Tónleikahelgin 30. október til 2. nóvember

Fimmtudagur 30. Október

 

Hljómsveitin Kiasmos fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með tónleikum á Húrra. Kiasmos er nýtt verkefni frá Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen (úr Bloodgroup) þar sem þeir blanda saman dansvænni elektrótónlist við nýklassíska strengi og píanó. Platan er samnefnd sveitinni sem mun stíga á stokk klukkan 22:30 en Ísar Logi mun þeyta skífum fyrir og eftir tónleikana sem ókeypis er inn á.

 

Hljómsveitin Ceasetone kemur fram á Dillon klukkan 22:00 og það er fríkeypis inn.

 

Föstudagur 31. Október

 

Finnski raftónlistarmaðurinn Jukka Hautamäki kemur fram á tónleikum í Mengi. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast 21:00.

 

DV er að fara af stað með nýjan tónlistarvef og mun af því tilefni bjóða til opnunarhófs á Húrra. Amaba Dama og Ylja koma fram ásamt því að boðið verður upp á léttar veitingar. Hófið byrjar 17:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Útgáfan LadyBoy Records blæs til tónleika í tilefni af útgáfu skífunnar Old Stories með hljómsveitarinni russian.girls. Einnig koma fram Harry Knuckles, Nicolas Kunisz og OISIE og Sævar Markús mun sjá um plötusnúðun. Aðgangseyrir er 500 krónur og gleðin hefst á slaginu 22:00.

 

Tónlistarmaðurinn Arnljótur Sigurðsson sem er helst þekktur sem einn forsprakki reggísveitarinnar Ojba Rasta kemur fram á tónleikum í Mengi. Á tónleikunum mun hann að flytja nýtt efni þar sem hann leikur sér með púlsandi víðáttumikinn rafrænan hljóðheim auk afbrigða og útúrdúra. Hann hefur leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 1. Nóvember

 

Tónlistarmennirnir Sin Fang og Uni Stefson (Unnsteinn úr Retro Stefson) koma fram á tónleikum á Húrra. Aðgangseyrir er 1500 krónur og tónleikarnir byrja 22:00.

 

Strigaskór nr. 42 og different Turns stíga á stokk á Gauknum. Tónleikarnir hefjast um 23:00 og það er ókeypis inn.

 

Sunnudagur 2. Nóvember

 

Finnski raftónlistarmaðurinn Jukka Hautamäki kemur fram á tónleikum á Húrra ásamt Harry Knuckles. Ballið byrjar 21:00 og það er ókeypis inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *