Death Grips For Cutie

Óþekktur tónlistarmaður tók sig til á dögunum og blandaði saman lögum af Exmilitary og NO LOVE DEEP WEB með Death Grips við lög af Transatlanticism og Plans með Death Cab For Cutie. Afraksturinn má heyra hér fyrir neðan. Svona lítur lagalistinn út:

1. Soul Beware Body
2. Guillotine and Registration
3. Takyon Will Possess Your Heart
4. Spread Eagle Cath The Block
5. Lord of the Track (feat. Mexican Girl)
6. Skin Creepin
7. Your Klink
8. I Will Follow You Into The Unknown For It
9. The Sound Settling Thru The Walls
10. I Want Transatlanticism I Need Transatlanticism
11. A Lack Of Culture

Tónleikar helgarinnar

Fyrsta helgi haustsins heilsar okkur með helling af tónleikum og hér verður farið yfir það helsta sem er á boðstólum.

Fimmtudagur 5. september

Rafpopphljómsveitin Sykur kemur fram á Live-kvöldi Funkþáttarins á Boston. Aukahljóðkerfi verður sett upp á staðnum fyrir tónleikana og bjórinn verður á sérstöku Funkþáttartilboði. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir hefjast á slaginu 23:00.

Hljómsveitin múm gefur út plötuna Smilewound föstudaginn 6. september og ætlar af því tilefni að bjóða til hlustunarhófs í GYM & TONIC sal KEX Hostels. Hófið hefst klukkan 20:00 og boðið verður upp á léttar veitingar, hljómplatan leikin í heild sinni, sérstakt forsölutilboð verður á plötunni og nýtt tónlistarmyndband frumsýnt.

Sontag Shogun frá Bandaríkjunum koma fram ásamt Japam á Bravó. Sontag Shogun er tríó frá Brooklyn sem spilar sveimkennda tónlist fyrir píanó og rafhljóð, en hún sækir í nútímaklassík, spunatónlist og ambient í sköpun sinni. Japam er tónlistarverkefni Sigga Odds sem er betur þekktur fyrir grafíska hönnun en hefur þó verið í harðkjarnasveitunum Mínus og Snafu. Í Japam er áherslan þó meira á hljóðgervladrifið popp. Tónleikarnir byrja stundvíslega 22:15 og aðgangseyrir er enginn.

Pink Street Boys og Ofvitarnir blása til rokkveislu á Dillon sem hefst 22:00 og ókeypis er inn.

Benny Crespo’s Gang, Pétur Ben og Vök stíga á stokk á Gamla Gauknum. Dyrnar opnast 21:00, tónleikarnir hefjast 22:00 og 1000 krónur veita aðgang að gleðinni.

Plötsnúðagengið í RVK Soundsystem misstu nýlega höfuðstöðvar sínar á Hemma og Valda og Faktorý en hafa nú fært sig yfir á Dollý. Þeir munu spila reggae, dub og dancehall og skífusnúningurinn hefst klukkan 22:00 og stendur yfir til lokunar og ókeypis er inn.

Föstudagur 6. september

Á undiröldu tónleikaseríu Hörpunnar koma fram Pink Street Boys og Knife Fights. Pink Street Boys var stofnuð á grunni sækadelik sveitarinnar Dandelion Seeds og spila að eigin sögn rokktónlist á sterum, syngja frá hjartanu og spila nógu andskoti hátt. Knife Fights er tríó sem inniheldur meðlimi úr Gang Related og Morðingjunum og eru undir miklum áhrifum frá indítónlist níunda og tíunda áratugarins. Tónleikarnir eru í Kaldalónssal Hörpunnar og hefjast 17:30 en aðgangur er ókeypis.

Nýsálarsveitin Moses Hightower spilar á nýnematónleikum Bláa Kortsins í Stúdentakjallaranum. Gamanið hefst 22:30 og það er fríkeypis inn.

Útvarpsstöðin X-ið stendur fyrir Jack Live kvöldi á Gamla Gauknum en þar koma fram Vintage Caravan, Jan Mayen og Kaleo. Tónleikarnir byrja klukkan 23:00 og það kostar 800 krónur inn.

Jón Þór og Knife Fights leika fyrir dansi og slammi á Bar 11 og munu hefja leik 22:00 en algjörlega ókeypis er inn.

Laugardagur 7. september

Rokktríóið kimono gaf nýverið út stuttskífuna Aquarium sem inniheldur tæplega 20 mínútna langt lag samnefnt plötunni. Í plötubúðinni Luvky Records á laugardeginum munu Kimono leika þetta framsækna lag á klukkutímafresti meðan búðin er opin, fyrsti flutningurinn hefst klukkan 11:00 og sá síðasti klukkan 17:00.

Nýjustu plötu múm streymt

Hljómsveitin múm gerði rétt í þessu sína sjöttu breiðskífu aðgengilega til streymis í gegnum tónlistarvefritið Pitchfork. Plötunnar, sem ber nafnið Smilewound, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún markar endurkomu Gyðu Valtýsdóttur, söngkonu og sellóleikara, sem hætti í sveitinni fyrir meira en áratug síðan. Síðasta hljóðversplata sveitarinnar kom út árið 2009 en í fyrra kom út safnplatan Early Birds með óútgefnu og sjaldgæfu efni frá bandinu. Hlustið á streymið af plötunni á hér.

Cults – “High Road”

 

Indíbandið Cults tilkynnti nýlega útgáfu breiðskífunnar Static sem mun koma út 15. Október. Í kjölfarið fylgdi smáskífan „I Can Hardly Make You Mine“  og hefur sveitin nú deilt laginu „High Road“.
Nýja efnið er myrkrara en áður hefur heyrst frá bandinu, þó ljúft og fylgir vel á eftir sjálftitluðum frumburði Cults sem kom út árið 2011.

Fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Sleigh Bells

Hávaða poppdúóið Sleigh Bells hefur sent frá sér lagið “Bitter Rivals“ ásamt vídeói og er það fyrsta smáskífan sem heyrist af væntanlegri  plötu og jafnframt titillag hennar. Breiðskífan kemur út þann 8. október, verður það þriðja plata sveitarinnar og fylgir á eftir Reign Of Terror sem kom út í fyrra. 10 lög munu verða að finna á plötunni sem Andrew Dawson mixaði en hann er helst þekktur fyrir vinnu sína með Kanye West og Jay-Z. Alexis Krauss söngkona sveitarinnar gefur þessum tveimur spöðum ekkert eftir í laginu“Bitter Rivals“ og spittar sig í gegnum þétt hávaða riff í boði  Derek E. Miller gítarleikara.

Arctic Monkeys – “Stop The World I Wanna Get Off With You”

 

Arctic Monkeys hafa nú þegar sent frá sér þrjár smáskífur af breiðskífunni AM sem kemur út föstudaginn næstkomandi en hljómsveitin hefur nú deilt einu þeirra laga sem stóðst ekki niðurskurðinn á plötuna „Stop The World I Wanna Get Off With You“.
Töluvert léttara er yfir þessu lagi en þeim sem heyrst hafa af AM, þétt gítar riff, pumpandi trommusláttur og beinskeytt textasmíð Alex Turner er þó ekki vanta frekar en fyrri daginn.

alt-j flytja nýtt lag á tónleikum

Ekkert nýtt efni hefur heyrst frá indí rokkurunum í Alt-J frá því þeir gáfu út frumburðinn An Awesome Wave fyrir rúmu ári síðan (fyrir utan kvikmyndatónlist) og margir beðið spenntir síðan. Síðustu helgi fór hljómsveitin á heimaslóðir og koma fram á Reading Festival í Englandi þar sem hún frumflutti nýtt lag sem ber titilinn „Warm Foothills“.
Rólegheit , flautuleikur og þægindi eru í fyrirrúmi í þessu nýja lagi sem gefur góð fyrirheit um nýtt efni frá bandinu sem stefnir í hljóðver í næsta mánuði.

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 29. ágúst

 

Re-pete and the Wolfmachine, Dýrðin og Sindri Eldon and the Way spila á ókeypis tónleikum á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Salter spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

 

Söngvaskáldin Skúli Mennski og Svavar Knútur koma saman á Gamla Gauknum og syngja lögin sín. Húsið opnar kl. 20. Það verður góð blanda af hlýju og gleði og hressileika. Samningaviðræður standa yfir við sérstakan leynigest sem mögulega kæmi og tæki lagið.

 

Snorri Helgason heiðrar gesti Café Flóru með nærveru sinni. Húsið opnar kl 20 og er frítt inn.

 

eclectic electronic music party, # 3 á Harlem. Fram koma Captain Fufanu, Two Step Horror, AMFJ og pál vetika (USA) ásamt Hallfríði Þóru. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Brother Grass með tónleika á Rósenberg tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 30. ágúst

Eitthvað lítið að gerast þennan föstudag?

 

 

Laugardagur 31. ágúst

Of Monsters And Men spila á stórtónleikum við Vífilstaði í Garðabæ

Dagskrá:

17:00 Túnið opnar

18:00 Hide Your Kids

18:30 Moses Hightower

19:30 Mugison

20:40 Of Monsters and Men

22:00 Lok.

 

 

Grúska Babúska – ásamt Cheek Mountain Thief, Caterpillarmen, Low Roar og dj. flugvél og geimskip – heldur tónleika í húsi Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns, á Laugarnestanga 65. Viðburðurinn hefst kl. 17.00 á laugardeginum og stendur fram eftir kvöldi. Grillaðar verða pulsur á staðnum og drykkjarveigar verða í boði á sanngjörnu verði fyrir þyrsta. Hlé verður tekið á dagskránni til að kveikja í brennu um 8 leytið og mun brennan loga fram yfir sólsetur, sem áætlað er kl. 20:47! Dagskráin heldur svo áfram eftir það.

 

Enska rokksveitin Esben & the Witch mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Harlem klukkan 22:00. Um upphitun sjá Good Moon Deer og Stroff. Miðasala fer fram á miða.is og í verslunum Brim. Það kostar 2000 krónur inn og miðar munu einnig fást við hurðina.

 

 

Iceland Airwaves tilkynnir síðustu listamennina sem spila í ár

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag restina af þeim listamönnum og hljómsveitum sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári.

Fucked Up (CA), Jagwar Ma (AU), Ásgeir, Nite Jewel (US), Money (UK), Sykur, Caveman (US), Mikhael Paskalev (NO), Sísý Ey, Gluteus Maximus, Daníel Bjarnason, Pétur ben, Shiny Darkly (DK), Caterpillarmen, Eivör Pálsdóttir (FO), Kira Kira, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Electric Eye (NO), Lára Rúnars, Elín Ey, Nadia Sirota (US), Trust the Lies, Terrordisco, Marius Ziska (FO), Svartidauði, Amaba Dama, Strigaskór Nr 42, Benny Crespo’s Gang, Bárujárn, Byrta (FO), Halleluwah, Loji, Ramses, Cell7, Quadruplos, Subminimal, Thizone, DJ AnDre, Skurken, Jara, Gang Related, Stroff, Vigri, Ragga Gröndal, Árni², Bob Justman, Bellstop, Kaleo, The Mansisters (IS/DK), Dísa, Oculus, Housekell, Úlfur Eldjárn, Fears (IS/UK), FKNHNDSM, Mono Town, Æla, dj. flugvél og geimskip, Hellvar, Jan Mayen, Grúska Babúska, Love & Fog, My Bubba, Myrra Rós, Skelkur í bringu, The Wicked Strangers, Lockerbie, Kippi Kaninus og Skepna!