Turn On The Bright Lights 10 ára

 

Þann 19. ágúst 2002 gaf hljómsveitin Interpol út sína fyrstu stóru plötu Turn On The Bright Lights. Platan var tekin upp í nóvember árið 2001 í Tarquin hljóðverinu í Connecticut. Eftir að þessi fyrsta plata sveitarinnar kom út komu upp á yfirborðið mörg bönd sem þóttu minna á  Interpol sem þóttu sjálfir minna mikið á bresku hljómsveitina Joy Division. Segja má að Turn On The Bright Lights sé ein áhrifamesta plata síðasta áratugar þegar kemur að rokktónlist.

Þann 4. desember mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni í gegnum plötufyrirtækið Matador. Á plötunni verður allskyns viðbótarefni – sjaldgæfar upptökur og demó. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á og hlaða niður demóinu af laginu Roland sem var tekið upp í æfingarhúsnæði þeirra í Brooklyn í New York í júní árið 1998.

 

      1. Roland (Demo)
 
      2. Roland (Demo)

 

Hér má sjá þegar þeir Daniel Kessler og Sam Fogarino úr hljómsveitinni heimsóttu nýlega fyrsta æfingarhúsnæði Interpol – Context Studios.

Hér ræða Interpol um sína fyrstu plötu Turn On The Bright Lights.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *