Útvarpsþátturinn Straumur 10 ára

Útvarpsþátturinn Straumur á X-inu 977 í umsjón Óla Dóra fagnar í dag 10 ára afmæli. Þátturinn hóf göngu sína 26. janúar árið 2006 á XFM 91.9.  Þátturinn var á dagskrá á þeirri stöð þar til hún lokaði í byrjun árs 2007. Árið 2007 fluttist þátturinn á Reykjavík FM 101.1 og var þar til 2008 þegar sú stöð lokaði einnig. Það var svo haustið 2009 sem þátturinn byrjaði á X-inu 977 þar sem hann hefur verið á dagskrá síðan.

Á þessum 10 árum hefur Straumur sérhæft sig í alhliða tónlistarumfjöllun, fengið í heimsókn helstu tónlistarmenn Íslands auk þess að hafa tekið viðtöl við erlenda tónlistarmenn á borð við Japandroids, Swans, Mac Demarco, Yo La Tengo, Jon Hopkins, !!!, Grizzly Bear, Chromeo, Dan Deacon, Wolf Parade, Klaxons, Franz Ferdinand, Dirty Beaches, Cut Copy, Dirty Projectors og marga fleiri. Þátturinn er á dagskrá á X-inu öll mánudagskvöld frá 23:00 til 0:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *