Tónleikar helgarinnar

 

Fimmtudagur 24. október 

 

Ultra Mega Technobandið Stefán halda hlustunarpartí fyrir plötuna ! á skemmtistaðnum Harlem. Platan verður spiluð frá klukkan 9-10 á skemmtistaðnum Harlem og mun Thule sjá til þess að allir fái fríar drykkjarveigar á meðan birgðir endast.

Kristján Hrannar og Jakobsson koma fram í Stúdentakjallaranum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn. 

 

Útgáfutónleikar HEK vegna plötunnar Please tease me á Gamla Gauk  kl 22. Um upphitun sjá Gímaldin, Hr.Halli og María Viktoría. Húsið opnar kl 21 og verður nýi diskurinn til sölu á staðnum á sérstöku tilboði. Miðaverð er 1000 kr.

 

 

Föstudagur 25. október

 

Skúli mennski og hljómsveit fagna heimsókn Þorleifs Gauks Davíðssonar til landsins með því að spila bullandi blús og búgítóna á Ob La Di, Frakkastíg 8. Gleðin hefst kl 23:00 og það kostar ekki nema smápeninga inn. Það er að segja þúsund krónur. Ekki missa af Rónablúsnum, Skjálvandi skilvitablúsnum og tregablöndnum Tilvistarspekiblúsnum.

 

The Wicked Strangers, Dorian Gray, RetRoBot og Caterpillar Man koma fram á Bar 11. Húsið opnar klukkan 21:00 og það er ókeypis aðgangur.

 

 

 

Laugardagur 26. október

 

Bresku böndin THE ACTIVATORS og KILL PRETTY spila á Gamla Gauknum ásamt Caterpillar Man, Fivebellies og Dýrðinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

Hljómsveitin Brain Police verða með tónleika á Bar 11 í beinni útsendingu á Rás 2 í þættinum Luftgítar. Útsendingin byrjar klukkan 19:30 og stendur til 22:00. Hægt að fá boðsmiða með því að hlusta á Rás 2.

Airwaves yfirheyrslan: Snorri Helga

Snorri Helgason spilaði á Iceland Airwaves fyrst árið 2006 með hljómsveit sinni Sprengjuhöllinni en síðan þá hefur hann komið fram á hverri einustu hátíð. Snorri gaf nýlega út hina frábæru plötu Autumn Skies en hann mun flytja efni af henni á hátíðinni i ár.

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Ég held að fyrsta og eina skiptið sem ég hafi farið á Airwaves hafi verið 2005 eða 4 þegar það var í Laugardalshöll að mestu leyti. Fatboy Slim og eitthvað sjitt (2002). Svo hef ég spilað á hverri hátíð síðan 2006.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði fyrst á Airwaves 2006 með Sprengjuhöllinni á Grand Rokk. Það var ógeðslega gaman. Þetta voru kannski okkar 7-8 tónleikar eða eitthvað svoleiðis. Við vorum bara nýbyrjaðir og sumir okkar eiginlega nýbyrjaðir að spila á hljóðfærin sín. En við höfðum hjartað á réttum stað og það skilaði sér og það var mega stemmning.


Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

2006-2013. Þetta verður þá mín áttunda.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

FM Belfast á gamla Gauk á Stöng líklega á Airwaves 2007. Djös stemmning.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?

2008 spilaði Sprengjuhöllin á Lúdó sem var í kjallaranum þar sem Bónus er núna á Hallveigarstíg. Þetta var hellað venue og svona frekar mikill fermingarveislufílingur yfir öllu. Það vantaði bara heitu brauðréttina og nokkrar ömmur. Ofan á allt þetta var ég alveg fáránlega veikur þennan dag og spilaði allt giggið eiginlega í algjöru óráði. Í síðasta laginu hneig ég næstum því niður en náði að styðja mig við magnarann minn. Staulaðist heim alveg gjörsamlega búinn á því. En þetta var gott gigg.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin

Bara til hins betra. Allt skipulag og allt utanumhald er orðið miklu miklu betra. Það er bara allt annar fílingur yfir þessu núna en fyrir nokkrum árum. Miklu meira pottþétt og pro og þá er þetta allt saman miklu skemmtilegra.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Á Íslandi er það líklega Græni Hatturinn á Akureyri og Sjóræningjahúsið á Patreksfirði. En ef ég á að velja eitthvað Airwavesvenue þá er það pottþétt Gamla Bíó.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Passið upp á að hvíla ykkur og heilsuna. Í alvöru. Þetta er djös törn og mikið álag á líkamann. Farið í sund og reynið að borða eins vel og getið. Ekki bara pullur og börrar. En auðvitað verðiði að njóta líka. Þetta er gaman.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Yo La Tengo. Ekki spurning.

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?


Mjög mjög mikla. Þetta er algjör vítamínsprauta fyrir senuna alla.

 

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir?

Ég fann útgefanda á Winter Sun á GAS-svæðinu á hátíðinni 2011 sem gaf hana svo út ári seinna. 2012 vorum við bókuð á Eurosonic og fundum synch-agent í LA sem hefur reynst okkur vel. Svo hef ég kynnst fullt af góðu fólki sem hefur hjálpað mér í gegnum tíðina með alls konar smáatriði og tengingar og plöggerí.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

13 stykki árið 2011. Það var assskoti mikið.

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

2012. Hún var bara einhvern veginn svo drullu næs. Þær verða einhvern veginn alltaf betri með hverju árinu. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig þau ætla að toppa sig í ár. Engin pressa samt.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La fökkkings Tengo baby.

 

 

Listasafnið eða Harpa?

Harpa. Alla leið í bankann.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er bara að spila með SnoHe flokknum. Tvisvar on-venue með hljómsveitinni og svo 4 sinnum off-venue. Það er best að fylgjast með okkur á Fésinu: www.facebook.com/helgasonsnorri

 

Ljósmynd: Jónatan Grétarsson. 

Airwaves yfirheyrslan M-band

 

Hörður Már Bjarnason spilaði á 14 tónleikum á sinni fyrstu Airwaves hátíð í fyrra. Hörður kemur fram ásamt verkefni sínu M-Band í ár auk þess að spila á trommur með Nolo og ljá Tonik rödd sína. 

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði fyrst í fyrra með M-Band, Tonik og RetRoBot, en það var líka í fyrsta skipti sem ég fór á Airwaves almennt. Það var allt mjög framandi og skemmtilegt. Orðið “hátíð” lýsir Airwaves mjög vel. Það verður einhver spenna og gleði í loftinu og að fá að taka þátt í þessu öllu saman er mikil gleði og heiður.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Eftirminnilegustu tónleikarnir sem ég hef farið á voru sennilega Doldrums og Dirty Projectors í fyrra. Ég hafði ekkert hlustað á eða kynnt mér þessa artista svo það kom mér sérdeilis á óvart hvað sett þeirra voru ótrúlega flott, teknísk og þétt. Atvik þegar trommari reif bassatrommuskinn á snarbrjáluðu setti. Ben Frost var líka mjög skemmtilegtilegur.

 

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Þeir hafa allir verið eiginlega alveg frábærir og eftirminnilegir. M-Band í Hressingarskálanum var eftirminnilegt útaf því hvað það var mikið af fólki sem komst í þetta tjald sem þar var, og magnað að það sé hægt að hafa útitónleika í svona vondu veðri eins og var þá. Eins með RetRoBot á smekkfullu Dillon, þar var sérlega góð stemning.

 

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Ég er ekki alveg viss. Mér þykir mjög vænt um þá flesta. Þeir eru þó misjafnir eins og þeir eru margir.

 

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Æfa vel, skipuleggja tímann vel, borða og sofa vel og svo bara njóta þess að vera til og spila! Það er kannski ekkert brjálæðislega mikið rokk í þessu en þetta heldur mér að minnsta kosti í elementinu mínu…

 

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Omar Soleyman, Jon Hopkins, Emiliana Torrini og Anna Von Hauswolf. Ég hefði mikið viljað sjá Gold Panda líka en hann skarast við Jon Hopkins.

 

 

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Fjórtán tónleikum. Ég spila að öllum líkindum á fjórtán tónleikum í ár líka.

 

 

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Bara bæði betra..

 

Listasafnið eða Harpa?

Mér finnst báðir staðir mjög flottir. Það er þó töluvert betra hljóð í Hörpunni auk þess sem hún er fínn staður fyrir gott chill á milli tónleika. Í vonda veðrinu í fyrra var bara mest næs að vera í Hörpunni og rölta á milli sala.

 

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Í ár spila ég með M-Band, Nolo og Tonik. M-Band verður á Harlem á föstudagskvöldinu, Tonik á Harlem á miðvikudagskvöldinu sem og Nolo en Nolo verður svo aftur í Listasafninu á laugardagskvöldinu.

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Fyrsta breiðskífa M-Band er að koma út! Fylgist með!

300 ára selló fylgir Lanegan

 

Evróputónleikaferð hins goðsagnakennda Mark Lanegan og gesta hans hófst í Vínarborg í Austurríki um síðustu helgi en eins og kunnugt er endar tónleikaferðin hér á landi með tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 30.nóvember og 1.desember nk. Tónleikaferðin fylgir eftir ábreiðuplötunni Imitations sem út kom þann 17.september sl.

Auk Mark Lanegan mun hinn breski Duke Garwood, sem sendi frá sér plötuna Black Pudding fyrr á árinu ásamt Lanegan koma fram en einnig mun belgíski tónlistarmaðurinn Lyenn leika listir sínar.

Von er á enn fleiri gestum í Fríkirkjuna en það eru Hollendingarnir Sietse Van Gorkom sem leikur á fiðlu og Jonas Pap sem leikur á yfir 300 ára gamalt selló. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir báðir verið iðnir við sígilda tónlist og popp/rokk tónlist í Evrópu um árabil. Bandaríski gítarleikarinn Jeff Fielder frá Seattle bindur þetta svo allt vel saman.

Miðar á fyrri tónleikana eru uppseldir en enn eru til miðar á aukatónleikana 1.desember nk. Miðasala fer fram á midi.is Hér er vægast sagt um að ræða eina risastóra og safaríka veislu á heimsmælikvarða í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Airwaves Straumur 21. október 2013

Í Straumi næstu tvö mánudagskvöld munum við fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár. Í þáttunum kíkjum við á nokkra af þeim erlendu listamönnum sem koma fram á hátíðinni auk þess sem við tökum nokkra þeirra tali. Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Airwaves Straumur 21. október 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Computer World – Kraftwerk
2) Your Drums, Your Love – AlunaGeorge
3) Attracting Flies – AlunaGeorge
4) You – Gold Panda
5) Feeling Special – Mykki Blanco
6) One Second Of Love – Nite Jewel
7) Warni Warni – Omar Souleyman
8) What Love – Jagwar Ma
9) She Will – Savages
10) Son The Father – Fucked Up
11) Ghosts – On An On
12) Pilgrim – MØ
13) XXX 88 – MØ
14) Mountains Crave – Anna Von Hausswolff
15) Can’t Get My Mind Off You – Sean Nicholas Savage
16) More Than I Love Myself – Sean Nicholas Savage

Airwaves yfirheyrslan – Helgi Gang Related

Helgi Pétur Hannesson trommari hefur spilað með hinum ýmsu hljómsveitum á Iceland Airwaves frá árinu 2003. Í ár spilar Helgi með Gang Related og Þóri Georg. Við ræddum við Helga um reynslu hans af hátíðinni.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði fyrst árið 2003 með hljómsveitinni Dáðadrengir, það var alveg ótrúlega gaman. Ég hafði aldrei farið áður, nema bara á staka tónleika, þannig að þetta var allt saman mjög nýtt og spennandi og maður var mjög þakklátur og spenntur fyrir að fá að spila. En ég man satt að segja eftir fáu sem ég sá það árið eða hvernig tónleikar okkar dáðadrengja tókust

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað? 

Ég er búinn að spila á öllum hátíðum síðan þá, þannig að þetta verður mín ellefta í ár


Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Tv on the radio á gauknum, 2003 líklega, það eru ennþá eftirminnilegustu og bestu tónleikar sem ég hef séð á airwaves. !!! voru líka veeel trylltir

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Lokatónleikar dáðadrengja á gauknum 2005. Það var mjög skrítið allt saman


Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir hvernig hátíðin hefur breyst, aðal breytingin hefur líklega átt sér stað hjá mér sjálfum. Ég er orðinn eldri, latari og leiðinlegri og er eiginlega hættur að setja á mig pressu um að þurfa að sjá allt það sem mig langar til að sjá (nema í ár!). Ef það er löng röð á stað sem mig langar á þá fer ég yfirleitt bara á aðra staði og tjekka á random böndum. Það er alltaf næs að detta inn á einhverja góða hljómsveit sem maður hefur aldrei heyrt í áður. En auðvitað lætur maður sig hafa það að tjilla í röð fyrir einhverja snilld

 

 

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Grand Rokk/Faktorý var alltaf í miklu uppáhaldi

 

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Dirty Projectors

 

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent? 

Það er alveg ótrúlega mikið að góðum böndum/tónlistarmönnum í ár. Ég er spenntastur fyrir Fucked up, Mac DeMarco, Metz og Goat

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

 

Frekar mikla held ég. Airwaves er í rauninni svona árleg vítamínsprauta fyrir hljómsveitir, þeas þær hljómsveitir sem spila á hátíðinni

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Í fyrra spilaði ég 8 eða 9 sinnum, það er mitt persónulega met. Met sem ég hyggst ekki slá neitt á næstunni

 

Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

2003 og eflaust 2013

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Kraftwerk

 

Listasafnið eða Harpa?

Listasafnið

 

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

GANG RELATED: Gaukurinn, föst, kl 20.  / Amsterdam, sun, kl 21 / Bar11, fim, kl 18:30 (off-venue)

ÞÓRIR GEORG: Amsterdam, fim, kl 22:30.

MORÐINGJARNIR: bar11, lau, kl 16:30 (off-venue)

 

 

 

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

*písmerki*

Straumur 14. október

Í Straumi í kvöld fáum við hljómsveitina Ojba Rasta í heimsókn til að kynna sína aðra plötu sem kemur út seinna í þessum mánuði. VIð kíkjum einnig á nýtt efni frá Cults, Albert Hammond Jr. Mutual Benefit, Gems, Star Slinger og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

Straumur 14. október by Straumur on Mixcloud

 

1) I Can Hardly Make You Mine – Cults
2) Ég veit ég vona – Ojba Rasta
3) Skot í myrkri – Ojba Rasta
4) Faðir og bróðir – Ojba Rasta
5) Draumadós – Ojba Rasta
6) Always Forever – Cults
7) So Far – Cults
8) Spilling Lines – Poliça
9) Matty – Poliça
10) Change (The Chainsmokers Hot & Steamy Edit) – BANKS
11) Free – Star Slinger
12) Medusa – Gems
13) Rude Customer – Albert Hammond Jr.
14) Advanced Falconry – Mutual Benefit
15) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

Airwaves yfirheyrslan – Jóhann Kristinsson

Tónlistarmaðurinn Jóhann Kristinsson gaf út sína þriðju plötu Headphones nýlega en hann mun koma fram á Iceland Airwaves í nóvember og spila lög af henni. Í Airwaves yfirheyrslu dagsins tókum við Jóhann tali.  

 

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?

Árið 2011 spilaði ég á Airwaves í hljómsveitinni hjá Jóni Þór.

 

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

Einni on-venue en kannski þremur off-venue.

 

 

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst eins og stærri nöfn séu að bætast við listann og meira og meira af útlendingum sem sækja hátíðina. Leiðinlegt að missa staði eins og Nasa og Faktorý en rosalega jákvætt og skemmtilegt að fá Hörpuna inn í þetta dæmi.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Kaldalón, Þjóðleikhúskjallarinn og auðvitað Eldborg.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Patrick Watson í Þjóðleikhúskjallaranum árið 2006. Það voru magnaðir og dáleiðandi tónleikar.

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Ég sá dálítið eftir því að hafa misst af Beach House.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Reyna að spila nóg off-venue en passa sig samt á því að keyra sig ekki út. Þá er ekkert gaman að spila lengur.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Yo La Tengo/Skúli Sverrisson


Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif í för með sér. Bæði vegna þess að hingað kemur allskonar bransalið en líka bara vegna þess að listamenn æfa sig svo vel og mikið fyrir hana. Airwaves er metnaðarsprauta fyrir tónlistarlífið.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

Ekkert gríðarlega oft. Fjórum sinnum eða eitthvað svoleiðis.

 

Listasafnið eða Harpa?

Harpa

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér? 

Ég er að spila á off-venue tónleikum á Skuggabar á fimmtudagskvöldinu kl.18.30 og on-venue kvöldið eftir í Iðnó kl.20.00. Ég er bara í einni hljómsveit sem heitir eftir mér sjálfum (sólóstöff).

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 10. október

Hljómsveitin Oyama snýr aftur til leiks eftir langan sumardvala með  tónleikum á Gamla Gauknum ásamt  Pétri Ben og Mammút. Staðurinn opnar kl. 21:00 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 22:00. Það kostar 1000 kr inn. 

Japam og Good Moon Deer koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn

Hljómsveitin Eva heldur ókeypis tónleika á Stúdentakjallaranum sem hefjast klukkan 20:00

 

Föstudagur 11. október

 

Leaves verða með hlustunarteiti á Boston fyrir plötuna “See you in the Afterglow” sem kemur út sama dag. Teitið hefst klukkan 20:00. 

Einar Lövdahl blæs til útgáfutónleika í Tjarnarbíó þar sem öll lög plötunnar “Tímar án ráða” verða flutt. Húsið opnar kl. 20:30

Tónleikar hefjast kl. 21:30 Upphitun verður í höndum tónlistarmannsins Auðuns. Miðaverð er 1.500 kr. en hægt verður að kaupa miða og geisladisk á 2.500 kr.

Mánaðarlegur reggae/dub/dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Kofanum. RVK Soundsystem (Gnúsi Yones, DJ Elvar, DJ Kári, Arnljótur, Teitur, Kalli Youze) Það er frítt inn og fjörið hefst um 22:00.

Gítarhetjan Steve Vai spilar á tónleikum í Silfurbergi Hörpu. Miðaverð er 8990 og hefjast tónleikarnir á slaginu 22:00.

 

Laugardagur 12. október

Hljómsveitirnar Morning After Youth og Þausk koma fram á mánaðarlegu jaðarkvöldi á Kaffi Hressó. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er frítt inn.

 

 

Airwaves yfirheyrslan – Úlfur Oyama

Tónlistarmanninum Úlfi Alexander Einarssyni er margt til lista lagt. Auk þess að spila á gítar í hinni margmennu hljómsveit Útidúr þá þenur hann einnig raddbönd og spilar á gítar fyrir hljómsveit sína Oyama. Úlfur hefur spilað á Iceland Airwaves frá árinu 2008 og mun koma fram með Útidúr og Oyama á hátíðinni í ár.

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves? 

Ég spilaði í fyrsta skipti á Airwaves árið 2008. Þá spilaði ég á Hressó með hljómsveitunum Fist Fokkers og Swords of Chaos. Það var geggjað. Ég man að mér leið eins og ég væri algjör rokkstjarna að vera að spila á Airwaves.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Final Fantasy 2008 og Dirty Projectors 2012.

 

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Á Nasa með tveggjamanna pönk bandinu mínu Fist Fokkers árið 2010. Okkur fannst bara svo súrt og geðveikt að vera bara eitthvað tveir að rokka jafn stórum stað og Nasa. Já og líka Fist Fokkers á Amsterdam 2011! Þar tókum 5 cover lög í bland við lögin okkar. Staðurinn alveg pakkaður og við fórum yfir tímann okkar og það átti að slökkva á okkur áður en við gætum tekið seinasta lagið okkar en áhorfendurnir voru alveg brjálaðir og ég hljóp baksvið og fann norska bandið sem var að spila á eftir okkur og fékk leyfi frá þeim til að spila lengur og já. Það var bara geðveik stemning á þeim tónleikum, allir trylltir.


 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Mér finnst hún bara alltaf næs. Alltaf misstór útlensk bönd að spila, en það skiptir ekki máli. Hátíðin er alltaf skemmtileg.

 

Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?

Daníel Bjarnason í Eldborg þegar hann var nýbúinn að gefa út Processions.

 

Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Spila líka á off-venue tónleikum! Þeir geta verið alveg jafn mikilvægir og on-venue tónleikarnir.  Leggja líka  metnað í það sem þú ert að gera! Þúst. KOMA SVO! HALLÓÓÓÓ!!!

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Mér finnst Mac Demarco og Anna von Haussvolff rosa skemmtileg. Síðan er Dj. Flugvél og Geimskip að fara gefa út nýja plötu og ég hlakka rosa mikið til að tékka á því. Tónleikar með Dj. F & G eru alltaf næs.

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Airwaves heldur rosa miklu lífi í íslensku tónlistarsenunni. Líka góður stökkpallur fyrir íslensk bönd.

 

Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig og þína hljómsveit/hljómsveitir? 

Airwaves hefur hjálpað þeim hljómsveitum sem ég er í alveg gríðarlega. Við erum að fá erlenda fjölmiðlaumfjöllun sem við hefðum annars ekki verið að fá og höfum myndað sambönd sem hafa gert það að verkum að við höfum farið að spila útum allan heim. T.d. þá fór hljómsveit sem ég er í, Útudúr, í mánaðarlangt tónleikaferðalag yfir allt Kanada í fyrra með kanadíska bandinu Brasstronaut af því að við kynntumst söngvaranum þegar þeir voru að spila hérna og héldum síðan góðu sambandi eftir það.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?

2010 spilaði ég 11 tónleika með 3 mismunandi hljómsveitum.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Kraftwerk. (en þúst ég elska líka Yo La Tengo)

 

Listasafnið eða Harpa?

Mmm.. Listasafnið af því að ég á fleirri góðar minningar þaðan.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Ég er að spila með Oyama og Útidúr.

https://facebook.com/oyamaband

https://facebook.com/utidurofficial