24.10.2013 20:11

Hlustið á nýjustu breiðskífu Arcade Fire

Nýjasta breiðskífa Arcade Fire, Reflektor, hefur nú verið gerð aðgengileg til streymis á youtube vefnum. Platan kemur opinberlega út á mánudaginn en datt á netið í dag og eru þetta væntanleg viðbrögð hljómsveitarinnar við lekanum. Heimasíða hljómsveitarinnar þar sem hlekkjað er á streymið liggur nú niðri, væntanlega vegna fjölda heimsókna, en lesendur geta sparað sér það vesen og streymt plötuna hér fyrir neðan.


©Straum.is 2012