Hin aldna rappsveit Quarashi voru rétt í þessu að gefa frá sér fyrsta nýja lag sitt í næstum áratug. Lagið er þrungið vísunum í upphafsár sveitarinnar, bæði í hljóm og texta. Til að ná sína upprunalega „sándi“ voru grafnar upp upptökugræjur sem voru í notkun á upphafsárum 10. áratugarins. Sveitin starfaði frá árunum 1996 til 2005 en hún hyggur á stærri útgáfu síðar á árinu. Hlustið á lagið Rock On hér fyrir neðan.
Tónleikahelgin 15.-17. maí
Fimmtudagur 15. maí
Trúbatrixan Elín Ey heldur uppi notalegri stemmningu á tónleikum á Loft Hostel. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Skúli mennski kemur fram með hljómsveit á hostelinu Hlemmur Square. Þau munu leika nokkra lauflétta blúsa í bland við tregafyllri tóna; lög um ástir og örvæntingu, vonir og þrár. Herlegheitin hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.
Hljómsveitirnar VAR og Airelectric munu leiða saman hesta sína á Húrra (gamla Harlem). Gleðin hefst klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Christoph Schiller heldur tónleika í Mengi við Óðinsgötu. Schiller er fæddur í Stuttgart árið 1963 og hefur haldið píanótónleika og spilað spunatónlist síðan 1987. Hin seinni ár hefur píanóið mátt víkja fyrir litlum sembal sem Christoph hefur þróað nýja tækni fyrir. Christoph hefur að auki unnið og lagt áherslur á verk fyrir raddir. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
The Dirty Deal Bluesband stígur á stokk á Dillon klukkan 22:00. Aðgangur er ókeypis.
Föstudagur 16. maí
Hljómsveitirnar Mammút og Vio koma fram á ókeypis tónleikum á Húrra (gamla Harlem), en hljómsveitirnar eiga það sameiginlegt að hafa unnið Músíktilraunir; Mammút fyrir 10 árum og Vio í ár. Hljómleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:00.
Tékkneska hljómsveitin ILLE kemur fram í verslun 12 tóna á Skólavörðustíg.
ILLE hefur verið starfandi í nokkur misseri en í fyrra kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar, Ve tvý skříni, og fékk hún frábæra dóma í tékknesku pressunni. Í framhaldi af því var ILLE tilnefnd til tékknesku Grammy verðlaunanna sem besta hljómsveitin og besti nýliðinn, auk þess sem Ve tvý skříni var tilnefnd sem plata ársins. Tónlist ILLE má lýsa sem draumkenndu dægurlagapoppi en tónleikarnir hefjast 17:30 og eru ókeypis og öllum opnir.
Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Paloma. Fögnuðurinn hefst upp úr miðnætti og stendur fram á nótt og það er ókeypis inn.
Hljómsveitin My bubba heldur útgáfutónleika fyrir plötuna Goes Abroader í Hannesarholti (Grundarstíg 10) en um upphitun sér Snorri Helgason. My bubba er skipuð hinni sænsku My og hinni íslensku Bubbu og var stofnuð fyrir 5 árum í Kaupmannahöfn þegar þær hittust fyrir helbera tilviljun. Þær hafa komið fram á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíðinni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Matthew E. White og Nina Persson. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.
Janel Leppin & Anthony Pirog eru rísandi stjörnur í tilraunatónlistargeira höfuðstaðs Bandaríkjanna en þeir munu koma fram á hljómleikum í Mengi. Anthony er fjölhæfur gítarleikari & Janel er klassískt menntaður sellóleikari sem hefur kafað sér ofan í klassíska persneska tónlist, spunatónlist og djass. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Laugardagur 17. maí
Það verður heljarinnar hip hop veisla á Húrra(gamla Harlem) en Cell7 kemur fram ásamt live bandi sem er skipað þeim Andra Ólafssyni, Magnúsi Trygvasyni Elissaen og Steingrími Teague. Blackfist mætir með nýtt efni beint frá Stockholm Sverige og Cheddy Carter er nýtt íslenskt hip-hop band sem inniheldur IMMO, Charlie Marlowe og pródúserinn Fonetik Simbol. Þá kemur goðsagnakennda rappsveitin Subterranean fram með upprunalegum meðlimum í fyrsta skipti síðan 1998. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og hægt er að kaupa miða hér.
Aðrir tónleikar með tilraunalistamönnunum Janel Leppin & Anthony Pirog verða í Mengi. Tónleikarnir hefjast eins og hinir fyrri klukkan 21:00 og aðgangeyrir er 2000 krónur.
Fleiri listamenn tilkynntir á Airwaves
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember, og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og nú hefur einnig verið opnað fyrir umsóknir og geta íslenskar hljómsveitir nú sótt um á heimasíðu háíðarinnar.
Þeir listamenn sem nú bætast við dagskrána eru:
FM Belfast
Son Lux (US)
Kwabs (UK)
Árstíðir
Lay Low
Agent Fresco
kimono
Rachel Sermanni (SCO)
Ezra Furman (US)
Jessy Lanza (CA)
Phox (US)
Benny Crespo’s Gang
Kiriyama Family
Íkorni
Strigaskór nr 42
Odonis Odonis (CA)
Tremoro Tarantura (NO)
In the Company of Men
Júníus Meyvant
Elín Helena
HaZar
Krakkkbot
Reptilicus
Stereo Hypnosis
Ambátt
CeaseTone
Reykjavíkurdætur
DADA
Döpur
Inferno 5
Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, East India Youth, Jaakko Eino Kalevi, Ballet School, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.
Prins Póló hamstra sjarma
Þriðja plata hljómsveitarinnar Prins Póla kemur út á morgun. Hljómsveitin sendi fyrr í dag frá sér myndband við lagið Hamstra Sjarma af plötunni sem má horfa á hér fyrir neðan.
Straumur 12. maí 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Low Roar, Boogie Trouble, Tobacco, Little Dragon, Martyn, Mar, Twin Peaks, La Sera og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 12. maí 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Steinunn – Boogie Trouble
2) Pretty Girls – Little Dragon
3) Is This It – Total Warr
4) I’m Leaving – Low Roar
5) Self Tanner – Tobacco
6) Glassbeadgames (feat. Four Tet) – Martyn
7) Twisted Figures – Mar
8) Fall Back 2U – Chromeo
9) Blameless – Clap Your Hands Say Yeah!
10) Beyond Illusion – Clap Your Hands Say Yeah!
11) Flavor – Twin Peaks
12) Hour Of The Dawn – Twin Peaks
13) Control – La Sera
14) Change Your Mind – La Sera
15) Your Love Is Killing Me – Sharon Van Etten
16) I Am Not Afraid – Owen Pallett
17) Intruders – The Antlers
Tónleikar helgarinnar 9. og 10. maí
Föstudagur 9. maí:
Highlands, Sin Fang, Dj Flugvél og geimskip og Snorri Helgason koma fram í opnunarpartý skemmtistaðarins Húrra (áður Harlem) við Tryggvagötu 22. Aðgangur er ókeypis.
Ólöf Arnalds heldur tónleika í Mengi. Aðgangseyrir er 2.000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.
Laugardagur 10. maí
Hljómsveitirnar Börn og Klikk spila á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Nýtt frá Boogie Trouble
Íslenska diskó hjómsveitin Boogie Trouble sleppti rétt í þessu frá sér fyrsta laginu af væntanlegri fyrstu plötu sveitarinnar. Lagið heitir Steinunn og er uppfullt af sumri, grúvi og gleði. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Straumur 5. maí 2014
Í Straumi í kvöld kíkir hin nýja íslenska hljómsveit Myndra í heimsókn. Auk þess munum við heyra nýjar plötur frá Conor Oberst og Lykke Li ásamt mörgu öðru. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 5. maí 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Ocean Death – Baths
2) Fade White – Baths
3) Emanate – Phoria
4) Distant Lover – Myndra
5) Chasy Trapman – Myndra
6) Magic Tool – Myndra
7) Oceans Now – Myndra
8) Just Like A Dream – Lykke Li
9) Heart Of Steel – Lykke Li
10) Sleeping Alone – Lykke Li
11) Time Forgot – Conor Oberst
12) Zigzagging Toward the Light – Conor Oberst
13) Down My Luck – Vic Mensa
14) Losing My Edge (live in MSG 2011) – LCD Soundsystem
15) These Days – Matt Pond (feat. Laura Stevenson & Chris Hansen)
16) Needle In The Hay – Juliana Hatfield
Phédre á Sumarfögnuði Straums í kvöld
Í kvöld munum við í Straumi bjóða lesendum og hlustendum okkar til veislu og hljómleika til að fagna rísandi sól og blússandi sumri. Fögnuðurinn fer fram á Kex Hostel og fram koma kanadíska indíhljómsveitin Phédre, samlandi þeirra Ken Park og íslenska lo-fi bandið Nolo. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Joe & The Juice, Kexland og S.U.M.A.R. og hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Phédre gáfu út sína fyrstu breiðskífu sem er samnefnd sveitinni árið 2012, þar sem þau bræddu saman draumapopp, diskó, póst punk og hip hop í bragðmikla partýsúpu. Við í Straumi völdum lagið In Decay af þeirri skífu sem lag ársins 2012 og lýstum því svo: „Hér er því sem smáborgarar kalla „lægstu hvatir“ fagnað og kjarni lagsins er ósnertur af kristnu siðgæði og músíkölskum mínímalisma. Úrkynjunin drýpur af hverju einasta orði og nótu og það er ekki hægt annað en að hrífast með og leggjast á hnén og tilbiðja gleðskapargyðjuna.“
Einnig kemur fram Ken Park sem er hliðarverkefni eins meðlima Phédre og reykvíska rafsveitin Nolo mun frumflytja nýtt efni, en hún hefur lengi hefur verið í uppáhaldi hjá ritstjórn Straums. Áður en tónleikarnir hefjast eða klukkan 18:00 verður S.U.M.A.R. pop-up matarmarkaður Þar sem matargemlingar verða með sturlaða rétti frá öllum heimshornum á heiðarlegu verði, en helmingur innkomunnar fer í að styrkja Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.
Á síðasta ári kom síðan út hin feikifína önnur breiðskífa Phédre, Golden Age, og hér má sjá myndband við lagið Sunday Somday. Sjáumst í kvöld!
Fjöldi listamanna bætt við ATP
Átján listamönnum hefur nú verið bætt við dagskrá All Tomorrow’s Parties hátíðarinnar sem fer fram á Ásbrú 10.-12. júlí næstkomandi:
Mogwai
Slowdive
Devendra Banhart (Solo)
Shellac
Low
Loop
Liars
Hebronix
Ben Frost
I Break Horses
Pharmakon
HAM
Singapore Sling
Kria Brekkan
Sin Fang
Náttfari
Pascal Pinon
Fufanu
ATP hátíðin á Íslandi hefur því opinberað heildarlista yfir hvaða hljómsveitir og listamenn það eru sem munu koma fram á Ásbrú í sumar, annað árið sem hátíðin fer fram hér á landi.
Þegar hafa sveitirnar Portishead, Interpol, Swans, Kurt Vile & The Violators, Fuck Buttons, Eaux, Forest Swords, Samaris, Low Roar, For A Minor Reflection, Sóley og Mammút verið tilkynntar og munu koma fram hátíðardagana 10. – 12. júlí, auk Neil Young & Crazy Horse í Laugardalshöll þann 7. júlí.
Barry Hogan, stofnandi ATP segir: “Við erum gríðarspennt að geta tilkynnt nokkrar af okkar uppáhalds hljómsveitum sem margar hverjar munu koma fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta er einungis annað árið okkar, en engu að síður eru þarna ekta ATP hljómsveitir á borð við Mogwai og Shellac auk hljómsveita sem hafa haft mikil áhrif á okkur líkt og Loop og Low. Við elskum Ísland og getum ekki beðið eftir að snúa aftur til að deila þessum frábæru hljómsveitum og einstaka umhverfi með ykkur.”
Þó svo að heildarlisti hljómsveita sé nú tilbúinn eru ýmsar spennandi tilkynningar eftir, til að mynda hverjir munu koma til með að stjórna kvikmyndavali hátíðarinnar í ár auk hvaða veitingar það eru sem verða á boðstólum á Ásbrú í júlí.