Útgáfutónleikar My Bubba & Mi

Nýkántrí hljómsveitin My Bubba & Mi mun halda tvenna útgáfutónleika vegna útgáfu plötunnar Wild & You, sem kom út á vegum Kimi Records fyrir stuttu. Þeir fyrri verða á Græna Hattinum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 21 og þeir seinni í Norræna húsinu laugardaginn 1. september kl. 21. Tónlistarkonan Sóley mun koma fram með My Bubba & Mi á báðum tónleikum.

Wild & You er stuttskífa og inniheldur 5 lög eftir þær My Larsdotter frá Svíþjóð og Guðbjörgu Tómasdóttur frá Íslandi. Þær hafa starfað saman sem My Bubba & Mi undanfarin 4 ár og hafa áður gefið út breiðskífuna How It’s Done in Italy. Hlustið á lagið Wild & You hér fyrir neðan.