Straumur 29. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Thundercat, Hazel English, Pascal Pinon, TSS, The Radio Dept og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Bus In The Streets – Thundercats
2) Ain’t Got Nothing – TSS
3) It’s All Round – TSS
4) Tell Me Something – TSS
5) I’m Fine – Hazel English
6) War Ready – Vince Staples
7) Loco (ft. Kilo Kish) – Vince Staples
8) Tala um – GKR
9) Mainstream Belief – Grant
10) Skammdegi – Pascal Pinon
11) Spider Light – Pascal Pinon
12) Does It Feel Good (To Say Goodbye) – Car Seat Headrest
13) Happiness – Trails And Ways
14) Car (water version) – Porches
15) Black Dress – Porches
16) We Got Game – The Radio Dept.
17) This Thing Was Bound To Happen – The Radio Dept.

Tónleikar helgarinnar 25. – 27. ágúst

Fimmtudagur 25. ágúst

Grísalappalísa og Kött Grá Pje spila á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 2000 kr inn.

Lotus Fucker, Dauðyflin, Roht og Beinbrot koma fram á Dillon. Fjörið hefst klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Gunnar Jónsson Collider verður með ambient set á Hlemmi Square klukkan 21:00. Það er frítt inn.

Föstudagur 26. ágúst

Hljómsveitin Milkywhale heldur tónleika á skemmtistaðnum Húrra frá klukkan 23:00. Strax á eftir munu meðlimir FM Belfast sjá um að dj-a.

Laugardagur 27. ágúst

Frank Murder kemur fram í Lucky Records klukkan 12:00

Júníus Meyvant heldur veglega útgáfutónleika í Háskólabíói ásamt strengja- og blástursveit í tilefni af útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar „Floating Harmonies“. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og að kostar 4990 kr.

Skaði – Mighty Bear – Hemúllinn og Sprezzatura koma fram á Gauknum! Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 23:00.

Gímaldin flytur serialverkið Kinly Related Metal Reggaes á Dillon. Þetta er í fyrsta sinn sem öll brotin 4 eru flutt saman á einum tónleikum og í einu rými. Blóðlegur fróðleikur verður til sölu á sérstöku afsprengdu verði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Sunnudagur 28. ágúst

Rokkhátíð Æskunnar er haldin í fyrsta skiptið á KEX Hostel. Dagskrá hátíðarinnar er samansett af lifandi tónlistaratriðum í bland við gagnvirka fræðslu og vinnusmiðjur þar sem krakkar fá að fikta í hljóðfærum sem búin eru til úr ávöxtum, smíða sinn eigin míkrófón, gera barmmerki, grúska raftónlist og fleira. Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Hildur, RuGl, Hasar Basar, Meistarar Dauðans, Hush Hush og fleiri í bókahorninu á KEX Hostel og í Gym & Tonic verða Stelpur Rokka, Futuregrapher, Skema, Jónsson & LeMacks, Mussila og fleiri með fræðslu og smiðjur. Dagskráin hefst klukkan 13:00.

Glimpse Of Everything frá TSS

Jón Lorange, annar helmingur lo-fi dúettsins Nolo, var að senda frá sér nýja plötu undir listamannsnafninu The Suburban Spaceman (TSS). Platan heitir Glimpse Of Everything og inniheldur tólf lágstemmdar poppsmíðar í lo-fi hljóðheimi og rennur einstaklega ljúft í gegn.

Straumur 22. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um tvær nýjar plötur frá Frank Ocean sem komu út um helgina, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Anda, M.I.A, Earl Sweatshirt, LVL UP, Factory Floor og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Nights – Frank Ocean
2) Nikes – Frank Ocean
3) Pink + White – Frank Ocean
4) Rushes – Frank Ocean
5) Device Control – Wolfgang Tillmans
6) Eltingaleikur – Andi
7) Bird Song (Diplo remix) – M.I.A
8) Balance (ft. Knxwledge) – Earl Sweatshirt
9) Wave – Factory Floor
10) Never Lonely – Space Mountain
11) Hidden Driver – LVL UP
12) Radiator Face – Luxury Death
13) Place Your Bets – Knife Fights
14) Rivers – The Tallest Man On Earth

EP frá Knife Fights

Reykvíska indie-rokk hljómsveitin Knife Fights var að senda frá sér EP plötu sem nefnist I Am Neither A Whole Or A Half Man. Knife Fights inniheldur þá Sigurð Angantýsson (söngur, gítar, synthi og bassi) og Helga Pétur Hannesson sem spilar á trommur. Hörku lagasmíðar í skemmtilega tilraunakenndum hljóðheim. Hlustið hér fyrir neðan.

Straumur 15. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Jeff The Brotherhood, St. Vincent, Human Machine og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Habit – Jeff The Brotherhood
2) Idiot – Jeff The Brotherhood
3) Ox – Jeff The Brotherhood
4) Something On You Mind – St. Vincent
5) Residual Tingles – The Gaslamp Killer
6) Wow (GUAU! Mexican Institute of Sound Remix) – Beck
7) Diskó Snjór (Just Another Snake Cult remix) – Boogie Trouble
8) She’ll Kill You – Kyle Dixon & Michael Stein
9) Mule – Human Machine
10) Find the words – Jamie Isaac
11) I Knew You – Seeing Hands
12) A Gun Appears – Morgan Delt
13) Seven Words – Weyes Blood
14) City Lights – White Stripes

Moritz Von Oswald spilar á Nasa

Moritz Von Oswald spilar á Nasa laugardaginn 24.september en það er Thule records sem flytur hann inn. Moritz Von Oswald er lifandi goðsögn sem hefur skapað sér nafn sem einn allra stærsti áhrifavaldur Technosins. Undir nafninu Maurizio telst hann ábyrgur fyrir minimal stefnunni sem hefur verið áberandi í danstónlist undanfarin ár. Ásamt því hefur hann þróað og leitt áfram “Deep Techno”, síðan í byrjun 10.áratugarins undir nafninu Basic Channel ásamt Mark Ernestus. Hann er einning höfundur “Dubtechno” geirans undir nafninu Rhythm of Sound. Moritz Von Oswald á mikið af aðdáendum hér á landi og hefur haft ómæld áhrif á tónlistarmenn útum allan heim, og þar á meðal íslendinga sem tóku tónlist hans eins og nýjum framandi boðskap. Tónlist Moritz er fjölbreytt og í dag er hann enn að fara ótroðnar slóðir og kanna takmörk jazz, techno, dub-reggae og klassískrar tónlistar undir nafinu Moritz Von Oswald Trio. Hann er sjálfur sprenglærður tónlistarmaður, fæddur í Hamburg í Þýskalandi. Áhersla hans í því námi var á rythma og ýmis ásláttarhljóðfæri. Hann átti einnig stutta viðkomu í New Wave poppi áður en ferill hans færðist alfarið yfir í raf- og danstónlist. Mikill vinskapur og náið samstarf myndaðist milli Moritz og Juan Atkins ásamt Carl Craig þegar hann flutti til Detroit ,og sér ekki fyrir endann á því samstarfi. Sjaldgæfar endurhljóðblandanir frá Underground Resistance og Jeff Mills fylgdu í kjölfarið. Sterkasta rót Minimal Technosins varð til á þessum tíma með lögum á borð við “Phylips Trak” , “Octagon”, “Domina” og “M 4,5”. Gífurlegur áhugi hans á rótum dub og reggae hefur fært okkur margt af því besta í tilraunakenndri tónlist og hefur hann bæði gaman af því að vinna með söngvurum og sökkva sér djúpt ofan í dubbaðar útgáfur af lögum sínum. Hann ásamt Mark Ernestus er ábyrgur fyrir útgáfum eins og Basic Channel, Mainstreet Records, M series, Rhythm & Sound og Chain Reaction. Sú síðarnefnda var útgáfa sem að skapaði vettvang fyrir tónlistarmenn sem gátu hugsanlega fetað í fótspor Basic Channel. Meðal þeirra tónlistarmanna var Robert Henke en hann er þekktur fyrir að vera einn meðhöfunda tónlistarforritsins ableton live. Mark Ernestus er síðan stofnandi plötubúðarinnar Hard Wax í Berlin. Moritz Von Oswald er einn hugmyndaríkasti frumkvöðull Techno, minimal, dub og deeptechno. Hann hefur tengt saman menningarheima á undraverðan hátt. Þannig hefur samstarf hans við tónlistarmenn með rætur í Karabískri tónlist getið af sér sérstaka kvísl raftónlistar sem kallast Dubtechno.

Straumur 8. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Rival Consoles, Sindra7000, Thee Oh Sees, Angel Olsen, Jerry Folk og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Tónlist fyrir Ála – Sindri7000
2) You Can’t Deny – Jacques Greene
3) Peace (Lone remix) – Kenton Slash Demon
4) Stanley – Jerry Folk
5) Lone – Rival Consoles
6) AMR – B.G. Baaregaard
7) Give It Up – Angel Olsen
8) Not Gonna Kill You – Angel Olsen
9) Heart Shaped Face – Angel Olsen
10) New Song – Warpaint
11) Unwrap the Fiend Pt 2 – Thee Oh Sees
12) Free Lunch – Isaiah Rashad

Tónleikar helgarinnar 4. – 6. ágúst

Fimmtudagur 4. ágúst

Oyama, Teitur Magnússon og Indriði efna til tónleikaveislu á skemmtistaðnum Húrra. Húsið opnar kl. 20. Tónleikar hefjast fljótlega upp úr kl. 21 Aðgangseyrir: 2000 kr.

Pride Off Venue tónleikar á Hlemmur Square – Elín Ey, AnA & Ólafur Daði. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Styrktartónleikar fyrir Róttæka sumarháskólans 2016 fer fram á Gauknum. Fram koma: ÍRiS, Just Another Snake Cult, Grúska Babúska og Dauðyflin. Tónleikarnir hefjast kl 21.00. Miðaverð 1000 kr.

 

Föstudagur 5. ágúst

Hipp-Hopp og rapptónlist á Húrra, fram koma: Alexander Jarl, Þriðja Hæðin, Vivid Brain, Bróðir BIG, Rósi og DJ SickSoul sér um skífuþeytingar. Húsið opnar 21, tónleikar hefjast 22 og kvöldinu lýkur kl 01.

 

Laugardagur 6. ágúst

Söngvarinn Valdimar og DJ Óli Dóri munu spila á útisvæði Kaffitárs við Safnahúsið, Hverfisgötu 15. Dagskrá 13:00 Dj Óli Dóri 15:00 Valdimar Guðmundsson.

Hljómsveitin GlowRVK heldur frumsýngarpartý fyrir nýtt myndband í Gym & Tonic salnum á Kex hostel Hljómsveitin mun koma sjálf fram í partýinu.

Thule records heldur útgáfupartý fyrir plötuna “Downgarden” með Exos og “T1 / T2” með Thor Paloma. EXOS, THOR, COLD, ODINN, NONNIMAL, OCTAL (tbc) og HIDDEN PEOPLE koma fram.