21.11.2012 10:10

Nýtt frá Hjaltalín

Íslenska hljómsveitin Hjaltalín sleppti í dag frá sér tveim lögum sem verða á væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út á morgun. Lögin sem heita We og Letter To verða á þriðju plötu Hjaltalín  Enter 4 sem fylgir á eftir plötunni Terminal frá árinu 2009. Platan mun fara í forsölu á tónlist.is og á heimasíðu Hjaltalín á morgun en kemur í verslanir í næstu viku. Hlustið á lögin hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012