Útvarpsþátturinn Straumur á X-inu 977 í umsjón Óla Dóra fagnar á morgun 15 ára afmæli. Þátturinn hóf göngu sína 26. janúar árið 2006 á XFM 91.9. Þátturinn var á dagskrá á þeirri stöð þar til hún lokaði í byrjun árs 2007, þá fluttist þátturinn á Reykjavík FM 101.1 og var þar til 2008 þegar sú stöð lokaði einnig. Það var svo haustið 2009 sem þátturinn byrjaði á X-inu 977 þar sem hann hefur verið á dagskrá síðan. Frá 2006 hafa 570 þættir farið í loftið.
Á þessum 15 árum hefur Straumur sérhæft sig í alhliða tónlistarumfjöllun, fengið í heimsókn helstu tónlistarmenn Íslands auk þess að hafa tekið viðtöl við erlenda tónlistarmenn á borð við Japandroids, Swans, Mac Demarco, Yo La Tengo, Jon Hopkins, !!!, Grizzly Bear, Chromeo, Dan Deacon, Wolf Parade, Klaxons, Franz Ferdinand, Dirty Beaches, Cut Copy, Dirty Projectors og marga fleiri. Þátturinn er á dagskrá á X-inu öll mánudagskvöld frá 22:00 til 23:00.
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Mall Grab og Midnight Sister auk þess sem flutt verða lög frá Teiti Magnússyni, Bicep, Gia Margaret, Ross From Friends, Einar Indra og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00.
1) Yüce Dağ Başında – Altın Gün
2) Sirens – Midnight Sister
3) Song for the Trees – Midnight Sister
4) Líft í Mars – Teitur Magnússon
5) Without You (Tonik Ensemble remix) – Einar Indra
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá L’Impératrice, Inspector Spacetime, R.A.P. Ferreira, Madlip, Vagabon, Sky Ferreira og mörgum fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00.
Fyrsti Straumur ársins 2021 er á dagskrá X-ins 977 klukkan 23:00 í kvöld. Óli Dóri fer yfir nýja tónlist frá Hermigervil, Four Tet, russian.girls, Darkside, Burial og fleirum.
1) Está na Hora – Hermigervill & Villi Neto
2) O Outro Lado – Hermigervill
3) Parallel 2 – Four Tet
4) Parallel 4 – Four Tet
5) The Divine Chord (feat. MGMT, Johnny Marr) – The Avalanches
Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Skoffín, Teiti Magnýssyni, Ella Grill, Trentemøller, Mac DeMarco, The Raveonettes, Andrew Bird, Phoebe Bridgers, Sharon Van Etten og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.
Í Straumi í kvöld verða spiluð ný lög með Com Truise, Bonobo, Totally Enormous Extinct Dinosaur, Daniel Avery, DuCre, JFDR og mörgum fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00.
1) Clipper (Another 5 Years) – Overmono
2) Compress—Fuse – Com Truise
3) False Ascendancy – Com Truise
4) 6000 Ft. – Bonobo, Totally Enormous Extinct Dinosaurs
Straumur snýr aftur á X-ið 977 í kvöld eftir tæpa tveggja mánaða pásu vegna samkomubanns. Stjórnandi þáttarins er sem fyrr Óli Dóri og mun hann fræða hlustendur um allt það nýjasta í heimi tónlistar dagsins í dag á slaginu 23:00.
Í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Lindstrøm & Prins Thomas og Salóme Katrínu auk þess sem flutt verða lög frá Bicep, Tierra Whack, Altin Gun, Cuushe og fleirum.
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur frá Sufjan Stevens, Bullion, Blue Hawaii, Fleet Foxes auk þess sem flutt verða lög frá Bonobo, Totally Enormous Extinct Dinosaurs, Oneohtrix Point Never, Kurt Vile, Yves Jarvis, og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00.
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýja plötu frá Sault auk þess sem spiluð verða ný lög frá Salem, Moses Hightower, Blood Orange, Sufjan Stevens, Domenique Dumont og mörgum öðrum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00.
1) Free – Sault
2) I Just Want to Dance – Sault
3) Little Boy – Sault
4) Þetta Hjarta – Moses Hightower
5) Starfall – Salem
6) CALL ME (Freestyle) – Blood Orange, Park Hye Jin
7) Xxoplex – A.G. Cook
8) Suicide in Texas (Panther Modern Remix) – Automatic