Fyrsta lagið af væntanlegri plötu Phantogram

 

Phantogram hafa ekki gefið út nýtt efni frá því EP-platan Nightlife kom út árið 2011 en síðan þá hefur bandið tekið þátt í samstörfum við ekki ólíkari listamenn en  The Flaming Lips og Big Boy. Dúettinn vinnur að sinni annari plötu þó ekki sé kominn staðfestur útgáfudagur. Fyrsta smáskífan til að heyrast af væntanlegri plötu er „Black Out Days“ og ber lagið nafn með rentu þar sem dimmir og drungalegir raftónar eru einkennandi.

Bleached til Íslands

Systrasveitin Bleached frá Los Angeles mun halda tónleika á Harlem Bar þann 17. október næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og um upphitun  sér íslenska harðkjarnasveitin Muck. Bleached er ein heitasta jaðarsveit Los Angeles í dag og er skipuð systrunum Jennifer og Jessie Clavin. Hljómsveitin spilar hrátt og hátt rokk og ról. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, en hún nefnist Ride Your Heart. Platan hefur fengið góða meðal annars 4/5 í breska tónlistarritinu Mojo. Tónleikar þeirra eru þeir fyrstu í langri tónleikaferð þeirra um alla Evrópu.Miðasala er hafin á midi.is og í verslunum Brim, Laugavegi og Kringlunni. 


Tónleikar helgarinnar

 

Fimmtudagur 12. september

Two Step Horror & Rafsteinn spila á tónleikaröð Boston. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn. 

Líkt og undanfarin ár verður Oktoberfest haldið á svæði Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Fjöldi hljómsveita er nær 20 og er því um sannkallaða tónlistarveislu að ræða. Miðaverð er 5500 kr og fer miðasala fram á midi.is. Tjaldið opnar kl. 19:00:

Einar Lövdahl

Vök

1860

Snorri Helgason

Tilbury

Mammút

Dikta

Kaleo

– Lokar kl. 01:00 –

 

 

Föstudagur 13. september

Haldið verður kvöld með fersku rapp og skoppi með Orðljóti og Lord Pu$$whip á Glaumbar frá 22:00 og það er frítt inn.

 

Októberfest heldur áfram við Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Tjaldið opnar kl. kl. 19:00 og 20:30 hefst búninga-, mottu- og drykkjukeppni

Mummi

Jón Jónsson

Úlfur Úlfur

Frikki Dór

Blaz Roca

Sindri BM

– Lokar kl. 03:00 –

 

Laugardagur 14. september

Mánaðarlegur reggae/dub/dancehall viðburður RVK Soundsystem verður haldinn á Bravó. RVK Soundsystem (Gnúsi Yones, DJ Elvar, DJ Kári, Arnljótur, Teitur, Kalli Youze) Frítt inn og fjörið hefst klukkan 23:00. 

 

Októberfest heldur áfram við Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Tjaldið opnar kl. 21:00

Ojba Rasta

Sykur

FM-Belfast

– Lokar kl. 03:00

Dagskráin á Airwaves tilbúin

 

Það eru aðeins 48 sólahringar í að Iceland Airwaves hátíðin verði flautuð á og orðið tímabært að finna út hvar og hvenær þú vilt vera á meðan veislan stendur yfir. Dagskráin er tilbúinn, uppselt er á hátíðina og þeir sem eiga miða skulu því setjast niður með kaffibolla eða mjólkurglas og rýna gaumgæfilega yfir uppsetninguna.

Dagskrána er að finna hér.

Önnur plata Grouplove aðgengileg

 

Bandraríska stuðsveitin Grouplove gefur út sína aðra breiðskífu Spreading Rumours þann 17. september en hún er nú þegar aðgengileg á veraldarvefnum.  Frumburður bandsins Never Trust A Happy Song kom út árið 2011 og innihélt platan meðal annars lögin „Itchin On A Photograph“, „Colours“ og „Tounge Tied“ sem ætti að svíða í eyrum flestra eftir að Coca Cola misþyrmdi laginu rækilega í auglýsingaherferð.
Spreading Rumours er enginn stökkbreyting frá fyrri plötunni og inniheldur hún pumpandi harðkjarna popp þar sem lög eins og „Ways To Go“, „Hippy Hill“ og Pixies-lega lagið „Raspberry“ standa öðrum framar.

Hlustaðu á Spreading Rumours hér

 

Toro Y Moi – “Campo”

 

Toro Y Moi hefur verið iðinn við kolann á þessu ári og heldur hann áfram sínu striki með útgáfu á smáskífunni „Campo“. Strákurinn bregður aðeins út af vananum  í laginu og er ekki laust við að það sé smá sveitafnykur af þessu ágæta lagi þar sem órafmagnaður kassagítar, bongó og þægindi eru í fyrirrúmi.

Lag frá Cut Copy og plata á leiðinni

 

Það lá í loftinu að ástralska sveitin Cut Copy myndi gefa út plötu á árinu eftir að hafa sent frá sér lagið „Let Me Show You“ á dögunum. Nú hefur það verið staðfest og afrekið væntanlegt  5. nóvember.  Til að peppa plötuna hefur bandið sent frá sér sumarlegu smáskífuna „Free Your Mind“ þar sem bongóið tekur öll völd.

Streymið nýjustu plötu MGMT

 

Þó sjálftitluð þriðja plata MGMT komi ekki út fyrr en 17. september hefur áhugasömum gefist tækifæri á að hlusta á plötuna í heild sinni í gegnum vefsíðuna www.rdio.com. Til að geta gætt sér á gripnum þarf að gerast notandi af síðunni og klikka sig í gegnum nokkur þrep en það ætti að vera fyrirhafnarinnar virði þegar band á borð við MGMT á í hlut.
Upphaflega átti platan að koma út fyrr í sumar en  sökum þess að meðlmimir voru ekki sáttir við útkomuna ákváðu þeir að fresta henni og fullkomna hljóminn. Til að leggja dóm á plötuna þurfa hlustendur að gefa henni meira en eina hlustun þar sem innihaldið er krefjandi og tilraunakennt efni. Skráðu þig inn og hlustaðu hér.

 

Smáskífa og myndband frá Arcade Fire

Nýjastu smáskífu Arcade Fire sem kemur út á mánudaginn hefur nú verið lekið á alnetið. Lagið heitir Reflektor og er pródúserað af James Murphy úr LCD Soundsystem og talið er að sjálfur David Bowie syngi bakraddirnar. Það er tæpar átta mínútur að lengd og talsvert rafrænna og dansvænna en megnið af eldra efni sveitarinnar. Breiðskífa sem ber sama titil og smáskífan kemur út 29. október og er beðið með mikilli eftirvæntingu en síðasta plata sveitarinnar, Suburbs, kom út fyrir þremur árum síðan. Hlustið á lagið hér fyrir neðan. Uppfært: Nú hefur verið frumsýnt myndband við lagið á síðunni https://www.justareflektor.com/

Arcade Fire - Reflektor 
      1. Reflektor