alt-j flytja nýtt lag á tónleikum

Ekkert nýtt efni hefur heyrst frá indí rokkurunum í Alt-J frá því þeir gáfu út frumburðinn An Awesome Wave fyrir rúmu ári síðan (fyrir utan kvikmyndatónlist) og margir beðið spenntir síðan. Síðustu helgi fór hljómsveitin á heimaslóðir og koma fram á Reading Festival í Englandi þar sem hún frumflutti nýtt lag sem ber titilinn „Warm Foothills“.
Rólegheit , flautuleikur og þægindi eru í fyrirrúmi í þessu nýja lagi sem gefur góð fyrirheit um nýtt efni frá bandinu sem stefnir í hljóðver í næsta mánuði.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *