Nýtt frá Stephen Malkmus

Pavement söngvarinn Stephen Malkmus tilkynnti fyrr í dag um útgáfu á nýrri plötu með hljómsveit sinni Stephen Malkmus & the Jicks. Platan heitir Wig Out at Jagbags og fylgir á eftir hinni frábæru plötu Mirror Traffic sem var í 7. sæti á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011. Hljómsveitin sendi jafnframt frá sér myndband við fyrsta lagið til að heyrast af plötunni sem nefnist Lariat.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *