Helgi Valur safnar fyrir útgáfu vínylplötu

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur leggur nú lokahönd á nýja plötu og safnar pening fyrir útgáfu hennar á heimasíðunni Karolinafund. Þetta er þriðja plata Helga Vals með frumsömdu efni en áður hafa komið út plöturnar Demise of Faith (2005) og Electric Ladyboy Land (2010).

Platan sem mun innihalda frumsamin lög á ensku og íslensku skartar úrvali ungra íslenskra tónlistarmanna og má þar helsta nefna Hallgrím Jónas Jensson, Berg Anderson og Ása Þórðarson. Upptökum stjórnar Kári Einarsson meðlimur hljómsveitarinnar Oyama.

Helgi Valur þótti eitt sinn einn efnilegasti tónlistarmaður landsins er hann sigraði trúbadorakeppni rásar 2 en síðustu ár hafa verið krefjandi og stormasöm. “Lögin á þessari plötu eiga það sameiginlegt að vera öll samin á tímum bataferlis frá alkóhólisma og geðveiki. Frá vetrum angistar til sumra alsælu er öruggt að þessi plata mun bjarga að minnsta kosti einu lífi” segir Helgi og biður fólk um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast.

Á síðunni Karolinafund.com gefst fólki tækifæri á að styrkja útgáfu plötunnar og getur fengið ýmislegt í skiptum við stuðninginn m.a. áritað eintak af vínilplötu, einkatónleika og sérsamið lag með nafninu sínu í.

Hér má sjá verkefnið:

http://www.karolinafund.com/project/view/218

Helgi Valur from Karolina Fund on Vimeo.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *