Straumur 1. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Slow Magic, QT, Shon, Zammuto, Interpol, Blonde Redhead og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 1. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Hey QT – QT
2) Waiting For You – Slow Magic
3) Cat On Tin Roof – Blonde Redhead
4) No More Honey – Blonde Redhead
5) Want Your Feeling – Jessie Ware
6) Begging For Thread – Banks
7) Gamma Ray (Legowelt remix) – Richard Fearless
8) IO – Zammuto
9) Electric Ant – Zammuto
10) All The Rage Back Home – Interpol
11) Everything Is Wrong – Interpol
12) The Chase – Sohn
13) West Coast (Coconuts Records cover) – Mainland
14) This Is The End – Asonat

Tónleikar helgarinnar 28. – 30. ágúst

 

 

Fimmtudagur 28. ágúst 

Elín Ey kemur fram á Hlemmur Square klukkan 20:00. Það er frítt inn.

 

Yagya, Buspin Jeber og Oracle koma fram á Heiladans á Bravó. Aðgangur ókeypis og fjörið hefst klukkan 21:00

 

Audionation, Andrea og vinir halda tónleika á Gaunknum. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

Breski dúettinn The Honey Ants kemur fram  á efri hæð Dillon kl. 22.00. Um upphitun sér íslenska sveitin Himbrimi. Frítt er inn á tónleikana.

 

Sonic Electric og Touching Those Things koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. Sonic Electric blandar óræðum töktum og tilraunakenndum hávaða saman við spuna ýmissa hljóða sem mynduð eru á staðnum. Touching Those Things er hugarfóstur listamannsins Leah Beeferman frá New York.

 

 

Föstudagur 29. ágúst

Útgáfuteiti fyrir fyrstu plötu Pink Street Boys fer fram á Húrra. Ásamt þeim koma fram: Skelkur í bringu, Panos From Komodo, Rattofer og DJ Musician. Teitið hefst klukkan 22:00 og það kostar 500 kr inn

 

Beebee and the bluebirds og Skúl Mennski koma fram á Gauknum. Aðgangseyrir er 1500 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 21:30

 

Kveðjupartý hljómsveitarinnar Morgan Kane fer fram á Bar 11 en ásamt þeim munu Pungsig og Saktmóðigur spila. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.

 

Laugardagur 30. ágúst

 

Hljómsveitin Leaves kemur fram á Dillon og mun taka lög af sinni nýjustu breiðskífu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 500 krónur inn.

Önnur plata Asonat

Íslenska rafpoppsveitin Asonat gefur út sína aðra plötu þann 30. september. Á nýju skífunni er upprunalega tvíeykið með þá Jónas Þór Guðmundsson (Ruxpin) og Fannar Ásgrímsson (Plastik Joy) innanborðs orðið að tríói með innkomu frönsku söngkonunnar Olènu Simon. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru búsettir bæði í Reykjavík og Tallinn þá átti gerð breiðskífunnar sér langan aðdraganda, en líkt og nafn skífunnar gefur til kynna þá er það sú óræða tenging milli meðlima sveitarinnar sem gerir hana svo sérstaka og áhugaverða.

Samkvæmt hjómsveitinni er Þema skífunnar tenging milli einstaklinga – eða réttara sagt skortur á tengingu. “Lögin hafa að geyma texta um glötuð tækifæri og glataðar tengingar milli ástvina.”. Á plötunni eru tíu frumsamin lög með sveitinni og er hér á ferðinni ein af betri útgáfum á Íslandi á þessu ári. Hápunktar plötunnar eru hið fallega opnunarlag Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting og lokalagið This Is The End þar sem Simon syngur á móðurmáli sínu. Platan var til umfjöllunar í síðasta þætti af Straumi og má heyra lögin Quiet Storm og Rather Interesting í þættinum á 36. mínútu.

Straumur 25. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

Hér fyrir neðan má sjá þá Jónas og Fannar koma fram í listasmiðju í Rússlandi í fyrra.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um hafa hraðar hendur en undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
Anna Calvi (UK)
How To Dress Well (US)
Sin Fang
Eskmo (US)
Mugison
Pétur Ben
Ylja
Yumi Zouma (NZ)
Kiasmos
dj. flugvél og geimskip
Low Roar
La Luz (US)
Horse Thief (US)
Mr. Silla
Amabadama
Lára Rúnars
Kira Kira
Ibibio Sound Machine (UK)
Greys (CA)
Kría Brekkan
Hafdís Huld
Boogie Trouble
Vox Mod (US)
M-Band
Auxpan
Yamaho
Thor
Exos
Yagya
Octal
Ruxpin
Amaury
Byrta (FO)
Gengahr (UK)
Sometime
Momentum
BNNT (PL)
Stara Rzeka (PL)
Lord Pusswhip
Óbó
Rúnar Þórisson
Alvia Islandia
Geislar

Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.

Straumur 25. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá The New Pornographers og Asonat auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Peaking Lights, Real Estate, Oliver og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 25. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Brill Bruisers – The New Pornographers
2) Bother – Les Sins
3) Fast Forward – Oliver
4) Paper Dolls (The Nerves cover) – Real Estate
5) Champions of Red Wine – The New Pornographers
6) Dancehall Domine – The New Pornographers
7) You Tell Me Where – The New Pornographers
8) Breakdown – Peaking Lights
9) Quiet Storm – Asonat
10) Rather Interesting Asonat
11) Say My Name (ft. Zyra) – ODESZA
12) Perfect Secrecy Forever – Pye Corner Audio

Straumur 18. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Tonik Ensemble, Floating Points, Caribou, Pink Street boys auk þess sem gefnir verða miðar á tónleika Neutral Milk Hotel sem vera núna á miðvikudaginn. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23 á X-inu 977.

Straumur 18. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Break the rules – Charli XCX
2) Our Love – Caribou
3) Holland, 1945 – Neutral Milk Hotel
4) Landscapes – Tonik Ensemble
5) Sparkling Controversy – Floating Points
6) Too Soon – Darkside
7) Blue Suede – Vince Staples
8) Chained Together – Mozart’s Sister
9) Bow A Kiss – Mozart’s Sister
10) Up In Air – Pink Street Boys
11) Drullusama – Pink Street Boys
12) Every Morning – J Mascis
13) Clay Pigeons (Blaze Foley cover) – Michael Cera
14) Say You Love Me – Jessie Ware

Tónleikar helgarinnar 14. – 16. ágúst

mynd ©Magnús Elvar Jónsson

 

Fimmtudagur 14. ágúst

 

Í Mengi verður kvöldið tvískipt og hefst á sóló trommutónleikum með Julian Sartorius frá Sviss. Eftir stutt hlé koma svo Shahzad Ismaily, Gyða Valtýsdóttir, Rea Dubach og Skúli Sverrisson og spila saman af fingrum fram. Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og kostar 2000 kr inn.

 

Útgáfutónleikar Michael Dean Odin Pollock & Sigga Sig verða haldnir á Hlemmur Square í tilefni útgáfu plötunnar 3rd. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 og munu þeir félagar spila vel valin lög af plötunni.

 

Rappfönksveitin Mc Bjór & Bland að troða upp á Café Flóru en einnig mun Jakobsson og föruneyti hans bregða fyrir. Fjörið hefst kl 20 og stendur til kl 22 og það er frítt inn.

 

-DJ MUSICIAN,dj. flugvél og geimskip, RATTOFER og Tumi Árnason koma fram á Húrra. Partýið byrjar klukkan 9 og það kostar 1000 kr inn.

 

Futuregrapher kemur fram á Funkþáttarkvöldi á Boston. Það er frítt inn, og tónleikarnir verða í beinni í Funkþættinum á X-inu, FM97,7 en þeir hefjast stundvíslega klukkan 23:00.

 

Norski þjóðlagasöngvarinn Tommy Tokyo kemur fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn.

 

 

Föstudagur 15. ágúst

 

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir kemur fram í Mengi og syngur/leikur undir á selló ög eftir hinn goðumlíka (þó belgíska) Jacques Brel útsett fyrir einnar konu hljómsveit. Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og kostar 2000 kr inn.

 

Hljómsveitin Low Roar fagnar útgáfu annarar skífu sveitarinnar “0” í Tjarnarbíó. Low Roar til halds og trausts verða meðlimir Amiina og Mr. Silla, en auk þess sér Mr. Silla um upphitun. Miðaverði er 2.000.- krónur og opnar húsið klukkan 20:30.

 

 

Hljómsveitin Prins Póló heldur tónleika á  skemmtistaðnum Húrra við Naustin. Hljómsveitin Eva kemur fram á undan en hún tók einmitt upp plötu á búgarði Prins Póla um verslunarmannahelgina. Húsið opnar klukkan 21.00 og hljómsveitin Eva stígur á svið klukkan 22.00. Prins Póló stígur svo á svið rétt fyrir klukkan 23 og leikur eitthvað fram í miðnættið.Miðaverð er 1500 krónur og eru miðar seldir við innganginn.

 

 

Hjómsveitirnar FARRAGO og Alchemia halda grunge og metalkvöld á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

 

 

Laugardagur 16. ágúst

 

Pétur Ben heldur tónleika á skemmtistaðnum Húrra.Hann kemur fram einn og óstuddur vopnaður gítar en hurðin opnar klukkan 21 og tónleikar hefjast klukkan 22:00. 1500 krónur aðgangseyrir

 

 

Ruslakista Pink Street Boys

Lady Boy Records gáfu í gær út plötuna Trash From The Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys. Plata sem gefin er út stafrænt og á kassettu er talsvert hrárri en önnur plata sveitarinnar sem kemur út seinna á þessu ári. Platan er þó ekkert slor og ein sú hressasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi á í langan tíma. Hlustið á plötunna hér fyrir neðan.

Straumur 11. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld munum við kíkja á nýtt efni frá Ty Segall, Spoon, Foxygen, Sophie, Ólöfu Arnalds, Cymbals Eat Guitars og fleirum. Auk þess sem gefnir verða tveir miðar á tónleika hinnar goðsagnakenndu indie sveitar Neutral Milk Hotel í Hörpu 20. ágúst. Straumur með Óla Dóra í boði Húrra og Joe & the Juice á slaginu 23:00 á X-inu 977. 

Straumur 11. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

 

1) How Can You Really – Foxygen
2) Manipulator – Ty Segall
3) Tall Man Skinny Lady – Ty Segall
4) Mister Main – Ty Segall
5) Games For Girls – Say Lou Lou X LINDSTRØM
6) Hard – Sophie
7) Afterlife (Flume remix) – Arcade Fire
8) Clarke’s Dream – Gold Panda
9) Warning – Cymbals Eat Guitars
10) XR – Cymbals Eat Guitars
11) Child Bride – Cymbals Eat Guitars
12) Inside Out – Spoon
13) Promises – Ryn Weaver
14) King Of Carrot Flowers, Pt 1 – Neutral Milk Hotel
15) Teenager (demo) – Black Honey
16) Holy Soul – Salt Cathedral

Ný plata frá Ólöfu Arnalds

Íslenska tónlistarkonan Ólöf Arnalds mun gefa út plötuna Palme þann 29. september. Platan fylgir á eftir plötunni Sudden Elevation sem kom út í fyrra. Á Palme nýtur Ólöf stuðnings frá tveimur samstarfsfélögum og vinum: Gunnari Erni Tynes úr múm og Skúla Sverrirsyni sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Laurie Anderson, Ryuichi Sakamoto og Blonde Redhead.

Fyrsta smáskífa plötunnar heitir Half Steady og er samin af Skúla og hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan.

 

Tónleikaferðalag Ólafar

 

26. ágúst 2014      Brussels                BE            Feeerieen Festival

30. ágúst 2014      Birmingham         UK           Moseley Folk Festival

31. ágúst 2014     Laois                     IE             Electric Picnic Festival

 

3. september 2014    Aarhus              DK           Aarhus Festival

9. september 2014    Hamburg           DE           Reeperbahn Festival

20. september 2014    Hamburg           DE           Reeperbahn Festival

28september 2014     Brighton           UK           Komedia Studio Bar

29september 2014     London             UK           Oslo

1. október 2014        Bristol                 UK           The Louisiana

2. október 2014        Manchester         UK           Cornerhouse

3. október 2014        Liverpool            UK           Leaf

4. október 2014        York                    UK           Fibbers

5. október 2014        Glasgow              UK           Mono