Hljómsveitin Mammút sendi í dag frá sér lagið Blóðberg sem er önnur smáskífan af væntanlegri þriðju plötu sveitarinnar sem mun bera nafnið „Komdu til mín svarta systir“ og kemur út 25. október. Hljómsveitin kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember.
Author: olidori
Nýtt frá Tilbury
Reykvíska hljómsveitin Tilbury snýr til baka með sína aðra plötu rétt fyrir Iceland Airwaves. Hljómsveitin sendi á dögunum frá sér lagið Northern Comfort sem verður að finna á plötunni. Lagið hefur að geyma stórbrotinn hljóðheim sem vísar líklega í lífið hér á norðurslóðum.
Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns stofna band!
Drangar er ný hljómsveit sem er skipuð þeim Mugison, Jónasi Sig & Ómari Guðjóns. Hljómsveitin var stofnuð í nóvember á síðasta ári þegar þeir Jónas Sig og Ómar Guðjóns voru á tónleikaferð um landið. Þeir fengu Mugison með sér á svið á tónleikum á Vagninum á Flateyri og varð þar til þetta þriggja manna bræðralag. Síðan í febrúar hafa þeir verið við vinnslu á plötunni og hefur megnið af vinnunni farið fram á Súðavík, Borgarfirði Eystri og Álafoss kvosinni. Platan Drangar með Dröngum kemur í verslanir um miðjan október og eru öll lög og textar eftir þá Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjóns. Auk þess eru þeir félagar búnir að skipuleggja mikla tónleikaferð í kringum landið núna í október og nóvember og verður sú ferð auglýst nánar á næstu dögum. Hér fylgir með fyrsta lag af plötunni Drangar sem ber það nafnið Bál.
Airwaves yfirheyrslan – Sindri Sin Fang
Airwaves yfirheyrslan er nýr liður á síðunni til að kynna Iceland Airwaves hátíðina og nokkra af þeim íslensku listamönnum sem koma fram á hátíðinni í ár. Fyrstur til yfirheyrslu er Sindri Már Sigfússon sem flestir íslenskir tónlistaráhugamenn ættu að kannast við. Hann er forsprakki tveggja hljómsveita sem hafa spilað oft á Iceland Airwaves á síðustu árum – Seabear og Sin Fang en Sindri mun koma fram með þeirri seinni í Gamla Bió föstudaginn 2. nóvember klukkan 0:50.
Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?
Ég held að það hafi verið 2001. man ekkert hvað ég sá.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?
Það eru nokkrir. Á seinustu árum var ég mjög hrifinn af Dirty Projectors og Haushka með samuli í fríkirkjunni var klikkað. Shins (2004) og Rapture (2002) tónleikarnir standa líka uppúr.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
2004 minnir mig áður en við gáfum út fyrstu seabear plötuna. Það var mjög skemmtilegt og kom skemmtilega á óvart hvað það mætti mikið af fólki. Hef spilað á 8 eða 9 hátíðum í það heila en þetta eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef spilað á. Þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum með fullri hljómsveit og ég var bara mjög ánægður með að vera að spila yfirhöfuð.
Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Mér finnst hún vera orðin meira pro. Vel farið með mann og svona. Mér finnst þetta ein skemmtilegasta vika ársins.
Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Ég er mjög hrifinn af Iðnó. Mér fannst líka mjög gaman að spila á Nasa á Airwaves því að það var eiginlega eina skiptið sem maður gat fengið alveg fullt af fólki á Nasa. Svo er ég mjög ánægður með að óperan sé komin inní þetta.
Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?
Vorum að spila á sama tíma og Beach House eitt árið, það var leiðinlegt að missa af þeim. Eitt árið þá fórum við á Bandaríkjatúr á fimmtudeginum þannig að við misstum af öllu festivalinu.
Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár?
Við vorum að spila með Anna Von Hausswolff um daginn og það var rosalegt. Svo langar mig að sjá Goat, Jon Hopkins, Mariam The Believer og Mykki Blanco. Svo finnst mér fínt að labba bara um og sjá eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er.
Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þínar hljómsveitir?
Hef alveg kynnst einhverju bransafólki í gegnum þessa hátíð og spilað á öðrum hátíðum eftir að einhver sá okkur þarna.
Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?
7-8 sinnum held ég. Ekkert miðað við Magga trommara (Magnús Tryggvason Eliassen trommara Sin Fang)
Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Yo La Tengo.
Listasafnið eða Harpa?
Bæði.
Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Bara skemmta sér og vera ekki að stressa sig of mikið á því að það séu einhverjir útlenskir blaðamenn í krádinu.
Tónleikar vikunnar
Þriðjudagur 24. september
Bandaríski tónlistarmaðurinn C.J. Boyd spilar á Harlem bar ásamt The Heavy Experience og Þórir Georg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1000 krónur inn.
Tómas R. verður með Latin Jazz á Kex Hostel. Ókeypis inn og jazzinn hefst klukkan 8:30.
Miðvikudagur 27. september
Hjalti Þorkelsson heldur haustveðurstónleika á Rósenberg. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Fimmtudagur 26. september
Tilraunakenndir fjáröflunartónleikar á Gamla Gauknum á fimmtudaginn sem óhljóða og jaðarlista félagskapurinn FALK (Fuck Art Let’s Kill) stendur fyrir. AMFJ og KRAKKKBOT spila og Þóranna aka Trouble og Harry Knuckles hita upp um kvöldið sem hefst klukkan 21:00. Það kostar 1000 krónur inn.
Sindri Eldon kemur fram ásamt The Ways næstkomandi á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Föstudagur 27. september
Hljómsveitin Nolo frumflytur nýtt efni á Kaffibarnum. M-band sér um upphitun og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30 og ókeypis er inn.
IfThenRun, 7oi, Nuke Dukem, Steve Sampling og Subminimal koma fram á Heiladans 28 á Bravó. Fjörið hefst klukkan 20 og er ókeypis inn en Möller Records biðlar til fólks um að styrkja útgáfuna vegna ferðalags hennar til Þýskalands í byrjun október.
Laugardagur 28. september
Hljómsveitirnar Klikk, Mass og Aria Lamia leiða saman hesta sína á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Tonmo gefur út
Hinn 19 ára gamli reykvíkingur Tómas Davíð sem gengur undir listamannsnafninu Tonmo gaf í síðustu viku út sína fyrstu ep plötu. Platan sem nefnist 1 er 8 laga raftónlistarplata undir áhrifum hip-hop og chillwave sem rennur ljúft í gegn. Tómas samdi og tók upp plötuna þegar hann bjó í Huntington Beach í Kaliforníu fyrr á þessu ári. Hlustið á plötuna á Bandcamp hér fyrir neðan.
Sky Ferreira með nýtt lag
Bandaríska söngkonan Sky Ferreira sendi fyrr í dag frá sér smáskífuna You’re Not The One sem verður að finna á væntanlegri plötu hennar Night Time, My Time sem kemur út 29. október. Ferreira komst í fréttirnar á dögunum þegar hún var handekin ásamt unnusta sínum, Zachary Cole Smith söngvara hljómsveitarinnar DIIV, í New York með 42 skammta af heróíní. Hlustið á hið frábæra lag You’re Not The One hér fyrir neðan.
Straumur 23. september 2013
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Phédre, Azealia Banks, Sin Fang, Movements, Darkside, Ducktails, Swearin, Tonmo, Tourist og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!
Straumur 23. september 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Gimme – Beck
2) Together – Tourist
3) Paper Trails – Darkside
4) Ancient Nouveau – Phédre
5) Sunday Someday – Phédre
6) Flyway – Keep Shelly In Athens
7) Nave Music – Ducktails
8) Young Boys (Jónsi remix) – Sin Fang
9) Look at the light (Sin Fang remix) – Sin Fang
10) Watered Down – Swearin’
11) Ocean – Leaves
12) Intro – Tonmo
13) Javana – Tonmo
14) Spirit – Delorean
15) Us – Movement
16) Distant Relative Salute – White Denim
17) Count Contessa – Azealia Banks
18) You For Me – Frankie Rose
19) Question Reason – Frankie Rose
20) Nellie – Dr. Dog
Nýtt frá Leaves
Reykvíska hljómsveitin Leaves sendi fyrr í dag frá sér aðra smáskífuna af plötunni See You In The Afterglow sem kemur út á vegum Records Records þann 11. október næstkomandi. Lagið heitir Ocean og er eitt það besta sem við höfum heyrt frá sveitinni frá því að platan Breathe kom út árið 2002.
Straumur 16. september 2013
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Drake, Crystal Stilts, Trentemøller, Haim, Janelle Monáe, Of Montreal, Mazzy Star og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!
Straumur 16. september 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Honey & I – Haim
2) Running If You Call My Name – Haim
3) Campo – Toro Y Moi
4) Parallel Jalebi – Four Tet
5) J.A.W.S – Luxury
6) Black Out Days – Phantogram
7) Over Your Shoulder – Chromeo
8) Too Much – Drake
9) Primetime (ft. Miguel) – Janelle Monáe
10) Still On Fire – Trentemøller
11) River Of Life (ft. Ghost Society) – Trentemøller
12) In The Kingdom – Mazzy Star
13) Sparrow – Mazzy Star
14) Memory Room – Crystal Stilts
15) Nature Noir – Crystal Stilts
16) Farmer’s Daughter – Babyshambles
17) Triumph Of Distegration – Of Montreal
18) Colossus – Of Montreal
19) Swing Lo Magellan – Unknown Mortal Orchestra