Miami Horror með nýja afurð

Áströlsku diskó drengirnir úr Miami Horror hafa sent frá sér lagið „Coulors In The Sky“. Þetta er annar smellurinn sem bandið sendir frá sér á stuttum tíma en lagið „Real Slow“ kom út fyrir um tveimur mánuðum síðan. „Coulors In The Sky“ byggist á töluvert hægara tempói en venjan er þegar Miami Horror á í  hlut. Samt sem áður gleðilegt lag með björtum og sumarlegum syntha tónum. Það vantar þó eitthvað uppá og lagið verður heldur flatt þegar líður á og spurning hvort það þurfi ekki aðeins að spýta í lófana ef næsta plata á að vera eitthvað í líkingu við frumburðinn „Illumination“.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *