Tónlist fyrir kafara

Platan Tónlist fyrir kafara eftir tónlistarmanninn Sindra Frey Steinsson öðru nafni Sindra7000 kemur út á vegum Möller Records í dag. Platan inniheldur 10 lög og er óður til ævintýrakafarans Jaques Cousteu, innblásin af heimildamyndum hans um undirdjúpin og ævintýri hafsins. Sindri Freyr er enginn nýgræðingur í tónlist og er meðlimur í hljómsveitunum Bárujárn og Boogie Trouble. Tónlist fyrir kafara er fyrsta sólóskífa Sindra. Hlusta má á plötuna sem er stórskemmtileg hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *