Hávaða poppdúóið Sleigh Bells hefur sent frá sér lagið “Bitter Rivals“ ásamt vídeói og er það fyrsta smáskífan sem heyrist af væntanlegri plötu og jafnframt titillag hennar. Breiðskífan kemur út þann 8. október, verður það þriðja plata sveitarinnar og fylgir á eftir Reign Of Terror sem kom út í fyrra. 10 lög munu verða að finna á plötunni sem Andrew Dawson mixaði en hann er helst þekktur fyrir vinnu sína með Kanye West og Jay-Z. Alexis Krauss söngkona sveitarinnar gefur þessum tveimur spöðum ekkert eftir í laginu“Bitter Rivals“ og spittar sig í gegnum þétt hávaða riff í boði Derek E. Miller gítarleikara.
Category: Fréttir
Arctic Monkeys – “Stop The World I Wanna Get Off With You”
Arctic Monkeys hafa nú þegar sent frá sér þrjár smáskífur af breiðskífunni AM sem kemur út föstudaginn næstkomandi en hljómsveitin hefur nú deilt einu þeirra laga sem stóðst ekki niðurskurðinn á plötuna „Stop The World I Wanna Get Off With You“.
Töluvert léttara er yfir þessu lagi en þeim sem heyrst hafa af AM, þétt gítar riff, pumpandi trommusláttur og beinskeytt textasmíð Alex Turner er þó ekki vanta frekar en fyrri daginn.
MØ gefur út nýtt lag
Danska popppían MØ hefur sent frá sér lagið „XXX 88“ og verður það að finna á EP- plötu hennar sem væntanleg er í haust. Airwaves gestir munu eflaust fá tækifæri til að hlýða á lagið í nóvember þegar hún heiðrar hátíðina með nærveru sinni.
alt-j flytja nýtt lag á tónleikum
Ekkert nýtt efni hefur heyrst frá indí rokkurunum í Alt-J frá því þeir gáfu út frumburðinn An Awesome Wave fyrir rúmu ári síðan (fyrir utan kvikmyndatónlist) og margir beðið spenntir síðan. Síðustu helgi fór hljómsveitin á heimaslóðir og koma fram á Reading Festival í Englandi þar sem hún frumflutti nýtt lag sem ber titilinn „Warm Foothills“.
Rólegheit , flautuleikur og þægindi eru í fyrirrúmi í þessu nýja lagi sem gefur góð fyrirheit um nýtt efni frá bandinu sem stefnir í hljóðver í næsta mánuði.
Iceland Airwaves tilkynnir síðustu listamennina sem spila í ár
Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag restina af þeim listamönnum og hljómsveitum sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.
Fucked Up (CA), Jagwar Ma (AU), Ásgeir, Nite Jewel (US), Money (UK), Sykur, Caveman (US), Mikhael Paskalev (NO), Sísý Ey, Gluteus Maximus, Daníel Bjarnason, Pétur ben, Shiny Darkly (DK), Caterpillarmen, Eivör Pálsdóttir (FO), Kira Kira, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Electric Eye (NO), Lára Rúnars, Elín Ey, Nadia Sirota (US), Trust the Lies, Terrordisco, Marius Ziska (FO), Svartidauði, Amaba Dama, Strigaskór Nr 42, Benny Crespo’s Gang, Bárujárn, Byrta (FO), Halleluwah, Loji, Ramses, Cell7, Quadruplos, Subminimal, Thizone, DJ AnDre, Skurken, Jara, Gang Related, Stroff, Vigri, Ragga Gröndal, Árni², Bob Justman, Bellstop, Kaleo, The Mansisters (IS/DK), Dísa, Oculus, Housekell, Úlfur Eldjárn, Fears (IS/UK), FKNHNDSM, Mono Town, Æla, dj. flugvél og geimskip, Hellvar, Jan Mayen, Grúska Babúska, Love & Fog, My Bubba, Myrra Rós, Skelkur í bringu, The Wicked Strangers, Lockerbie, Kippi Kaninus og Skepna!
Jón Þór sendir frá sér myndband
Reykvíski tónlistarmaðurinn Jón Þór sendi fyrr í kvöld frá sér myndband við lagið Uppvakningar í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Lagið er að finna á fyrstu sólóplötu Jón Þórs sem kom út í fyrra við góðar undirtektir. Hluti myndbandsins var tekið upp á árlegum snakkdegi lýðveldisins samkvæmt Jóni Þór.
Kurt Vile með Nine Inch Nails ábreiðu
Philadelphia rokkarinn Kurt Vile heimsótti hljóðver Avclub.com á dögunum og tók upp ábreiðu af laginu Down In It eftir Nine Inch Nails frá árinu 1989. Afraksturinn má sjá fyrir neðan.
Icona Pop nútímavæðir 60‘ smellinn „It‘s My Party“
Sænsku partýpíurnar í Icona Pop hafa verið afkastamikilar undanfarið og hafa nú í samstarfi við landa þeirra Zebra Katz gefið út lagið „My Party“. Tríóið styðst við lag Lesley Gore „It‘s My Party“ frá árinu 1965 þó útgáfurnar eigi lítið sameiginlegt.
Nýtt lag frá Ojba Rasta
Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta vakti verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út í fyrra. Hljómsveitin sendi í dag út nýtt lag Einhvern veginn svona sem verður á nýrri plötu sem kemur út í október. Tónlistarmaðurinn Gnúsi Yones kemur fram ásamt hljómsveitinni í laginu.