Straumur 9. maí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni Kaytranada, Lone, James Blake, Roosevelt, Radiohead og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Track Uno – Kaytranada
2) Moving on – Roosevelt
3) Vapour Trail – Lone
4) Vivid Dreams (ft. River Tiber) – Kaytranada
5) Lite Spots – Kaytranada
6) Bullets (ft. Little Dragon) – Kaytranada
7) Close to me (The Cure cover) – Worm is Green
8) Radio Silence – James Blake
9) Happy – Mitski
10) Konnichiwa – Skepta
11) Detox (ft. BBK) – Skepta
12) Tropicana – Topaz Jones
13) Desert Island Disk – Radiohead
14) The Numbers – Radiohead

 

Nýtt frá Radiohead

Breska hljómsveitin Radiohead sendi rétt í þessu frá sér lagið Burn The Witch sem verður á níundu plötu sveitarinnar sem væntanleg er í sumar. Hljómsveitin eyddi öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum í síðustu viku og þá varð ljóst að eitthvað var að gerast í herbúðum hennar. Radiohead sem gaf síðast út plötuna The King of Limbs árið 2011 mun koma fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar.

 

Radiohead á Secret Solstice

Núna rétt í þessu var verið að tilkynna að breska hljómsveitin The Radiohead  verði á meðal listamanna sem spila á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður í Laugardaglnum 17.-19. júní í sumar.

Hljómsveitin bætist í hóp listamanna á borð við Of Monsters And Men, Jamie Jones, Deftones, Deetron, Goldi og margra annarra sem spila á hátíðinni. Hér er hægt að kaupa miða á hátíðina!

Einnig var tilkynnt um að eftirfarandi listamann muni spila á hátíðinni í sumar: Afrika Bambaata, Kelela, Róisín Murphy, Action Bronson og fleiri.