Straumur á Iceland Airwaves

Mynd: Alexander Matukhno

Við í Straumi höfum frá opnun síðunnar fjallað ítarlega um Iceland Airwaves hátíðina en í ár heyrir til tíðinda, því í fyrsta sinn tökum við beinan þátt í hátíðinni sjálfri. Straumur stendur fyrir öflugri off-venue dagskrá í Bíó Paradís á Hverfisgötu sem hefst á miðvikudag og heldur áfram alla daga hátíðarinnar fram á sunnudag. Þar koma fram margar af okkar uppáhalds íslensku hljómsveitum eins og Sin Fang,  Tonik, Nolo, Asonat og M-Band en líka erlend bönd eins og Vorhees og hin frábæra Unknown Mortal Orchestra. Þá verða einnig sýningar á nýrri heimildarmynd um hátíðina á miðvikudag og fimmtudag en fulla dagskrá off-venue prógrammsins má finna neðst í fréttinni. Að sjálfsögðu er ókeypis inn hvort sem menn eru með Airwaves armbönd um úlnliðinn eður ei.

 

En það er ekki allt heldur verður Straumur einnig með kvöld á opinberu dagskránni, föstudagskvöldið 7. nóvember á Gauknum. Þar munu meðal annarra koma fram draumkennda rokkbandið Oyama, bandaríska synþafönkbandið Bananas, rafrokkararnir Fufanu og goðsagnakennda þungarokkssveitin Strigaskór Nr. 42. Við hvetjum að sjálfsögðu alla með armbönd til að njóta þessarar frábæru dagskrár sem má skoða hér fyrir neðan. Svo verðum við að venju með daglega umfjöllun um það helsta sem ber fyrir augu okkar og eyru á hátíðinni, þannig að fylgist vel með á Straum.is næstu daga.

 

Straumur á Gauknum Föstudaginn 7. nóvember

 

20:00 Kontinuum

20:50 Strigaskór Nr. 42

21:40 Oyama

22:30 Fufanu

23:20 Black Bananas (Bandaríkin)

00:20 Girl Band (Írland)

01:20 Spray Paint (Bandaríkin)

02:20 Agent Fresco

 

Off-Venue Dagskrá Straums í Bíó Paradís:

 

Miðvikudagur 5. nóvember

12:00 Hexagon Eye
13:00 Ósk
14:00 Horse Thief (US)
15:00 Tonik
16:00 Good Moon Deer
17:00 Pretty Please

Fimmtudagur 6. nóvember

12:00 Bastardgeist (UK)
13:00 Milkhouse
14:00 Helgi Valur
15:00 Jón Þór
16:00 Loji
17:00 M-band
18:00 Nolo

Föstudagur 7. nóvember

16:15 Vorhees (US)
17:15 Sin Fang
18:15 Unknown Mortal Orchestra (US)

Laugardagur 8. nóvember

12:00 Mat Riviere (UK)
13:00 Skuggasveinn
14:00 701
15:00 Asonat
16:00 Sindri Eldon & the Ways
17:00 Kælan Mikla

Sunnudagur 9. nóvember

14:00 Austria
15:00 Munstur
16:00 Bjór

Kvikmyndir:

Miðvikudagur 5. nóvember

14:00 Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Fimmtudagur 6. nóvember

14:00: Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Straumur 3. nóvember 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Shamir, Giraffage, Moon Boots, Arca og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 3. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) If It Wasn’t True – Shamir
2) On The Regular – Shamir
3) There’s No Love – Moon Boots
4) Tell me – Giraffage
5) Beint í æð – FM Belfast
6) FM Acid Lover – Futuregrapher
7) Floreana – Baauer
8) Fish – Arca
9) Thievery – Arca
10) Would – Arca
11) Make You Better – The Decemberists
12) Medicine – The 1975

Tónleikahelgin 30. október til 2. nóvember

Fimmtudagur 30. Október

 

Hljómsveitin Kiasmos fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með tónleikum á Húrra. Kiasmos er nýtt verkefni frá Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen (úr Bloodgroup) þar sem þeir blanda saman dansvænni elektrótónlist við nýklassíska strengi og píanó. Platan er samnefnd sveitinni sem mun stíga á stokk klukkan 22:30 en Ísar Logi mun þeyta skífum fyrir og eftir tónleikana sem ókeypis er inn á.

 

Hljómsveitin Ceasetone kemur fram á Dillon klukkan 22:00 og það er fríkeypis inn.

 

Föstudagur 31. Október

 

Finnski raftónlistarmaðurinn Jukka Hautamäki kemur fram á tónleikum í Mengi. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 21:00.

 

DV er að fara af stað með nýjan tónlistarvef og mun af því tilefni bjóða til opnunarhófs á Húrra. Amaba Dama og Ylja koma fram ásamt því að boðið verður upp á léttar veitingar. Hófið byrjar 17:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Útgáfan LadyBoy Records blæs til tónleika í tilefni af útgáfu skífunnar Old Stories með hljómsveitarinni russian.girls. Einnig koma fram Harry Knuckles, Nicolas Kunisz og OISIE og Sævar Markús mun sjá um plötusnúðun. Aðgangseyrir er 500 krónur og gleðin hefst á slaginu 22:00.

 

Tónlistarmaðurinn Arnljótur Sigurðsson sem er helst þekktur sem einn forsprakki reggísveitarinnar Ojba Rasta kemur fram á tónleikum í Mengi. Á tónleikunum mun hann að flytja nýtt efni þar sem hann leikur sér með púlsandi víðáttumikinn rafrænan hljóðheim auk afbrigða og útúrdúra. Hann hefur leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 1. Nóvember

 

Tónlistarmennirnir Sin Fang og Uni Stefson (Unnsteinn úr Retro Stefson) koma fram á tónleikum á Húrra. Aðgangseyrir er 1500 krónur og tónleikarnir byrja 22:00.

 

Strigaskór nr. 42 og different Turns stíga á stokk á Gauknum. Tónleikarnir hefjast um 23:00 og það er ókeypis inn.

 

Sunnudagur 2. Nóvember

 

Finnski raftónlistarmaðurinn Jukka Hautamäki kemur fram á tónleikum á Húrra ásamt Harry Knuckles. Ballið byrjar 21:00 og það er ókeypis inn.

Airwaves 2014 – þáttur 4

Fjórði þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma Sóley, Futuregrapher og Rökkurró í heimsókn auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina. Airwaves sérþáttur Straums á X-inu 977 í boði Landsbankans og Gulls alla miðvikudaga fram að hátíðinni.

Airwaves þáttur 4 – 29. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Elliot – Roosevelt
2) Lucy In The Sky With Diamonds – Flaming Lips
3) Strax í Dag – Grísalappalísa
4) Ghostbusters – Fm Belfast
5) Anna mmm – Futuregrapher
6) Love Him – Futuregrapher
7) FM Acid Lover – Futuregrapher
8) Strange Loop – Sykur
9) The Backbone – Rökkurró
10) Blue Skies – Rökkurró
11) Cold SKin – Embassylights
12) Can’t Do It Without You (Tale Of Us & Mano Le Tough remix) – Caribou
13) Pretty Face – Sóley
14) Krómantík – Sóley
15) Pass This On (Shaken-up versions) – The Knife
16) Melody Day – Caribou
17) A Day In a life – The Flaming Lips

 

Draugabanar FM Belfast

Í tilefni af hinni væntanlegu listasýningu GGG í Bíó Paradís, sem er tileinkuð kvikmyndunum Gremlins, Goonies og Ghostbusters, hefur hljómsveitin FM Belfast gefið út ábreiðu af laginu Ghostbusters úr myndinni eftir Ray Parker Jr frá árinu 1984.

Sýningin opnar í Bíó Paradís á hrekkjavökunni, 31. október næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur. Myndirnar verða allar sýndar þetta kvöld. Gremlins klukkan 18:00, The Goonies klukkan 20:00 og Ghostbusters klukkan 22:00.

Nýtt lag frá Belle and Sebastian

Skoska indíhljómsveitin Belle and Sebastian gaf frá sér nýtt lag í dag en það er hið fyrsta til að heyrast af breiðskífunni Girls In Peacetime Want To Dance sem kemur út 20. Janúar. Lagið heitir Party line og hljómurinn er í ætt við titillinn, lagið er dansvænt, með rafrænni áferð og léttfönkuðum ryðma. Belle and Sebastian gáfu síðast út plötuna Write About Love árið 2010 en sveitin er væntanleg á All Tomorrows Parties hátíðina í Ásbrú næsta sumar. Hlustið á Party line hér fyrir neðan.

Grísalappalísa breiða yfir Stuðmenn

Reykvíska hljómsveitin Grísalappalísa gefur út nýja sjötommu fyrir jól sem nefnist Grísalappalísa syngur Stuðmenn. Hljómsveitin naut aðstoðar dj. flugvél og geimskip á plötunni sem fylgir á eftir eftirminnilegri sjötommu frá seinasta ári þar sem sveitin lék lög eftir Megas.

Fyrsta lagið til að heyrast af væntanlegri smáskífu er  lagið Strax í Dag eftir Stuðmenn sem var sungið af Steinku Bjarna á sínum tíma.

ljósmynd: Daníel Starrason

Straumur 27. október 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Ariel Pink, LUH, Baauer, Sykur, Les Sins, Fybe One, Muted, Kiasmos og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 27. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) White Freckles – Ariel Pink
2) Unites – LUH
3) One Touch (ft. Alunageorge & Rae Sremmurd) – Baauer
4) Strange Loop – Sykur
5) Strax í Dag – Grísalappalísa
6) Plastic Raincoats In The Pig Parade – Ariel Pink
7) Nude Beach A G- Go – Ariel Pink
8) Dayzed Inn Daydreams – Ariel Pink
9) Sticky – Les Sins
10) Bellow – Les Sins
11) Interlude (Whodunnit?) – Objekt
12) Ratchet – Objekt
13) Step 2 the side- Fybe One
14) Held – Kiasmos
15) Swayed – Kiasmos
16) Special Place – Muted

Nýtt lag frá Sykur

Hljómsveitin Sykur sendir frá sér nýtt lag á heimasíðu sinni klukkan 12:00 í dag.  Lagið mun vera til niðurhals ókeypis fram yfir Airwaves og hægt verður að nálgast það á www.sykur.com. Lagið sem heitir Strange Loop er fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér síðan að platan Mesópótamía kom út fyrir þremur árum. Hljómsveitin vinnur nú að sinni þriðju plötu sem kemur út á næsta ári.

Tónleikar helgarinnar 24.- 26. október

 

Föstudagur 24. október

Fjóla Evans, sellóleikari og tónskáld, mun spila verk sem hún hefur samið fyrir selló og electróníska tóna í Mengi. Á tónleikunum sem hefjast klukkan 21.00 mun hún meðal annars frumflytja brot úr nýju stykki sem er byggt á rannsóknum hennar á íslenskum þjóðlögum og rímum. Þetta mun vera kvöld af umlykjandi og tilraunakendum hljómum. Það kostar 2000 kr inn.

Önnur Jack Live veisla vetrarins á vegum X-ins 977 fer fram á Húrra. Fram koma: Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink. Miðaverð er einungis 1500 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Laugardagur 25. október

Hljómsveitirnar Agent Fresco, Fufanu og Cease Tone koma fram á Húrra. Húsið opnar kl. 21:00 og hefja Cease Tone leikinn klukkan 22:00. Það kostar 1500 kr inn.

 

Sunnudagur 26. október

Hljómsveitin Deep Peak kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.