35 ár frá því að Elvis Presley lést

Í dag eru 35 ár síðan að Elvis Aron Presley, einn sá áhrifamesti ef ekki áhrifamesti tónlistarmaður 20. aldar, lést. Þó að Presley hafi ekki fundið upp rokkið, innleiddi hann það í bandaríska menningu þaðan sem það barst um allan heim. Á sama tíma var í fyrsta skipti að verða til sérstök menning unglinga og áhrif rokksins og Elvis verða seint ofmetin í því samhengi. Presley fæddist 8. janúar 1935 í Tupelo, Mississippifylki í Bandaríkjunum. Hann lést á heimili sínu Graceland í Memphis, Tennessefylki, 16. ágúst 1977, 42 ára að aldri. Síðan hefur meira verið fjallað um hann heldur en nokkurn tímann meðan hann var á lífi. Sú mynd sem fjölmiðlar sýndu af Presley meðan hann lifði er gerólík þeirri ímynd sem fjölmiðlar hafa búið til eftir dauða hans. Ímynd Presley hefur verið afbökuð ósmekklega á síðustu áratugum.  Fyrir neðan má hlusta á útvarpsþátt sem ég gerði um Elvis Presley í heimafylki hans Tennessee í Bandaríkjunum árið 2009.

Leitin af Elvis 1

      1. 1 hluti

Leitin af Elvis 2

      2. 2 hluti

Óli Dóri 

 

 

Japandroids viðtal

Kanadíska hljómsveitin Japandroids spilar á tónleikum á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst. Hljómsveitina skipa þeir Brian King gítar/söngur og David Prowse trommur/söngur. Hljómsveitin sendi frá sér sína fyrstu plötu – Post Nothing  snemma árs 2009 og platan Celebration Rock fylgdi á eftir fyrr í sumar. Báðar hafa þær fengið einróma lof gagnrýnenda auk þess sem tónleikar sveitarinnar þykja einstök upplifun. Við hringdum í Brian og spurðum hann út í tónleikaferðalög, nýju plötuna og hverju íslendingar mega eiga von á tónleikum sveitarinnar hér á landi. Hlustið á það hér fyrir neðan:

Viðtal við Brian King:

      1. Japandroids viðtal

Hljómsveitin Sudden Weather Change mun hita upp fyrir Japandroids en þeir gáfu nýverið út sína aðra breiðskífu, Sculpture.  Það verður því boðið upp á tónleikaveislu á Gamla Gauknum þann 22. ágúst næstkomandi. Miðasala fer fram  hér: http://midi.is/tonleikar/1/7053/

Í næstu viku munum við gefa tvo miða á tónleikana í gegnum facebook síðu Straums, einföld spurning verður lögð fram og sá sem fyrstur er að svara henni mun vinna þessa tvo miða. Þar að auki verða tveir miðar gefnir í útvarpsþætti Straums á X-inu 977 næsta mánudagskvöld milli tíu og tólf. Fyrir neðan má svo sjá fyrsta myndbandið sem hljómsveitin sendir frá sér, er það við lagið House That Heaven Built og var gefið út í gær. Í myndbandinu er fylgst með hljómsveitinni  á tónleikaferðalagi í eina viku, þar sem þeir spila, fara í partí og gera alls kyns vitleysu.

Paper Beat Scissors á Faktorý

Kanadíska einsmannshljómsveitin Paper Beat Scissors heldur tónleika á Faktorý á fimmtudagskvöld. Um er að ræða verkefni tónlistarmannsins Tim Crabtree, sem er Englendingur að uppruna, en hefur verið búsettur í Halifax í Kanada frá árinu 2008. Tónlistinn einkennist af einstakri rödd hans í bland við gítarplokk, blásturshljóðfæri og dáleiðandi lúppur.

Fyrsta plata Paper Beat Scissors, sem er samnefnd, kom út í vor. Við gerð plötunnar naut hann liðsinnis fjölda lykilmanna í kanadísku tónlistarsenunni. Platan er hljóðblönduð af Jeremy Gara úr Arcade Fire og spilar m.a. Sebastian Chow úr Islands á henni.

Tim hitar stuttlega upp á Hemma og Valda miðvikudagskvöldið 15. ágúst, en heldur svo tónleika ásamt Snorra Helgasyni og Boogie Trouble á Faktorý fimmtudagskvöldið 16. ágúst. Miðaverð á tónleikana er 1000 krónur og hefjast þeir klukkan 21:00.

Fyrir neðan má sjá Paper Beat Scissors flytja lag sitt „Rest Your Bones“ undir berum himni, og hér er hægt að hlusta á plötu hans í heild sinni.

Lagalisti Vikunnar – Straumur 214

1. hluti

      1. 1. hluti

2. hluti

      2. 2. hluti

3. hluti

      3. 3. hluti

4. hluti

      4. Straumur 214 #4

1) Blue Meanies – Opossom
2) Chained (Monument remix) – The xx
3) You’re The One (Deadboy remix) – Charli XCX
4) SUCCUBI – Azealia Banks
5) Chemical Legs – Com Truise
6) Graveyard (TRUST remix) – Feist
7) Getaway Tonight – Opossom
8) Girl – Opossom
9) Electric Hawaii – Opossom
10) Why Why – Opossom
11) Cola Elixir – Opossom
12) Outer Space – Opossom
13) Cold Nites – How To Dress Well
14) Cali In A Cup – Woods
15) Size Meets The Sounds – Woods
16) On When You Get Love And Let Go When You Give It – Stars
17) Backlines – Stars
18) The Base – Paul Banks
19) A Form Of Change – Simian Mobile Disco
20) Earthforms – Matthew Dear
21) Rá-ákö-st – Lindström
22) Sleeping In My Car – Moon King
23) BC – Cold Showers
24) So Destroyed – Prince Rama
25) Elizabeth’s Theme – Dirty Beaches
26) Sweet Talk – Jessie Ware

Heimildarmynd um Sudden Weather Change

Á næsta fimmtudag klukkan 22:00 verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildarmynd um íslensku hljómsveitina Sudden Weather Change.  Myndin ber nafnið Ljóðræn Heimildarmynd og er eftir söngvara og gítarleikara sveitarinnar Loga Höskuldsson, sem fylgdist með árángri hljómsveitarinnar eftir að hún vann Björtustu Vonina á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2009. Myndin  inniheldur m.a. innskot frá stuttum evróputúr, upptökum á nýju efni ásamt því að hljómsveitarmeðlimir bregða gjarnir á leik í nokkrum atriðum hennar. Aðgangur að viðburðinn er ókeypis. Eftir sýningu myndarinnar mun hljómsveitin OYAMA troða upp í bíósalnum. Kvöldið er fimmta kvöldið í röð fastakvölda á fimmtudögum í Bíó Paradís, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt úrval tóna og takta, fyrir bíó- og tónleikaþyrsta gesti. Horfið á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan.