Straumur 7. október 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Darkside, Four Tet, Teen Daze, Destroyer, Baio og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 7. október 2013 by Straumur on Mixcloud

1) The Night Comes Again – St. Lucia

2) Wait For Love – St. Lucia

3) Indian Summer – Blood Cultures

4) The Only Shrine I’ve Seen – Darkside

5) Freak, Go Home – Darkside

6) Autumnal – Teen Daze

7) Peppermint – Julio Bashmore

8) Dust in the gold sack – Swearin

9) Mean Street – Tennis

10) El Rito – Destroyer

11) Unicorn – Four Tet

12) Mira – Baio

13) Tiger Kit – Sleigh Bells

14) Baby Mae – Those Darlins

15) Western Sky – Those Darlins

Airwaves yfirheyrslan – Jón Þór Love & Fog

Tónlistarmaðurinn Jón Þór Ólafsson hefur margoft spilað á Iceland Airwaves bæði með hljómsveitum og með sólóverkefni sínu. Jón Þór kemur fram með hljómsveit sinni Love & Fog á hátíðinni í ár.

 

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

 

Airvaves árið 2003 var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á og naut sem gestur. Ég skemmti mér vel á á Nasa. Trabant voru góðir en The Kills voru lummó. Ég spilaði í fyrsta skipti á Airwaves þá á gítar með íslenska raftónlistarmanninum Tonik. Ég man ómögulega hvar þeir voru en stemmingin var örugglega góð. Það er alltaf góð stemming á Tonik.

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Hátíðin í ár er tíunda IE hátíðin sem ég spila á. Það hlýtur að þýða að hún verði magiKul!!!

 

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Foreign Monkeys árið 2009 eru í fljótu bragði eftirminnilegastir. Líklega út af því að ég endaði inni í trommusettinu í lokalaginu þeirra.

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Það er erfitt að velja eftirminnilegustu tónleika sem ég hef spilað sjálfur á. Það var rosalega gaman að spila með Lada Sport árið 2006. Þá vorum við nýbyrjaðir að taka upp plötuna okkar Time And Time Again og blésum upp tvöhundruð hjartalaga blöðrur sem gengu á milli áhorfenda á Grand Rokk. Einnig eru off-venjú tónleikarnir Mjódd-waves á föstudeginum í fyrra frábærir. Ég var að spila órafmagnað sett af sólóskífunni minni. Óveðrið var þá sem mest, alveg brjálað rok og nötrandi kuldi. Gluggarnir sveifluðust til og kannski 15 manns að horfa á.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Hátíðin hefur aðallega verið að festa sig í sessi sem ein magnaðasta tónlistarhátíð í heimi. Hún hefur alltaf haldið fjölbreytileika sínum og mikið af sama fólki kemur til landsins ár eftir ár og sækir hátíðina vegna þess að andrúmsloftið í miðbænum er rafmagnað og nánast ólýsanlegt. Fólk gengur brosandi um með stjörnur í augunum.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Nasa er besti tónleikastaður sem íslendingar hafa átt og munu nokkurn tíma eiga. Það er virkilega grátlegt að missa hann.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Ég hef, eins og væntanlega margir, misst af mörgum geðveikum tónleikum. Mest sé ég þó eftir að hafa misst af Vampire Weekend og Klaxons.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Já, vertu þú sjálf(ur) og skemmtu þér vel.

 

Hverju ertu spenntust/spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Ég er spenntur að sjá Mac DeMarco, auk þess sem Yo La Tengo mun eiga fimmtudaginn fyrir mér. Af íslenskum böndum sé ég sjaldnast það sem ég ætla mér að sjá en oftast sé ég vini og kunningja búa til e-ð gúmmelaði.

 

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Íslenska tónlistarsenan er líklega sífellt að snúast meir og meir í kringum hátíðina í stað þess að hátíðin sé að snúast í kringum tónlistarsenuna. Það er örugglega bara kostur frekar en galli því hljómsveitir og listamenn reyna oft að koma plötum og afurðum sínum út í kringum hátíðina. Iceland Airwaves er þar af leiðandi ákveðinn hápunktur á tónlistarárinu, í senn drifkraftur og uppskeruhátíð.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Ég held að ég hafi spilað á níu tónleikum á hátíðinni í fyrra. Það var gaman!

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

Hátíðin í fyrra er í miklu uppáhaldi. Óveðrið gerði hana extra eftirminnilega.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Bæði! En ég sá Kraftwerk 2004 í Kaplakrika þannig að í ár heyri ég Yo La Tengo hjartað slá sem eitt!

 

Listasafnið eða Harpa? 

Listasafnið

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Love & Fog á Harlem á miðvikudagskvöldinu og á Hressó á fimmtudagskvöldinu. Off-venjú á eftir að koma í ljós.

 

 

Airwaves yfirheyrslan – Sóley

Sóley Stefánsdóttir byrjaði feril sinn í hljómsveitinni Seabear og spilaði í fyrsta skiptið á Iceland Airwaves með henni árið 2008. Fyrsta útgáfa Sóley Theater Island EP kom út árið 2010 og platan We Sink fylgdi í kjölfarið árið 2011. Frá útgáfu hennar hefur Sóley vakið mikla athygli utan landsteinana og ferðast með tónlist sína vítt og breitt um heiminn. Sóley situr fyrir svörum í Airwaves yfirheyrslu dagsins.  

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Áður en ég varð tvítug þá þræddi ég OFF venjú tónleika airwaves og mér eru minnistæðastir tónleikar Hot Chip í 12 tónum árið 2005, mér fannst þeir algjör snilld og fyrsta platan þeirra er líka tryllt!


Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Það var í Listasafni Reykjavíkur árið 2008 með hljómsveitinni Seabear. Það var geðveikt gaman, við vorum reyndar nýkomin af frekar brjáluðu 5 vikna tónleikaferðalagi (þar sem Ísland hrundi á meðan!) en það var mjög gaman að loka þeim túr með skemmtilegum tónleikum í Listasafninu, fullt af fólki og brjáluð stemning (allavega í minningunni)!

 

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Ég hef spilað síðan 2008, 5 hátíðum. 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Bara ef ég hugsa til ársins í fyrra þá voru Dirty Projectors svo fáránlega góð læv að ég bara stóð og gapti…

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálf? 

Mér fannst mjög gaman í fyrsta skipti sem ég spilaði sóló dótið mitt en það var í Kaldalóni árið 2011, alveg stappfullur salur og ég að spila músíkina mína í fyrsta skipti á íslandi. mjög gaman!

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Mér finnst Iðnó alltaf rosa sjarmerandi staður. 

 

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Beach House árið 2011, ég var að spila á sama tíma með Sin Fang.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Uhh hafa gaman!

 

Hverju ertu spenntust fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Ég er mjög spennt að sjá múm og sænsku tónlistarkonuna Anna Von Hauswolf, Yo La tengo og Krafwerk ef ég fæ miða. Líka Omar souleyman bara afþví hann heitir næstum því sóley, djók. En ég er ekki alveg búin að kíkja nógu vel á þetta…

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Þetta er náttúrulega fyrst og fremst árshátíð fyrir tónlistarsenuna á Íslandi. Og svo eru nú alltaf eitthvað bisness fólk í salnum og ég vinn til dæmis núna með rosa fínum bókara sem mætti á tónleika með mér í fyrra. 

 

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir? 

Bara allt þetta örugglega. Ég hef verið svo heppin að ég er búin að vera að túra síðan fyrsta platan mín kom út árið 2011 og það er kannski svoldið erfitt að segja hvað kemur beint í gegnum Iceland Airwaves en ég held að þetta tengist allt. Fólk kemur og sér tónleika, segir fleira fólki frá eða bransa fólk sem hefur samband eftir hátíðina… 

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

Þær hafa allar sinn sjarma og góðu minningar…

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

uhhh, þetta er svolítið eins og að spyrja mig hvort mér finnist súkkulaði eða sushi betra. bæði betra!

 

Listasafnið eða Harpa?

Fer algjörlega eftir tónlistinni, partýið í Listasafninu og allskonar í Hörpu. 

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Í ár er ég bara að spila með sjálfri mér (sóley) og það verður bara hægt að fylgjast með á facebook: www.facebook.com/soleysoleysoley

 

Mynd: Sebastien Dehesdin

Airwaves yfirheyrslan – Ívar Nolo

Hljómsveitin Nolo spilaði fyrst á Iceland Airwaves árið 2009 þá sem tvíeyki. Nú hafa þeir félagar bætt við sig þriðja meðlimnum sem spilar á trommur. Við kölluðum Ívar Björnsson hljómborðsleikara hljómsveitarinnar til yfirheyrslu og spurðum hann út í reynslu hans af Iceland Airwaves.

 

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?


Fyrsta Airwaves hátíðin sem ég fór á var einmitt árið 2009 þegar Nolo var rétt að byrja. Við höfðum aldrei farið áður á hátíðina sem gestir og það eftirminnilegasta var sennilega að spila fyrir fullu húsi í brjálaðri stemningu, sem ný hljómsveit vorum við ekki vanir því.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég hef aðeins spilað á Airwaves með Nolo. Fyrsta Upplifunin var frábær og aðrar hljómsveitir eins og Sudden Weather Change hjálpuðu okkur að aðlagast nýjum aðstæðum. Það var gaman að kynnast svona mörgum hljómsveitum á stuttum tíma og maður lærði heilmikið eins og t.d. að hlaupa á milli tónleika og vera á 100% tempói yfir daginn að róta. Nolo hefur spilað frá því árið 2009 og er þetta fimmta hátíðin í röð sem við spilum á árið 2013.

 

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?

Ég myndi segja fyrstu tónleikarnir okkar Nolo á Airwaves. Að spila fyrir fullu húsi (þá Grand Rokk) var bara sturlun og að heyra fólk syngja með lögunum okkar var eitthvað sem við vorum ekki vanir. Annars er líka gaman að segja frá því þegar við spiluðum í Listasafninu í fyrra en þá var einmitt hápunktur stormsins mikla í gangi. Þakið ætlaði að rifna af húsinu bókstaflega. Vindurinn var gríðarlegur og ekki mátti miklu muna að þakið myndi fjúka í sjóinn (sem hafði gerst víst áður…)

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?


Þeir eru nokkrir, Dirty Projectors í fyrra voru frábær og magnað að sjá hversu góð þau eru live. Neon Indian voru einnig mjög flottir ásamt Beach House sem maður heillast mikið af.

 

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Það eru fleiri erlendar sveitir og ferðamenn að bætast inn á hátíðina ár eftir ár sem er bara gott. En Airwaves reynir alltaf að fá til sín efnilegar hljómsveitir sem eru við það að „meika það“ og það held ég að hafi ekkert breyst í gegnum síðustu ár. Ég myndi segja að þróunin hafi verið góð þessi 5 ár sem ég hef tekið þátt í.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Það var mjög gaman að spila í salnum Kaldalón í Hörpunni árið 2011. Svo er Listasafnið einnig frábær staður til þess að spila á en við vorum einmitt þar í fyrra og endurtökum leikinn nú í ár.


Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Engum, nema það þegar The Rapture komu hingað og spiluðu á Airwaves (2002) en maður var þá alltof ungur.
Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Að hafa gaman, ekki stressa sig of mikið, spila hæfilega oft (þá með Off Venue) og kynnast hljómsveitum því maður lærir alltaf eitthvað á því.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Við höfum alltaf verið að taka svona 3-4 gigg í gegnum árin en núna gæti metið verið slegið þar sem með öllu töldu þá gætu tónleikar okkar verið um 5-6 talsins.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Erlent er það Omar Souleyman og Kraftwerk en innlent er það sennilega FM Belfast, Loji, M-Band, Grísalappalísa, Oyama og Prins Póló.

 


Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Þessi hátíð er gríðarlega mikilvæg fyrir íslensku tónlistarsenuna. Hún gefur nýjum hljómsveitum og tónlistarmönnum tækifæri til þess að sanna sig og fá athygli erlendis. Þetta er algjör stökkpallur fyrir hljómsveitir hér á landi, maður veit aldrei hver er að horfa á tónleikana.

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit?

 Nolo hefur fengið einhverja erlenda umfjöllun og fyrirspurnir en engin stórtíðindi.

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin?

Ég get eiginlega ekki gert upp á milli hátíða. Kannski að hátíðin í ár verði sú uppáhalds?

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Nolo og við komum fram á Harlem kl 23:20 á miðvikudeginum og svo í Listasafninu kl 20:00 á laugardeginum. En Off Venue erum við staðfestir á Dillon, Bar 11, Reykjavík Backpackers og Kex Hostel.

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Ást og frið

 

 

Straumur 30. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Oneohtrix Point Never, Danny Brown, Ben Khan, Mammút, Sky Ferreira, The Range, Lorde, Say Lou Lou  og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 30. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) You’re Not The One – Sky Ferreira
2) 400 Lux – Lorde
3) Ribs – Lorde
4) The Mother We Share (Moonboots remix) – Chvrches
5) 25 Bucks (ft. Purity Ring) – Danny Brown
6) Clean Up – Danny Brown
7) Float On (ft. Charli XCX) – Danny Brown
8) Metal Swing – The Range
9) Celebraiting Nothing – Phantogram
10) Boring Angel – Oneohtrix Point Never
11) Zebra – Oneohtrix Point Never
12) Eden – Ben Khan
13) Green Window – Memory Tapes
14) In Time – Memory Tapes
15) Help Me Lose My Mind (ft. London Grammar) (Paul Woolford remix) – Disclosure
16) Blóðberg – Mammút
17) Feels Like We Only Go Backwards (Tame Impala cover) – Say Lou Lou
18) Shapeshifter – Elephant

 

Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns stofna band!

Drangar er ný hljómsveit sem er skipuð þeim Mugison, Jónasi Sig & Ómari Guðjóns. Hljómsveitin var stofnuð í nóvember á síðasta ári þegar þeir Jónas Sig og Ómar Guðjóns voru á tónleikaferð um landið. Þeir fengu Mugison með sér á svið á tónleikum á Vagninum á Flateyri og varð þar til þetta þriggja manna bræðralag. Síðan í febrúar hafa þeir verið við vinnslu á plötunni og hefur megnið af vinnunni farið fram á Súðavík, Borgarfirði Eystri og Álafoss kvosinni. Platan Drangar með Dröngum kemur í verslanir um miðjan október og eru öll lög og textar eftir þá Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns. Auk þess eru þeir félagar búnir að skipuleggja mikla tónleikaferð í kringum landið núna í október og nóvember og verður sú ferð auglýst nánar á næstu dögum. Hér fylgir með fyrsta lag af plötunni Drangar sem ber það nafnið Bál.

Airwaves yfirheyrslan – Sindri Sin Fang

Airwaves yfirheyrslan er nýr liður á síðunni til að kynna Iceland Airwaves hátíðina og nokkra af þeim íslensku listamönnum sem koma fram á hátíðinni í ár. Fyrstur til yfirheyrslu er Sindri Már Sigfússon sem flestir íslenskir tónlistaráhugamenn ættu að kannast við. Hann er forsprakki tveggja hljómsveita sem hafa spilað oft á Iceland Airwaves á síðustu árum – Seabear og Sin Fang en Sindri mun koma fram með þeirri seinni í Gamla Bió föstudaginn 2. nóvember klukkan 0:50. 

 

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Ég held að það hafi verið 2001. man ekkert hvað ég sá.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?


Það eru nokkrir.  Á seinustu árum var ég mjög hrifinn af Dirty Projectors og Haushka með samuli í fríkirkjunni var klikkað. Shins (2004) og Rapture (2002) tónleikarnir standa líka uppúr.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

2004 minnir mig áður en við gáfum út fyrstu seabear plötuna. Það var mjög skemmtilegt og kom skemmtilega á óvart hvað það mætti mikið af fólki. Hef spilað á 8 eða 9 hátíðum í það heila en þetta eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef spilað á.  Þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum með fullri hljómsveit og ég var bara mjög ánægður með að vera að spila yfirhöfuð.

 


Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst hún vera orðin meira pro. Vel farið með mann og svona. Mér finnst þetta ein skemmtilegasta vika ársins.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Ég er mjög hrifinn af Iðnó. Mér fannst líka mjög gaman að spila á Nasa á Airwaves því að það var eiginlega eina skiptið sem maður gat fengið alveg fullt af fólki á Nasa. Svo er ég mjög ánægður með að óperan sé komin inní þetta. 

 


Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Vorum að spila á sama tíma og Beach House eitt árið, það var leiðinlegt að missa af þeim. Eitt árið þá fórum við á Bandaríkjatúr á fimmtudeginum þannig að við misstum af öllu festivalinu.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? 

Við vorum að spila með Anna Von Hausswolff um daginn og það var rosalegt. Svo langar mig að sjá Goat, Jon Hopkins, Mariam The Believer og Mykki Blanco. Svo finnst mér fínt að labba bara um og sjá eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er.

 


Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þínar hljómsveitir? 

Hef alveg kynnst einhverju bransafólki í gegnum þessa hátíð og spilað á öðrum hátíðum eftir að einhver sá okkur þarna.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?


7-8 sinnum held ég. Ekkert miðað við Magga trommara (Magnús Tryggvason Eliassen  trommara Sin Fang)

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La Tengo.

 

Listasafnið eða Harpa?
Bæði.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Bara skemmta sér og vera ekki að stressa sig of mikið á því að það séu einhverjir útlenskir blaðamenn í krádinu.

 

 

Tónleikar vikunnar

Þriðjudagur 24. september

Bandaríski tónlistarmaðurinn C.J. Boyd spilar á Harlem bar ásamt The Heavy Experience og Þórir Georg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1000 krónur inn.

Tómas R. verður með Latin Jazz á Kex Hostel. Ókeypis inn og jazzinn hefst klukkan 8:30.

Miðvikudagur 27. september

Hjalti Þorkelsson heldur haustveðurstónleika á Rósenberg. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Fimmtudagur 26. september

Tilraunakenndir fjáröflunartónleikar á Gamla Gauknum á fimmtudaginn sem óhljóða og jaðarlista félagskapurinn FALK (Fuck Art Let’s Kill) stendur fyrir.  AMFJ og KRAKKKBOT spila og Þóranna aka Trouble og Harry Knuckles hita upp um kvöldið sem hefst klukkan 21:00. Það kostar 1000 krónur inn.

Sindri Eldon kemur fram ásamt The Ways næstkomandi á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 27. september

Hljómsveitin Nolo frumflytur nýtt efni á Kaffibarnum. M-band sér um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30 og ókeypis er inn.

IfThenRun, 7oi, Nuke Dukem, Steve Sampling og Subminimal koma fram á Heiladans 28 á Bravó.  Fjörið hefst klukkan 20 og er ókeypis inn en Möller Records biðlar til fólks um að styrkja útgáfuna vegna ferðalags hennar til Þýskalands í byrjun október.

 

 

Laugardagur 28. september

Hljómsveitirnar Klikk, Mass og Aria Lamia leiða saman hesta sína á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.