Major Lazer í Kaupmannahöfn – tónleikadómur

Fyrir þá sem ekki vita er ”Major Lazer” hugarfóstur DJ/pródúseranna Diplo og Switch, sem kynntust eftir samstarf þeirra og M.I.A. Sá síðarnefndi yfirgaf þó”projectið” seint á seinasta ári sökum listræns ágreinings og í stað hans kom inn DJ/pródúserinn Jillionaire.

Með á sviðinu á Store Vega voru 2 hermannaklæddir dansarar sem og einn vel upp hýpaður Mc sem kunni svo sannarlega að stýra fólki í party-gírinn líkt og um  strengjabrúður væru að ræða.

Þegar einungis 10 mínútur  voru liðnar af settinu klæddi Diplo sig í uppblásna plastkúlu og danaði ofan á áhorfendum  í  dágóða stund. Þegar Majorinn var á 5 eða 6 lagi var keyrslan orðin gríðaleg og hélt hann fólki á tánum frá upphafi til enda. Af þeim klúbba kvöldum sem ég hef verið á Íslandi eða annarsstaðar í evrópu, hef ég aldrei upplifað jafn mikinn bassa á einu kvöldi, það má með sanni segja að gríðalega danzveisla hafi átt sér stað.

Mér fannst það einkenna svolítið tónleikana að Diplo kláraði ekki helming laga sinna. Fyrstu 40 mínúturnar spilaði hann lagabúta frá 0:30-1:30 mínútur sem ég persónulega sé sem frekar stóran mínus, þar sem flest af þessum lögum eru heldur góð danzilög ein og sér, en fólkið í salnum var greinilega ekki sammála mér.

Á Major Lazer tónleikum ríkir engin ein tónlistarstefna, kraftmikil dancehall tónlist í bland við taktfast tæknó sem og fusion reggae, hip hop, house og fleira. Diplo veigraði sér heldur ekki við því að remix-a aðra listamenn og gerði það mjög vel á köflum, helst ber þar að nefna Beastie Boy’s hittarann ”Intergalactic”, ”Day and Nite” með Kid Cudi, ”One Love” með Bob Marley og síðazt en ekki sízt Snoop Dogg smellinn ”Drop it like it’s hot” nema hvað að í Major Lazer útgáfunni syngur Snoop textann eitthvað á þessa leið; ”Major Lazer’s in the crip ’ma, drop it like it´s hot”. ”Úr að ofan, úr að ofan, allir úr”, glumdi í strengjabrúðuleikaranum knáa sem svo sannarlega var ekki að gera þetta í fyrsta sinn.

Allir sem einn héldu vel blautum bolunum á lofti og þeyttu þeim hring eftir hring. Það má með sanni segja að Diplo og félagar kunni einstakt lag á fólki og verður það ekki af þeim tekið, ókrýndur konungur partýs-ins um ókomna tíð. Þegar upp er staðið heppnaðist kvöldið mjög vel, fólk skemmti sér eins og það bezt gat, en það vantaði helminginn af lögunum sem var synd!

 Hjalti Heiðar Jónsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *