Disclosure á Secret Solstice

Núna rétt í þessu var verið að tilkynna að breski rafbræðradúettinn Disclosure verði á meðal listamanna sem spila á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður í Laugardaglnum 20.-22. júní í sumar. Disclosure náðu feikna vinsældum á síðasta ári með plötu sinni Settle, en við í Straumi völdum hana næstbestu plötu ársins. Einnig var tilkynnt um komu hins virta velska plötusnúðs Jamie Jones á hátíðina en meðal annarra sem koma fram eru Massive Attack, Schoolboy Q, Skream og Ben Pearce.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *