Airwaves yfirheyrslan – Agnes í Sykur

Agnes Björt Andradóttir söngkona hljómsveitarinnar Sykur hefur vakið mikla athygli síðustu ár fyrir magnaða sviðsframkomu og feikna sterka rödd. Agnes spilar í ár á sinni þriðju Airwaves hátíð ásamt hljómsveit sinni Sykur.

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni? 

Það var árið 2008. Það sem var eftirminnilegast á hátíðinni það árið voru tónleikar hljómsveitarinnar Mae Shi sem er experimental indie band frá Los Angeles sem átti vel við litlu rebel Agnesi. Svo fór ég í eftirminnilegt pottapartí í ókunnugu húsi þar sem alklæðnaður var skylda, það er frekar ógirnilegt að fara í heitapott í gallabuxum ásamt 20 manns.


Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Fyrsta skipti sem ég spilaði á airwaves var árið 2011. Það var sturluð upplifun. Við spiluðum á Nasa, klukkan 3, aðfaranótt sunnudags fyrir troðfullan sal af sveittu fólki sem þráði ekkert annað en að dansa og skemmta sér. Stemningin var helluð. Við komum með lítið brimbretti með okkur og Stefán sörfaði krádið. Þetta er í top 3 af skemmtilegustu giggum sem að ég hef einhverntíman spilað. R.I.P Nasa!

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað? 

Í ár er ég að spila á þriðju hátíðinni minni. Ég spilaði 2011 og 2012 með Sykur.


Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur? 

Mae Shi

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því af því að mér finnst ég hafa breyst svo mikið sjálf. En ég hef tekið eftir því að fleiri erlendir gestir hafa bæst í hópinn og stemningin og undirbúningurinn eykst með hverju árinu finnst mér. Fyrir mér hefur hátíðin stækkað og þetta er orðið bara svona eins og jólin eða páskarnir.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið? 

Fyrst og fremst að vera prófessjonal, halda einbeitingu, sofa vel, ekki vera þunn/ur. Airwaves er hátíð þar sem fólk kemur saman, óháð aldri, búsetu eða whatever-the-shit-they’re-about með það eitt í huga að skemmta sér. Yfir krádinu ríkir ákveðið frelsi og jákvæðni. Þau gigg sem bjóða uppá þetta krád eru bestu giggin til að spila á, þau geta kennt manni svo margt á ljúfan máta. Ef þú ert að spila í fyrsta skipti á airwaves, njóttu þess og ekki vera feimin/n að leyfa sjálfum þér að upplifa þig eina/n af krádinu.

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Uppskera, árshátíð og góð tenging fyrir senuna út í heim.


Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?  

Metið er minnir mig sjö tónleikar árið 2011. Við spilum fjóra tónleika í ár.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo? 

Kraftwerk

 

Listasafnið eða Harpa?

Fer eftir ýmsu

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér? 

Ég er að spila með Sykur. Hérna er dagskráin okkar —

miðvikudagur = Jör klukkan 17:00 (off venue)

föstudagur = Þjóðleikhúskjallarinn klukkan 2:10

laugardagur = Laundromat Cafe klukkan 15:00 (off venue) og Harpa Norðurljós klukkan 00:40

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Hlakka til að sjá ykkur elskur! LET’S GO!

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *