstu í tónleikaferð þeirra um Evrópu, þeirri fyrstu síðan þau unnu Haizetara International Street Music Cnotest á Spáni árið 2012. Árið 2009 spiluðu þau með raftónlistarmanninum Dan Deacon á goðsagnakenndum tónleikum á Lollapalooza. Fyrir neðan má sjá þau taka lagið Woof Woof ásamt Deacon.

 

Hér má sjá þau koma fram  á tónlistarhátíðinni Golden Festival  í New York þar sem þau spila balkanlagið  Buba Mara.

Væntanleg plata Animal Collective á netinu

Bandaríska hljómsveitin Animal Collective frumflutti væntanlega plötu sína Centipede Hz í net útvarpsþætti sínum Animal Collective Radio í gærkvöldi. Hægt er að streyma plötunni á síðu þáttarins radio.myanimalhome.net. Platan kemur út þann 3. september næstkomandi og er níunda plata hljómsveitarinnar.

Deerhunter + Black Lips = Ghetto Cross

Bradford Cox úr hljómsveitunum Deerhunter og Atlas Sound og Cole Alexander úr Black Lips leiða saman hesta sína að nýju í verkefni sem hófst í janúar árið 2008  og kallast Ghetto Cross. Félagarnir gáfu í dag út lagið Still og að þeirra sögn er heil plata tilbúin. Hlustið á og sækið  Still hér fyrir neðan.

      1. Ghetto_Cross_-_Still

mp3: 

      2. Ghetto_Cross_-_Still

 

 

Ókeypis tónleikar með Jimi Tenor í kvöld

Finnski furðufuglinn Jimi Tenor hitar upp fyrir menningarnótt með ókeypis tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. Tenórinn er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur áður komið fram hér á landi og m.a. unnið með hljómsveitinni Gus Gus.

 

Hann vinnur nú að gerð plötu í samstarfi við reggísveitina Hjálma. Tenor hefur komið víða við á löngum ferli og var um tíma á mála hjá hinni virtu Warp útgáfu. Nýlega vann hann heila plötu í samstarfi við Afróbít trommarann Tony Allen. Tenor er jafnhentur á raftónlist og framúrstefnudjass og það verður spennandi að sjá hvað hann býður upp á í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 í Norræna húsinu.

Japandroids viðtal

Kanadíska hljómsveitin Japandroids spilar á tónleikum á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst. Hljómsveitina skipa þeir Brian King gítar/söngur og David Prowse trommur/söngur. Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing  snemma árs 2009 og platan Celebration Rock fylgdi á eftir fyrr í sumar. Báðar hafa þær fengið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem tónleikar sveitarinnar þykja einstök upplifun. Við hringdum í Brian og spurðum hann út í tónleikaferðalög, nýju plötuna og hverju íslendingar mega eiga von á tónleikum sveitarinnar hér á landi. Hlustið á það hér fyrir neðan:

Viðtal við Brian King:

      1. Japandroids viðtal

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun hita upp fyrir Japandroids en þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu, Sculpture.  Það verður því boðið upp á tónleikaveislu á Gamla Gauknum þann 22. ágúst næstkomandi. Miðasala fer fram  hér: http://midi.is/tonleikar/1/7053/

Í næstu viku munum við gefa tvo miða á tónleikana í gegnum facebook síðu Straums, einföld spurning verður lögð fram og sá sem fyrstur er að svara henni mun vinna þessa tvo miða. Þar að auki verða tveir miðar gefnir í útvarpsþætti Straums á X-inu 977 næsta mánudagskvöld milli tíu og tólf. Fyrir neðan má svo sjá fyrsta myndbandið sem hljómsveitin sendir frá sér, er það við lagið House That Heaven Built og var gefið út í gær. Í myndbandinu er fylgst með hljómsveitinni  á tónleikaferðalagi í eina viku, þar sem þeir spila, fara í partí og gera alls kyns vitleysu.

Paper Beat Scissors á Faktorý

Kanadíska einsmannshljómsveitin Paper Beat Scissors heldur tónleika á Faktorý á fimmtudagskvöld. Um er að ræða verkefni tónlistarmannsins Tim Crabtree, sem er Englendingur að uppruna, en hefur verið búsettur í Halifax í Kanada frá árinu 2008. Tónlistinn einkennist af einstakri rödd hans í bland við gítarplokk, blásturshljóðfæri og dáleiðandi lúppur.

Fyrsta plata Paper Beat Scissors, sem er samnefnd, kom út í vor. Við gerð plötunnar naut hann liðsinnis fjölda lykilmanna í kanadísku tónlistarsenunni. Platan er hljóðblönduð af Jeremy Gara úr Arcade Fire og spilar m.a. Sebastian Chow úr Islands á henni.

Tim hitar stuttlega upp á Hemma og Valda miðvikudagskvöldið 15. ágúst, en heldur svo tónleika ásamt Snorra Helgasyni og Boogie Trouble á Faktorý fimmtudagskvöldið 16. ágúst. Miðaverð á tónleikana er 1000 krónur og hefjast þeir klukkan 21:00.

Fyrir neðan má sjá Paper Beat Scissors flytja lag sitt „Rest Your Bones“ undir berum himni, og hér er hægt að hlusta á plötu hans í heild sinni.