Straumur 16. febrúar 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Waxahatchee, Hot Chip, Twin Shadow, Unknown Mortal Orchestra, Kendrick Lamar, Fort Romeau, THEESatisfaction og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 16. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Huarache Lights – Hot Chip
2) I’m Ready – Twin Shadow
3) Multi-love – Unknown Mortal Orchestra
4) The Blacker the Berry – Kendrick Lamar
5) Breathless – Waxahatchee
6) La Loose – Waxahatchee
7) Poison – Waxahatchee
8) Planet For Sale – THEESatisfaction
9) Batyreðs Candy – THEESatisfaction
10) Meme Generator – Dan Deacon
11) All I want – Fort Romeau
12) Let It Carry You – José González
13) No Shade in the Shadow of the Cross – Sufjan Stevens
14) Just Like You – Chromatics

Ný plata frá Tonik Ensemble

Reykvíski raftónlistarmaðurinn Anton Kaldal sem sent hefur frá sér tónlist í rúman áratug undir nafninu Tonik gaf í dag út fyrstu plötu sína sem Tonik Ensemble. Á plötunni sem nefnist Snapshots vinnur Anton með mörgum frábærum tónlistarmönnum sem skýrir helst þessa nafnabreytingu. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á nýjustu smáskífuna Imprints af þessari frábæru plötu.

Straumur 9. febrúar 2015 – Sónar þáttur

Straumur í kvöld verður tileinkaður Sónar Reykjavík sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn og stendur til laugardags. Óli Dóri fer yfir það helsta á hátíðinni í þættinum sem byrjar á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur Sónar Þáttar 9. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Everybody Knows – SBTRKT
2) Preben Goes To Acapulco (Prins Thomas remix) – Todd Terje
3) Scruff Box – Randomer
4) Sleep Sounds – Jamie xx
5) Slide Off – Súrefni
6) Bipp – Sophie
7) Snow In Newark – Ryan Hemsworth
8) Expanding – Páll Ívan frá Eiðum
9) Imprints – Tonik Ensemble
10) Yoshi City – Yung Lean
11) Cian’t Hear it – Elliphant
12) Aus – Nina Kraviz
13) Aaron – Paul Kalkbrenner
14) Swingin’ Party – Kindness

Tónleikar helgarinnar 5. – 8. febrúar 2015

Fimmtudagur 5. febrúar

Félagarnir Jo Berger Myhre, Magnús Trygvason Eliassen og Tumi Árnason verja kvöldinu saman í Mengi í frjálsum spuna. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Tónleikar með Teiti Magnússyni í Gym & Tonic á Kex Hostel. Teitur er annar aðallagahöfunda Obja Rasta og mun hann koma fram ásamt fullskipaðri hljómsveit. Miðaverð er 1500 kr. “Tuttugu og sjö” platan með Teiti á CD + miði á tónleika = 2500 kr.

In The Company Of Men, Ophidian I & Mannvirki á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Föstudagur 6. febrúar

Oyama og Tilbury spila á Húrra Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Krakkkbot heldur útgáfutónleika í styttugarði Listasafns Einars Jónssonar í tilefni að Safnanótt Vetrarhátíðar, en þar mun Krakkkbot flytja plötu sína Blak Musik í heild sinni.  Tónleikarnir hefjast klukkan 20:45.

Hjalti Þorkelsson og hljómsveit leika lög Hjalta á Café Rósenberg. Aðgangseyrir er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.

Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 7. febrúar

Oberdada von Brútal mætir til leiks íj Mengi með frumflutning á antí-músíkverkinu PNTGRMTN, en Harry Knuckles ætlar að hita upp fyrir hann og flytja nokkur tilbrigði við stefið hávaða. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hip-hop hljómsveitin Cheddy Carter frumflytur nýtt efni fyrir gesti og gangandi á Kex Hostel. Tónlistarmaðurinn Vrong mun mýkja hljóðhimnur gesta frá kl. 21:00, áður en Cheddy Carter stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis.

Sunnudagur 8. febrúar

Rafdúóið Mankan sem skipað er þeim Guðmundi Vigni Karlssyni og Tom Manoury koma fram á Lowercase kvöldi á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og það er frítt inn.

Straumur 2. febrúar 2015

Í Straumi í kvöld verður flutt viðtal sem við áttum við Kindness sem kemur fram á Sónar Reykjavík seinna í þessum mánuði auk þess sem spilað verður efni frá Toro Y Moi Courtney Barnett, A Place To Bury Stranger, Computer Magic, Torres og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 2. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Doigsong – Kindness
2) To Die In L.A. – Lower Dens
3) Pedestrain at Best – Courtney Barnett
4) Cooking Up Something Good (demo) – Mac DeMarco
5) I’ll Be Back – Kindness
6) Swingin’ Party – Kindness
7) Ratcliff – Toro Y Moi
8) Lilly – Toro Y Moi
9) Run Baby Run – Toro Y Moi
10) Empyrean Abattoir – Of Montreal
11) What We Don’t See – A Place To Bury Stranger
12) Buried – Shlohmo
13) Shipwrecking – Computer Magic
14) Strange Hellos – Torres

Ariel Pink á Airwaves

Iceland Airwaves tilkynnti í dag um fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni í nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru í dag eru: Ariel Pink, Batida, BC Camplight, East India Youth, Hinds, Mourn, The OBGMs, Operators, Perfume Genius og Weaves.

Auk þeirra koma fram íslensku listamennirnir: Asonat, dj flugvél og geimskip, Fufanu, GusGus, Júníus Meyvant, Júníus Meyvant, M-band, Pink Street Boys, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Yagya og Young Karin.

 

Iceland Airwaves 2015 – nr.1 from Iceland Airwaves on Vimeo.

Straumur 26. janúar 2015

 

Í Straumi í kvöld skoðum við nýjar plötur frá Jessica Pratt og  Natalie Prass auk þess sem við kíkjum á nýtt efni frá José González, St. Vincent, Operators og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) Back, Baby – Jessica Pratt

2) Ecstasy In My House – Operators

3) Bad Believer – St. Vincent

4) Leaf Off / The Cave – José González

5) How Could You Babe – Tobias Jesso Jr.

6) Greycedes – Jessica Pratt

7) Moon Dude – Jessica Pratt

8) diskhat ALL prepared1mixed 13 – Aphex Twin

9) Temple Sleeper – Burial

10) Reprise – Natalie Prass

11) Violently – Natalie Prass

12) Never Over You – Natalie Prass

13) Ophelia – Marika Hackman

14) Fleece – Gabi

Tónleikar helgarinnar 22. – 25. janúar 2015

Fimmtudagur 22. janúar

Úlfur Eldjárn kemur fram í Mengi og mun notast við takmarkað úrval hljóðfæra og tölvu til að semja eða spinna tónlist á staðnum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Gummi Hebb, Markús & Helgi Valur halda tónleika á  Gamla Gauknum. Húsið opnar kl. 21:00 og hefjast tónleikarnir kl. 22:00. Það kostar 1000kr. inn.

Vrong, Mao Lafsson, Lord Pusswhip og Marteinn koma fram á fyrsta kvöldinu undir nafninu Blæti sem mun verða haldið á tveggja mánaðar fresti. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Föstudagur 23. janúar

Skuggamyndir frá Býsans eða Byzantine Silhouette leikur tónlist í Mengi sem á rætur að rekja til Búlgaríu, Grikklands, Makedóníu og Tyrklands. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 24. janúar

Hekla Magnúsdóttir kemur fram í Mengi í fyrsta skipti en tónlist hennar er blanda af theremíni og söng.Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Gus Gus ætla að fagna nýju ári með tónleikum í Gamla bíó. Dj Yamaho mun hita mannskapinn upp og spila fyrir gesti eftir að tónleikunum líkur. Húsið opnar kl 22.00 Gus Gus stíga á svið kl 23.00. Það kostar 5900 kr inn.

Boogie Trouble halda nýársball á skemmtistaðnum Húrra. Fjörið hefst klukkan 23:00 og það er frítt inn.

Sunnudagur 25. janúar

Kría Brekkan kemur fram á Lowercase night #16 á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Straumur 19. janúar 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Toro Y Moi, Amen Dunes, Joey Bada$$, Sleater Kinney, Purity Ring, Refs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 19. janúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Begin Again – Purity Ring
2) Empty Nester – Toro Y Moi
3) All In My Head (ft. Desirée Dawson) Pat Lok
4) Pains Goes Away – Refs
5) Quicksand – Björk
6) Hotfoot – Doldrums
7) Paper Tail$ – Joey Bada$$
8) Black Beetles – Joey Bada$$
9) Nenni (Ívar Pétur remix) – Teitur Magnússon
10) Price Tag – Sleater Kinney
11) Hey Darling – Sleater Kinney
12) Cavalry Captan – The Decemberists
13) I Know Myself (Montreal) – Amen Dunes
14) Song to the Siren – Amen Dunes
15) My Baby Don’t Understand Me – Natalie Prass