Ástarsöngur sem varð að mat

Flestir kannast við lagið Ue o muite arukou eða Sukiyaki frá árinu 1961. Lagið hefur ósjaldan heyrst í kvikmyndum og sjónvarspsþáttum.


Margir í dag vita hins vegar ekki hver röddin á bak við þetta einstaka lag er.


Söngvarinn Kyu Sakamoto fæddist þann 10. desember   1941 í borginni Kawasaki í Japan. Hann var yngstur níu systkina og fékk nafnið Kyu sem þýðir níu. Hann hóf tónlistarferil sinn sem söngvari japönsku hljómsveitarinnar The Drifters árið 1958 og náði fljótlega miklum vinsældum í heimalandi sínu. Lagið Ue o Muite Arukou varð strax mjög vinsælt þegar það kom út í Japan árið 1961 sem varð til þess að Captol records vildu ólmir gefa það út í Bandaríkjunum. Titill lagsins þótti ekki nógu þjáll og lagið var endurskýrt þegar það kom út þar í landi árið 1963 eftir vinsælasta japanska réttinum  á þeim tíma Sukiyaki. Japanski titill lagsins þýðir: “Ég horfi upp meðan ég geng” og vísar til þess í textanum að horfa til himins til að tárin falli ekki til jarðar. Ástæðan er ástarsorg en kemur mat ekkert við. Vinsældir lagsins urðu strax miklar í Bandaríkjum og lagið náði að komast í fyrsta sæti vinsældalistans þar í landi.  Ue o Muite Arukou er eina  lagið sem  náð hefur vinsældum á vesturlöndum sem sungið er á japönsku. Lagið er eitt mest selda lag allra tíma. Ábreiður af laginu hafa verið gerðar á hinum ýmsu tungumálum:


Hér er það sungið á sjö mismunandi tungumálum.

 

Þegar Kyu kom til Bandríkjanna árið 1963kom hann fram í Steve Allen show og var kynntur þar sem hinn japanski Elvis.


Kyu Sakomoto lést í einu mannskæðasta flugslysi sögunnar þann 12. Ágúst 1985. 521 manns létust þegar að flugvél brotlenti nálægt Tokyo Í Japan. Vélin var í lausu lofti í 20 mínútur áður en hún hrapaði og náði Kyu að skrifa niður sína hinstu kveðju til konu sinnar rétt áður en hann lést.

      1. Ue O Muite Arukou (Stereo)

Óli Dóri 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *