Boogie Trouble breiða yfir Britney

Diskóboltarnir í Boogie Trouble deildu ábreiðu sinni af Britney Spears slagaranum Toxic á Soundcloud síðu sinni í gær, fríkeypis til niðurhals og streymis. Það hefur síðustu misseri ómað ótt og títt á tónleikum sveitarinnar en í meðförum hennar er það grúvað allharkalega upp með skokkandi diskóbassa og suddalegum sörfgítar. Lagið er tilvalið veganesti inn í helgina og hægt er að hlusta á ábreiðuna, eða jafnvel setja hana á í partýi, hér fyrir neðan. It’s Britney, bitch!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *