Straumur 8. ágúst 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Rival Consoles, Sindra7000, Thee Oh Sees, Angel Olsen, Jerry Folk og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Tónlist fyrir Ála – Sindri7000
2) You Can’t Deny – Jacques Greene
3) Peace (Lone remix) – Kenton Slash Demon
4) Stanley – Jerry Folk
5) Lone – Rival Consoles
6) AMR – B.G. Baaregaard
7) Give It Up – Angel Olsen
8) Not Gonna Kill You – Angel Olsen
9) Heart Shaped Face – Angel Olsen
10) New Song – Warpaint
11) Unwrap the Fiend Pt 2 – Thee Oh Sees
12) Free Lunch – Isaiah Rashad

Tónlist fyrir kafara

Platan Tónlist fyrir kafara eftir tónlistarmanninn Sindra Frey Steinsson öðru nafni Sindra7000 kemur út á vegum Möller Records í dag. Platan inniheldur 10 lög og er óður til ævintýrakafarans Jaques Cousteu, innblásin af heimildamyndum hans um undirdjúpin og ævintýri hafsins. Sindri Freyr er enginn nýgræðingur í tónlist og er meðlimur í hljómsveitunum Bárujárn og Boogie Trouble. Tónlist fyrir kafara er fyrsta sólóskífa Sindra. Hlusta má á plötuna sem er stórskemmtileg hér fyrir neðan.