Streymið nýjustu plötu MGMT

 

Þó sjálftitluð þriðja plata MGMT komi ekki út fyrr en 17. september hefur áhugasömum gefist tækifæri á að hlusta á plötuna í heild sinni í gegnum vefsíðuna www.rdio.com. Til að geta gætt sér á gripnum þarf að gerast notandi af síðunni og klikka sig í gegnum nokkur þrep en það ætti að vera fyrirhafnarinnar virði þegar band á borð við MGMT á í hlut.
Upphaflega átti platan að koma út fyrr í sumar en  sökum þess að meðlmimir voru ekki sáttir við útkomuna ákváðu þeir að fresta henni og fullkomna hljóminn. Til að leggja dóm á plötuna þurfa hlustendur að gefa henni meira en eina hlustun þar sem innihaldið er krefjandi og tilraunakennt efni. Skráðu þig inn og hlustaðu hér.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *