Tónleikar helgarinnar 28. – 30. ágúst

 

 

Fimmtudagur 28. ágúst 

Elín Ey kemur fram á Hlemmur Square klukkan 20:00. Það er frítt inn.

 

Yagya, Buspin Jeber og Oracle koma fram á Heiladans á Bravó. Aðgangur ókeypis og fjörið hefst klukkan 21:00

 

Audionation, Andrea og vinir halda tónleika á Gaunknum. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

Breski dúettinn The Honey Ants kemur fram  á efri hæð Dillon kl. 22.00. Um upphitun sér íslenska sveitin Himbrimi. Frítt er inn á tónleikana.

 

Sonic Electric og Touching Those Things koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. Sonic Electric blandar óræðum töktum og tilraunakenndum hávaða saman við spuna ýmissa hljóða sem mynduð eru á staðnum. Touching Those Things er hugarfóstur listamannsins Leah Beeferman frá New York.

 

 

Föstudagur 29. ágúst

Útgáfuteiti fyrir fyrstu plötu Pink Street Boys fer fram á Húrra. Ásamt þeim koma fram: Skelkur í bringu, Panos From Komodo, Rattofer og DJ Musician. Teitið hefst klukkan 22:00 og það kostar 500 kr inn

 

Beebee and the bluebirds og Skúl Mennski koma fram á Gauknum. Aðgangseyrir er 1500 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 21:30

 

Kveðjupartý hljómsveitarinnar Morgan Kane fer fram á Bar 11 en ásamt þeim munu Pungsig og Saktmóðigur spila. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.

 

Laugardagur 30. ágúst

 

Hljómsveitin Leaves kemur fram á Dillon og mun taka lög af sinni nýjustu breiðskífu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 500 krónur inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *