Sunnudaginn 24. ágúst mun hjartaknúsarinn, söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake spila á tónleikum í Kórnum í Kópavogi. Miðasala hefst á tónleikana 6. mars klukkan 10:00 á midi.is. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Timberlake kemur til landsins.
Author: olidori
Straumur 17. febrúar 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá St. Vincent og Metronomy. Auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Little Dragon, Tourist, Todd Osborn og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) Prince Johnny – St. Vincent
2) Regret – St. Vincent
3) Severed Crossed Fingers – St. Vincent
4) Klapp Klapp – Little Dragon
5) Michigan Dream – Todd Osborn
6) 5thep – Todd Osborn
7) Birhday Song – Frankie Cosmos
8) Monstrous – Metronomy
9) The Upsetter – Metronomy
10) Boy Racers – Metronomy
11) Reservoir – Metronomy
12) Tetrahydrofolic Acid – Fujiya & Miyagi
13) I Can’t Keep Up (ft. Will Heard) – Tourist
14) Drunk In Love (Beyoncé cover) – The Weeknd
Tónleikahelgin 12.-16. febrúar 2014
Miðvikudagur 12. febrúar
KEX Hostel býður upp á tónleika með hljómsveitinni Sykur og tónlistarkonunni Cell7. Tónleikarnir fara fram á Sæmundi í sparifötunum, veitingastað hostelsins og hefjast kl. 20:30. Hljómsveitin Sykur mun nota tækifærið og frumflytja nokkur ný lög og Cell7 mun flytja lög af breiðskífunni CellF.
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar á Slippbarnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Fimmtudagur 13. febrúar
Sónar Reykjavík hefst þetta kvöld og m.a þeirra sem koma fram eru Rycuichi Sakamoto & TaylorDeupree, GusGus, Good Moon Dear, Tonic, Introbeats, Hermigervil ásamt mörgum öðrum. Hér má sjá dagskrána.
Tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson er fer fyrir hljómsveitinni RIF. Spilar lög af væntanlægri plötu sveitarinnar á Hlemmur square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og það er frítt inn.
Mikeal Máni Ásmundsson & Anna Gréta Sigurðardóttir koma fram í Mengi. Það kostar 2000 krónur inn og hefjast tónleikarnir 21:00.
Föstudagur 14. febrúar
Sónar Reykjavík heldur áfram. Tónleikar m.a frá Bonobo, Paul Kalkbrenner, Starwalker, Kiasmos, When Saint Go Machine, Jon Hopkins og mörgum öðrum. Hér má sjá dagskrána.
Hljómsveitirnar Skepna og Strigaskór nr.42 halda tónleika á Dillon. Kvöldið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Ólafur Björn Ólafsson sem hefur starfað með ýmsum hljómsveitum og listamönnum síðustu ár s.s. Yukatan, Kanada, Stórsveit Nix Noltes, Jónsa og nú síðast með Sigur Rós á tónleikaferðalagi þeirra um heiminn mun troða upp í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00
Laugardagur 15. febrúar
Síðasti dagur Sónar Reykjavík, tónleikar og dj-sett með Daphni, Major Lazer, Fm Belfast, Sísý Ey, Hjaltalín, James Holden, Trentemöller, Evian Christ, Sykur, Ojba Rasta, Low Roar og mörgum öðrum. Hér má sjá dagskrána.
Páll Ivan frá Eiðum sem hefur komið víða við í hljóð og sjónlistum mun halda tónleika í Mengi. í þetta sinn verður lögð höfuð áhersla á hljóðið því að á tónleikum Páls Ivans verður ekkert að sjá heldur verður dregið fyrir þannig að áhorfendur neyðast til að verða áheyrendur að miklu sjónarspili. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00
Sunnudagur 16. febrúar
Hin goðsagnakennda rafsveit The Zuckakis Mondeyano Projcet snýr aftur til að spila eitt gigg á Palóma áður en meðlimir hljómsveitarinnar halda aftur til Danmerkur og Japan. Upphitun mun vera í höndum DJ Kocoon, viðburðurinn byrjar á slaginu 20:00 en tónleikarnir 21:00.
Straumur 10. febrúar 2014
Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá SBTRKT, Helix & Hrdvsion, Mas Ysa, Moon Boots, KELELA og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 10. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Gmail – Helix & Hrdvsion
2) Hold The Line – SBTRKT
3) Delorean Dynamite – Todd Terje
4) Shame – Mas Ysa
5) A Long Walk Home For Parted Lovers (Wild Nothing remix) – Yumi Zouma
6) C.Y.S. – Moon Boots
7) To Loose – Oceaán
8) The High – KELELA
9) Rewired – Thoughts – Guðlaugur
10) Little Fang – Avey Tare
11) The Moon Song (ft. Ezra Koenig) – Karen O
12) Sing To Me (ft. Karen O) – Walter Martin
Massive Attack í laugardalnum í sumar
Breska rafsveitin Massive Attack verður aðalatriðið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardal 20.-22.júní í sumar. Hljómsveitirnar Múm, Mammút, Solaris og Sisí Ey munu einnig koma fram.
Straumur 3. febrúar 2014
Í Straumi í kvöld fáum við hljómsveitina Just Another Snake Cult í heimsókn, kíkjum á væntanlegar plötur frá Beck og Broken Bells og heyrum nýtt efni frá A-Track, Work Drugs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Straumur 3. febrúar 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Aerosol Can (ft. Pharell) – Major Lazer
2) Perfect World – Broken Bells
3) Medicine – Broken Bells
4) Humphrey – A-Trak & Cam’ron
5) There Is No Other Time – Klaxons
6) Morning – Beck
7) Unforgiven – Beck
8) Blackbird Chain – Beck
9) Cupid Makes a Fool of Me – Just Another Snake Cult
10) Way Over Yonder in The Minor Key – Just Another Snake Cult
11) Beneath the Black and Purple – Morgan Delt
12) Whorehouse – ceo
13) The Good In Goodbye – Work Drugs
14) Domino – Gardens & Villa
15) Pray For Newtown – Sun Kil Moon
16) Carissa – Sun Kil Moon
Major Lazer senda frá sér nýtt lag ásamt Pharrell
Hið magnaða verkefni Diplo Major Lazer, sem verður á Sónar hér á landi í næsta mánuði sendir frá sér ep plötuna Apocalypse Soon á næstunni. Lazerinn gaf í dag út fyrsta lagið af plötunni, hið stórgóða Aerosol Can þar sem tónlistarmaðurinn Pharrell Williams leikur stórt hlutverk. Pharrell rappar í laginu yfir minimalískan takt Diplo og útkoman er ansi skemmtileg.
Tónleikahelgin 30. jan – 1. feb
Fimmtudagur 30. janúar
Rafdúettinn Haust heldur ókeypis tónleika á Kex hostel sem hefjast klukkan 19:00.
Two Toucans, DJ Flugvél og Geimskip og CELL7 koma fram á Kex Hostel í tilefni af útgáfu fyrsta tölublaðs Neptúns. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:00 og er frítt inn.
Hljómsveitin Mammút heldur útgáfutónleika fyrir sína þriðju breiðskífu “Komdu til mín svarta systir” í Gamla Bíó. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og kostar miðinn 2900 krónur á midi.is
Söngvaskáldið Myrra Rós kemur fram á ókeypis tónleikum á Hlemmur Square klukkan 20:00.
Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika á Rósenberg ásamt Smára Tarf. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það er frítt inn.
Raftónlistarmennirnir Futuregrapher og Skurken koma fram á Café Ray Liotta (kjallarinn á Celtic Cross). Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Hljómsveitin Urban Lumber heldur tónleika á Dillon ásamt TInnu Katríni. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00
Föstudagur 31. janúar
Rapp, ást og kærleikur á Loft Hostel! Reykjavíkurdætur stíga á stokk með trylltum látum og nýjum spilltum rímum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn.
Hljómsveitin Morgan Kane fagnar nýútkominni EP-plötu sinni, The Way to Survive Anything, með tónleikum á Dillon. Modnine-sveitin Casio Fatso kemur einnig fram en tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Laugardagur 1. febrúar
Úlfur úlfur, Emmsjé Gauti, Larry Brd (Hlynur og Heimir Skyttumeðlimir) og Kött Grá Pjé ætla sjóða saman töfrandi tóna laugardaginn 1. febrúar á Gamla Gauknum. Allur ágóði tónleikanna mun renna óskiptur til Barnaspítala Hringsins en listamenn og aðrir sem að þeim koma gefa vinnu sína. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Jim Black er einn áhrifamesti jazz-trommuleikari okkar tíma. Hann hefur leikið um allan heim með Tim Berne, Uri Cain, Ellery Eskelin, Dave Liebman, Dave Douglas og mörgum fleirum. Hann er íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann margoft leikið hér á landi undanfarin 20 ár. Í þetta sinn leikur hann ásamt Eiríki Orra Ólafsyni á trompet og Hilmari Jenssyni á gítar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Straumur 27. janúar 2014
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Mac Demarco, Tycho, White Hinterland, Metronomy og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!
Straumur 27. janúar 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Pearls – Cashmere Cat
2) Wedding Bells – Cashmere Cat
3) Montana – Tycho
4) Love Letters – Metronomy
5) Passing Out Pieces – Mac Demarco
6) Ring The Bell – White Hinterland
7) Kong – The Notwist
8) I’m Not Part Of Me – Cloud Nothings
9) Coffee – Sylvan Esso
10) You Stressin – Bishop Nehru
11) Snake Bile Wine (Trevino remix) – Simian Moblie Disco
12) Love Sublime (Duke Dumont remix) – Tensnake
13) Too True To Be Good – Dum Dum Girls
14) Trouble Is My Name – Dum Dum Girls
15) Skyldekki heimur – Gímaldin
16) Jokerman – Built To Spill
Straumur 20. janúar 2014
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Real Estate, Charli xcx, Cashmere Cat, Yumi Zouma og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!
Straumur 20. janúar 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Talking Backwards – Real Estate
2) The Brae – Yumi Zouma
3) Riquelme – Yumi Zouma
4) With Me (Spazzkid remix) – Cashmere Cat
5) Worl D Of Joy – Howler
6) Worms – Youth Lagoon
7) Everyday Robots – Damon Albarn
8) Blue Moon – Beck
9) Allergic To Love – Charli XCX
10) Keep It Healthy – Warpaint
11) Biggy – Warpaint
12) Old Time Glory – Keep Shelly In Athens
13) Let’s Dance – Sea Change
14) Danger – FaltyDL
15) Good Sex – Kevin Drew