WU LYF hætta

Ellery James Roberts söngvari bresku hljómsveitarinnar WU LYF setti tilkynningu inn á Youtube síðu sveitarinnar í gærkvöldi þar sem hann tilkynnti um endalok sveitarinnar. Ásamt tilkynningunni lét hann fylgja með lagið  T R I U M P H sem er líklega síðasta lag sem WU LYF sendir frá sér. Hljómsveitin sem var stofnuð árið 2008 í Manchester gaf út sína fyrstu og einu plötu Go Tell Fire to the Mountain í fyrra við einróma lof gagnrýnenda. Hér er hægt að lesa tilkynninguna frá Roberts sem er meira en lítið áhugaverð – þar minnist hann m.a. á möguleika á heimsenda í næsta mánuði. Hlustið á síðasta lag WU LYF hér fyrir neðan sem er með því besta sem hljómsveitin hefur sent frá sér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *