Radiohead á Secret Solstice

Núna rétt í þessu var verið að tilkynna að breska hljómsveitin The Radiohead  verði á meðal listamanna sem spila á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður í Laugardaglnum 17.-19. júní í sumar.

Hljómsveitin bætist í hóp listamanna á borð við Of Monsters And Men, Jamie Jones, Deftones, Deetron, Goldi og margra annarra sem spila á hátíðinni. Hér er hægt að kaupa miða á hátíðina!

Einnig var tilkynnt um að eftirfarandi listamann muni spila á hátíðinni í sumar: Afrika Bambaata, Kelela, Róisín Murphy, Action Bronson og fleiri.

 

 

Útvarpsþátturinn Straumur 10 ára

Útvarpsþátturinn Straumur á X-inu 977 í umsjón Óla Dóra fagnar í dag 10 ára afmæli. Þátturinn hóf göngu sína 26. janúar árið 2006 á XFM 91.9.  Þátturinn var á dagskrá á þeirri stöð þar til hún lokaði í byrjun árs 2007. Árið 2007 fluttist þátturinn á Reykjavík FM 101.1 og var þar til 2008 þegar sú stöð lokaði einnig. Það var svo haustið 2009 sem þátturinn byrjaði á X-inu 977 þar sem hann hefur verið á dagskrá síðan.

Á þessum 10 árum hefur Straumur sérhæft sig í alhliða tónlistarumfjöllun, fengið í heimsókn helstu tónlistarmenn Íslands auk þess að hafa tekið viðtöl við erlenda tónlistarmenn á borð við Japandroids, Swans, Mac Demarco, Yo La Tengo, Jon Hopkins, !!!, Grizzly Bear, Chromeo, Dan Deacon, Wolf Parade, Klaxons, Franz Ferdinand, Dirty Beaches, Cut Copy, Dirty Projectors og marga fleiri. Þátturinn er á dagskrá á X-inu öll mánudagskvöld frá 23:00 til 0:00.

Straumur 25. janúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýja tónlist með listamönnum á borð við Tourist, The Range, Vaginaboys, Eleanor Friedberger, Ty Segall og fleirum. Straumur með Óla Dóra milli 23:00 og 0:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 25. janúar 2016 by Straumur on Mixcloud

1) I Dig You – Beat Happening
2) Monkey Trail Treehouse – Sammy Seizure
3) To Have You Back – Tourist
4) Florida – The Range
5) Girl – Vaginaboys
6) LINKSYS – Deborah Arenas
7) Diamond Girls – Guerrilla Toss
8) Frau – Lane 8
9) Your Word – Eleanor Friedberger
10) Sweetest Girl – Eleanor Friedberger
11) Squealer – Ty Segall
12) In Heaven – Japanese Breakfast
13) Sad Person – Savages
14) Surrender – Savages
15) Hungry Like The Wolf – Shamir

Tónleikar helgarinnar 22. – 23. janúar

Föstudagur 22. janúar

Major Pink og Mosi Musik halda tónleika á Bar 11 frá klukkan 10:30. Það er ókeypis inn.

Útgáfutónleikar Skratta fara fram í kjallarnum á Palóma frá klukkan 22:00 í kvöld. Það er ókeypis inn og a & e sounds og Harry Knuckles koma einnig fram.

Dimma koma fram í Gamla Bíó. Það kostar 2900 inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

Bandarísku tónlistarmennirnir Rachel Beetz og Dustin Donahue leiða saman hesta sína í Mengi frá klukkan 21:00. Miðaverð er 2000 kr.

Á rokkbarnum Dillon kemur hljómsveitin Þrír fram. Þeir hefja leika klukkan 22:00 og það kostar ekkert inn.

Laugardagur 23. janúar

Prins póló halda tónleika á Kex Hostel. Það er ókeypis inn og hefjast þeir klukkan 21:00.

Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti troop upp á Húrra. Það kostar 2000 kr inn og tónleikarnir hefjast klukka 23:00.

Straumur 18. janúar 2016

Í fyrsta þætti af Straumi á þessu ári verður farið yfir nýtt efni frá listamönnum á borð við DIIV, Hinds, Wild Nothing, Prince Rama, Jerry Folk og Lane 8. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 frá 23:00.

Straumur 18. janúar 2016 by Straumur on Mixcloud

1) Under The Sun – DIIV

2) Out Of Mind – DIIV

3) Blue Boredom (Sky’s Song) – DIIV

4) Three Packs a Day – Courtney Barnett

5) Never Be Like You (ft. Kai) – Flume

6) Midnight – Lane 8

7) Bahia – Prince Rama

8) Riechpop – Wild Nothing

9) Fat Calmed Kiddos – Hinds

10) Warts – Hinds

11) Walking Home – Hinds

12) I Hate The Weekend – Tacocat

13) Thru Evry Cell – Purple Pilgrims

14) Korean Food – Frankie Cosmos

15) To My Soul – Jerry Folk

16) EOS – ROSTAM

Tónleikahelgin 15.-16. janúar.

Föstudagur 15. janúar

 

Reptilicus boðar til hlustanpartýs í Mengi í tilefni útkomu sinnar nýjustu plötu. Viðburðurinn hefst klukkan 18:00 og er öllum opinn og ókeypis.

 

Laugardagur 16. janúar

 

Babies flokkurinn kemur fram á Húrra ásamt hinum knáa rappara GKR. Ballið byrjar 23:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Baráttusamtökin GEÐSJÚK sem tröllriðu samfélagsmiðlum í október síðastliðnum með átakinu og Twitterbyltingunni #égerekkitabú standa fyrir geðsjúku skemmtikvöldi á Loft Hostel. Fram koma Kött Grá Pé og Futuregrapher en aðgangseyrir er 1000 krónur og dagskrá hefst 20:00.

 

Það verður rappkvöld á Gauknum. Ókeypis inn og byrjar 21:00. Fram koma:

Gasmask Man

Krish

Bróðir BIG – Gráni – Morgunroði – Haukur H

MC Bjór og Bland

Cyber

Rímnaríki

DAGSKRÁ SÓNAR REYKJAVÍK 2016 tilbúin

 
Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin – en aldrei fyrr hafa jafn margir listamenn og hljómsveitir komið fram á hátíðinni og í ár. Alls stíga á stokk 75 hljómsveitir og listamenn á fimm sviðum yfir þá þrjá daga sem hátíðin fer fram 18.-20. Febrúar.
 
Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Hudson Mohawke (UK), Boys Noize (DE),Angel Haze (US) Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK)Oneothrix Point Never (US), Annie Mac (UK) Ben UFO (UK), Zebra Katz (US), Black Madonna(US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), Mumdance (UK), Wife (UK), AV AV AV (DK), Lone (UK), Eloq(DK), Koreless (UK), Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Kiasmos, Sturla Atlas, Bjarki,Reykajvíkurdætur, Vaginaboys og President Bongo & The Emotional Carpenters.
 
Í dag hefur verið tilkynnt um síðustu nöfnin á dagskrá hátíðinnar, alls 11 listamenn og hljómsveitir. Í þeim flokki eru; Vök, Ruxpin, Futuregrapher, Kosmodod eða Þórður Kári úr Samaris, Tonik Ensamble sem fyrir skemmstu hlaut Kraumsverðlaun og Reykjavik-Grapevine Music Awards fyrir plötu sína Snapshots og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal úr Quarashi. 
 
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn dagana 18.-20. febrúar. Líkt og undanfarin ár mun hátíðin fara fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Mikill áhugi er á hátíðinni á erlendum vettvangi enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum allt frá því hún var fyrst haldin árið 2013.
Alls munu 75 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar koma fram á Sónar Reykjavík 2016.

 

LCD Soundsystem snýr aftur

James Murphy, forsprakki LCD Soundsystem, var rétt í þessu að gefa frá sér yfirlýsingu um að sveitin væri nú að vinna í sinni fjórðu breiðskífu. LCD Soundsystem var ein mikilvægasta hljómsveit fyrsta áratugar 21. aldarinnar en hún lagði upp laupana með pompi og prakt árið 2011 með risastórum kveðjutónleikum í Madison Square Garden, sem lesa má nánar um hér. Síðan hefur ekki múkk heyrst frá sveitinni þangað til síðasta aðfangadagskvöld að hún gaf frá sér jólalagið Christmas Will Break Your Heart. Í gær var svo sagt frá því að sveitin hafi verið bókuð á Coachella hátíðina sem gaf orðróm um endurkomu byr undir báða vængi. Í langri yfirlýsingu frá Murphy kemur fram að LCD muni ekki bara spila á Coachella heldur halda í viðamikla tónleikaferð um allan heim. Hlustið á jólalagið og Someone Great hér fyrir neðan.

Nonni Nolo með Sóló

Jón Lorange, annar helmingur lo-fi dúettsins Nolo, var að gefa frá sér nýtt lag undir listamannsnafninu The Suburban Spaceman (TSS). Lagið heitir In The Morning og er haganlega gerð lágstemmd poppsmíð þar sem plokkaður gítar og hvíslandi söngur leika lykilhlutverk. Von er á breiðskífu frá TSS snemma á næsta ári en hægt er að hlusta á In The Morning hér fyrir neðan.

Bestu erlendu lög ársins 2015

50) Alfonso Muskedunder (Deetron remix) – Todd Terje

 

49) Leaving Los Feliz (ft. Kevin Parker) – Mark Ronson

 

48) Play For Today – Belle and Sebastian

 

47) God It (ft. Nas) – De La Soul

 

46) Dreams – Beck

 

45) Restless Year – Ezra Furman

 

44) Magnets (A-Trak remix) – Disclosure

 

43) What’s Real – Waters

 

42) Israel (ft. Nonane Gypsy) – Chance The Rapper

 

41) La Loose – Waxahatchee

 

40) Standard – Empress Of

 

39) Huey – Earl Sweatshirt

 

38) Genocide (ft. Kendrick Lamar, Marsha Ambrosius & Candice Pillay) – Dr. Dre

 

37) Home Tonight – Lindstrom & Grace Hall

 

36) Lean On (Prince Fox bootleg) – Major Lazer

 

35) Cream On Chrome – Ratatat

 

34) VYZEE – SOPHIE

 

33) Venus Fly (ft. Janelle Monáe) – Grimes

 

32) Death with Dignity – Sufjan Stevens

 

31) Exploitaion – Roisin Murphy

 

30) Under The Sun – DIIV

 

29) Tick – Weaves

 

28) Hollywood – Tobias Jesso Jr.

 

27) Hotline Bling – Drake

 

26) Sunday Morning – Seven Davis Jr.

 

25) 1000 – Ben Khan

 

24) Ghost Ship – Blur

 

23) Can’t Feel My Face – The Weeknd

22) Pretty Pimpin – Kurt Vile

 

21) Breaker – Deerhunter

 

20) What Ever Turns You On – D.K.

 

19) Know Me From – Stormzy

 

18) Ghosting – Rival Consoles

 

17) Rewind – Kelela

 

16) Go Ahead – Kaytranada

 

15) Blackstar – David Bowie

 

14) Annie – Neon Indian

 

13) Pedestrian at Best – Courtney Barnett

 

12) Mink & Shoes (ft. David Izadi) – Psychemagik

 

11) Garden – Hinds

 

10) Them Changes – Thundercats

Bassaleikarinn og pródúsantinn Thundercat virðist hafa dottið í fusion-pottinn í æsku því Them Changes suddalega fönkí 70’s bræðingur sem Jaco Pastorius gæti verið stoltur af.

9) After Me – Misun

Washington bandið Misun sendi frá sér þetta magnaða lag í apríl. Léttleikandi og drungalegur rhythminn passar fullkomlega við stórbrotna rödd Misun Wojcik.

8) Jenny Come Home – Andy Shauf

Andy Shauf minnir í senn á The Shins og Kurt Vile í þessari tregafullu lagasmíð sem tónlistarmaðurinn flutti í Kaldalóni á Iceland Airwaves í nóvember.

7) Shutdown – Skepta

Breski grime-rapparinn Skepta sem átti frábæra tónleika á Airwaves hátíðinni gaf okkur einn helsta partýslagara ársins með Shutdown.

6) Multi Love – Unknown Mortal Orchestra

Titillag þriðju breiðskífu Unknown Mortal Orchestra fjallar um þrekant Ruban Nielson lagahöfundar og söngvara sveitarinnar. Öðruvísi ástarlag.

5) King Kunta – Kendrick Lamar

Í þeim ofgnótt af rjóma sem platan How To Pimp A Butterfly er trónir King Kunta á toppnum. Lagið sækir grimmt í grunn g-fönksins sem Dr. Dre og Snoop byggðu 20 árum fyrr og er þegar komið við hlið þeirra í sögu vesturstrandarrappsins.

4) Scud Books – Hudson Mohawke

Ofurpródúsantinn Hudson Mohawke hefur komið að mörgum spennandi verkefnum undanfarin ár t.d. Yeesus með Kanye og TNGH ásamt Lunice en hann heldur áfram að dæla út hágæða stöffi undir eigin nafni. Scud Books er rosalega stórt lag, þriggja og hálfs mínútna epík sem hægt er að dansa við eða bara loka augunum og njóta.

3) Cops Don’t Care Pt. II – Fred Thomas

Einfalt, stutt og hnitmiðað lag sem býr yfir heilmikilli vídd sem erfitt er að útskýra. Kærulaust og sannfærandi.

2) Gosh – Jamie xx

Jamie xx vex stöðugt sem pródúsant og lagið Gosh er hans besta fram til þessa. Byrjar á mínímalískum garage takti áður en bassa er bætt við og draugalegu raddsampli. En svo mætir synþesæser á svæðið og fer með hlustendur um ókannaðar vetrarbrautir. Lagið er eins og ferðalag um aðra heimsálfu og á stöðugri hreyfingu framávið.

1) Let It Happen – Tame Impala

Það kann að vera ófrumlegt að vera með sama listamanninn sem bæði plötu og lag ársins en í þetta skipti var ekki annað hægt. Upphafslag bestu plötu ársins, Currents, er anþem í öllum mögulegum skilningi þess orðs. Svona lag sem þú byrjar sjálfkrafa kýla upp í loftið í takt við of fær þig til að grípa um bestu vini þína og hoppa í hringi með þeim. Hamingjan pumpast út um hátalarana með hverri einustu bassatrommu, gítarlikki og synþahljóm, og söngur Kevins Parker flýgur yfir öllu saman eins og engill á LSD.

 

 

Spotify playlisti með flestum lögunum á listanum:

S