Breska hljómsveitin Radiohead sendi rétt í þessu frá sér lagið Burn The Witch sem verður á níundu plötu sveitarinnar sem væntanleg er í sumar. Hljómsveitin eyddi öllum færslum sínum á samfélagsmiðlum í síðustu viku og þá varð ljóst að eitthvað var að gerast í herbúðum hennar. Radiohead sem gaf síðast út plötuna The King of Limbs árið 2011 mun koma fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar.