Straumur 12. maí 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Low Roar, Boogie Trouble,  Tobacco, Little Dragon, Martyn, Mar, Twin Peaks, La Sera og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 12. maí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Steinunn – Boogie Trouble
2) Pretty Girls – Little Dragon
3) Is This It – Total Warr
4) I’m Leaving – Low Roar
5) Self Tanner – Tobacco
6) Glassbeadgames (feat. Four Tet) – Martyn
7) Twisted Figures – Mar
8) Fall Back 2U – Chromeo
9) Blameless – Clap Your Hands Say Yeah!
10) Beyond Illusion – Clap Your Hands Say Yeah!
11) Flavor – Twin Peaks
12) Hour Of The Dawn – Twin Peaks
13) Control – La Sera
14) Change Your Mind – La Sera
15) Your Love Is Killing Me – Sharon Van Etten
16) I Am Not Afraid – Owen Pallett
17) Intruders – The Antlers

 

Tónleikar helgarinnar 9. og 10. maí

Föstudagur 9. maí: 

Highlands, Sin Fang, Dj Flugvél og geimskip og Snorri Helgason koma fram í opnunarpartý skemmtistaðarins Húrra (áður Harlem) við Tryggvagötu 22. Aðgangur er ókeypis. 

Ólöf Arnalds heldur tónleika í Mengi. Aðgangseyrir er 2.000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

Laugardagur 10. maí 

Hljómsveitirnar Börn og Klikk spila á tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Straumur 5. maí 2014

Í Straumi í kvöld kíkir hin nýja íslenska hljómsveit Myndra í heimsókn. Auk þess munum við heyra nýjar plötur frá Conor Oberst og Lykke Li ásamt mörgu öðru. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 5. maí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Ocean Death – Baths
2) Fade White – Baths
3) Emanate – Phoria
4) Distant Lover – Myndra
5) Chasy Trapman – Myndra
6) Magic Tool – Myndra
7) Oceans Now – Myndra
8) Just Like A Dream – Lykke Li
9) Heart Of Steel – Lykke Li
10) Sleeping Alone – Lykke Li
11) Time Forgot – Conor Oberst
12) Zigzagging Toward the Light – Conor Oberst
13) Down My Luck – Vic Mensa
14) Losing My Edge (live in MSG 2011) – LCD Soundsystem
15) These Days – Matt Pond (feat. Laura Stevenson & Chris Hansen)
16) Needle In The Hay – Juliana Hatfield

Fjöldi listamanna bætt við ATP

Átján listamönnum hefur nú verið bætt við dagskrá All Tomorrow’s Parties hátíðarinnar sem fer fram á Ásbrú 10.-12. júlí næstkomandi:

Mogwai
Slowdive
Devendra Banhart (Solo)
Shellac
Low
Loop
Liars
Hebronix
Ben Frost
I Break Horses
Pharmakon
HAM
Singapore Sling
Kria Brekkan
Sin Fang
Náttfari
Pascal Pinon
Fufanu

ATP hátíðin á Íslandi hefur því opinberað heildarlista yfir hvaða hljómsveitir og listamenn það eru sem munu koma fram á Ásbrú í sumar, annað árið sem hátíðin fer fram hér á landi.

 

Þegar hafa sveitirnar Portishead, Interpol, Swans, Kurt Vile & The Violators, Fuck Buttons, Eaux, Forest Swords, Samaris, Low Roar, For A Minor Reflection, Sóley og Mammút verið tilkynntar og munu koma fram hátíðardagana 10. – 12. júlí, auk Neil Young & Crazy Horse  í Laugardalshöll þann 7. júlí.

 

Barry Hogan, stofnandi ATP segir: “Við erum gríðarspennt að geta tilkynnt nokkrar af okkar uppáhalds hljómsveitum sem margar hverjar munu koma fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta er einungis annað árið okkar, en engu að síður eru þarna ekta ATP hljómsveitir á borð við Mogwai og Shellac auk hljómsveita sem hafa haft mikil áhrif á okkur líkt og Loop og Low. Við elskum Ísland og getum ekki beðið eftir að snúa aftur til að deila þessum frábæru hljómsveitum og einstaka umhverfi með ykkur.”

 

Þó svo að heildarlisti hljómsveita sé nú tilbúinn eru ýmsar spennandi tilkynningar eftir, til að mynda hverjir munu koma til með að stjórna kvikmyndavali hátíðarinnar í ár auk hvaða veitingar það eru sem verða á boðstólum á Ásbrú í júlí.

Straumur 28. apríl 2014

Í Straumi í kvöld flytjum við viðtal við kanadísku hljómsveitina Phédre sem kemur fram á sumarfögnuði Straums á Kex Hostel á laugardaginn. Einnig heyrum við lög af nýjum og væntanlegum plötum frá Damon Albarn, tUnE-yArDs og Fm Belfast. Straumur í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 28. apríl 2014 by Straumur on Mixcloud

1) In Decay – Phédre
2) Aphrodite – Phédre
3) Sunday Someday – Phédre
4) DinerTalk – Lee Paradise
5) Stay At Mine – Ken Park
6) 100 kg – Pretty Please
7) Girl – Jamie xx
8) Everyday Robots – Damon Albarn
9) Mr. Tembo – Damon Albarn
10) Heavy Seas Of Love – Damon Albarn
11) Find A New Way – tUnE-yArDs
12) Real Thing – tUnE-yArDs
13) Hey Life – tUnE-yArDs
14) Brighter Days – Fm Belfast
15) Holiday – Fm Belfast
16) The End – Fm Belfast
17) Photographs (You Are Taking Now) – Damon Albarn

Helgi Valur safnar fyrir útgáfu vínylplötu

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur leggur nú lokahönd á nýja plötu og safnar pening fyrir útgáfu hennar á heimasíðunni Karolinafund. Þetta er þriðja plata Helga Vals með frumsömdu efni en áður hafa komið út plöturnar Demise of Faith (2005) og Electric Ladyboy Land (2010).

Platan sem mun innihalda frumsamin lög á ensku og íslensku skartar úrvali ungra íslenskra tónlistarmanna og má þar helsta nefna Hallgrím Jónas Jensson, Berg Anderson og Ása Þórðarson. Upptökum stjórnar Kári Einarsson meðlimur hljómsveitarinnar Oyama.

Helgi Valur þótti eitt sinn einn efnilegasti tónlistarmaður landsins er hann sigraði trúbadorakeppni rásar 2 en síðustu ár hafa verið krefjandi og stormasöm. “Lögin á þessari plötu eiga það sameiginlegt að vera öll samin á tímum bataferlis frá alkóhólisma og geðveiki. Frá vetrum angistar til sumra alsælu er öruggt að þessi plata mun bjarga að minnsta kosti einu lífi” segir Helgi og biður fólk um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast.

Á síðunni Karolinafund.com gefst fólki tækifæri á að styrkja útgáfu plötunnar og getur fengið ýmislegt í skiptum við stuðninginn m.a. áritað eintak af vínilplötu, einkatónleika og sérsamið lag með nafninu sínu í.

Hér má sjá verkefnið:

http://www.karolinafund.com/project/view/218

Helgi Valur from Karolina Fund on Vimeo.

Phédre á Íslandi

Hin magnaða kanadíska hljómsveit Phédre sem átti lag ársins 2012 á þessari síðu kemur fram á sumarfögnuði Straums  á Kex Hostel laugardaginn 3. maí. Ken Park sem líkt og Phédre kemur frá Montreal mun einnig koma fram, auk íslensku hljómsveitarinnar Nolo. Söngkona Phédre April Aliermo verður í viðtali í Straumi næsta mánudagskvöld á X-inu 977!

Tónleikahelgin 23. – 27. apríl 2014

Miðvikudagur 23. apríl 

Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band leikur á Gamla gauknum í tilefni að tónleikaferð sveitarinnar um evrópulöndin Þýskaland, Austurríki, Sviss, Tékkland og Ungverjaland í tilefni af útgáfu hljómplötunnar 4 Hliðar í evrópu. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og miðaverð er 1500 kr. 

 

Pólska tónlistarkonan Katarzyna Nowak spilar á ókeypis tónleikum innan ramma hátíðarinnar List án landamæra á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og auk Nowak koma Steinunn Ágústsdóttir, Benni Hemm og Stuðboltarnir fram. 

 

Fimmtudagur 24. apríl 

Í tilefni af bæði hækkandi sól og útgáfu Brighter Days, þriðju breiðskífu FM Belfast, verður blásið til sumargleði í Mengi á Sumardaginn fyrsta frá 16:00 – 18:00. Sannkölluð sumarstemming verður í gangi: bræðurnir Hilmar Guðjónsson og Lalli töframaður verða að minnsta kosti með eitt skemmtiatriði, DJ set frá FM Belfast þar sem spiluð verða lög af nýju plötunni í bland við aðra slagara, grillaðar verða bulsur og pulsur, flutt verður eins og ein ræða og að lokum verður frumsýnt glænýtt tónlistarmyndband eftir Magnús Leifsson við Brighter Days titillag plötunnar. Það er frítt inn.

 

 

Ben Frost frumflytur sitt nýjasta verk, A U R O R A á Kaffibarnum. Tónleikarnir hefjast klukka 18 og það er frítt inn. 

 

FUTUREGRAPHER, ORANG VOLANTE, TANYA & MARLON og DJ DORRIT koma fram á Heiladans 34 á Bravó. Fjörið byrjar 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Hljómsveitirnar kimono, Sin Fang og Oyama leiða hesta sína saman á Gamla Gauknum. Húsið opnar 21:00 og fyrsta band byrjar 22:00. 1500 kr inn.

 

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn heldur tónleikar á Rósenberg ásamt hljómsveit þar sem hún spilar brot af sínum uppáhalds jazzlögum. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Föstudagur 25. apríl 

Shahzad Ismaily bandarískur tónlistarmaður af pakistönskum uppruna kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

 

Skotinn Mick Hargan og kanadabúinn Sarah Noni spila á fyrsta kvöldi á tónlistarhátíðinni Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn. 

 

Futuregrapher, AMFJ, Krakkkbot, russian.girls, Chris Sea og DJ Myth & Lazybones koma fram á Cafe Ray Liotta á sérstöku raftónlistarkvöldi Rhythm Box Social. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr. inn. 

 

Laugardagur 26. apríl 

 

Danska tónskáldið & spunameistarinn Anne Andersson kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

 

Bluegrass hljómsveitin Illgresi kemur fram ásamt Skúla mennska á öðru kvöldi  tónlistarhátíðarinnar Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn. 

 

Ljónagryfja Reykjavíkurdætra fer fram á The Celtic Cross og Café Ray Liotta. 

Neðri hæð (Café Ray Liotta) 

19:00 – Fríyrkjan

20:00 – Ribbaldar

20:45 – Sparkle Poision

21:30 — Hljómsveitt

22:15 – Kælan Mikla

23:00 — In The Company of Men

23:45 — Conflictions

00:30 — Captain Fufanu

01:15 — Mc Bjór og bland

– LEYNIGESTIR –

02:00 – Reykjavíkurdætur

Efri hæð (The Celtic Cross) 

19:00 – 20:30 + 23:00 – 00:00 = LAUST FYRIR SKRÁÐA

20:30 — Bláfugl

21:00 — Hjalti Jón Sverrisson

21:30 — Múfasa Makeover

22:00 — Karólína rappari

22:15 — Cryptochrome

23:00 — Tuttugu

00:00 -03:00 = Dj Cream n’ Suga

 

 

Sunnudagur 27. apríl 

 

Norsku tónlistarmennirnir David Pavels og M. Rodgers koma fram á þriðja kvöldi tónlistarhátíðarinnar Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn.

 

Upphitun fyrir Rauðasand

Í tilefni af því að Rauðsand Festival tilkynnti um fyrstu listamennina sem spila í ár verður blásið til upphitunartónleika á KEX Hostel kl 19:30 í kvöld sem jafnframt markar upphaf miðasölu.

Tónleikarnir eru opnir öllum endurgjaldslaust og eru í samstarfi við KEXLAND, Símann og Thule (léttöl). Nokkrir listamannanna sem munu koma fram í hlöðunni í ár ætla að hleypa þessu ári af stokkunum með aðstandendunum en þau eru:

Lay Low
Ylja
Amaba Dama
Soffía Björg

 

Rauðasandur Festival tilkynnti fyrr í dag um  fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni  dagana 3.-6.júlí. Hér eru þeir sem staðfest er að koma munu fram í hlöðunni í ár, en fleiri tilkynninga er að vænta á næstu vikum.

Sam Amidon (USA)
Emilíana Torrini
Lay Low
Moses Hightower
Ylja
Amaba Dama
Boogie Trouble
Vök
Soffía Björg
My Bubba (DK)
Nolo
Pascal Pinon
Loji
Bob Justman
Makrel

Auk tónlistardagskrár er sem fyrr boðið upp á ýmislegt annað eins og fjallgöngur með leiðsögn, jóga á sandinum, sandkastalakeppni, galdrastundir með seiðkonu og í ár verður teymi viðarhöggslistamanna með opna vinnustofu á sandinum sem allir mega taka þátt í og selaskoðun á sandinum með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna. Ítarlegri dagskrá verður kynnt síðar.

Mynd: Friðrik Örn Hjaltested