Tónleikahelgin 15.-16. janúar.

Föstudagur 15. janúar

 

Reptilicus boðar til hlustanpartýs í Mengi í tilefni útkomu sinnar nýjustu plötu. Viðburðurinn hefst klukkan 18:00 og er öllum opinn og ókeypis.

 

Laugardagur 16. janúar

 

Babies flokkurinn kemur fram á Húrra ásamt hinum knáa rappara GKR. Ballið byrjar 23:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Baráttusamtökin GEÐSJÚK sem tröllriðu samfélagsmiðlum í október síðastliðnum með átakinu og Twitterbyltingunni #égerekkitabú standa fyrir geðsjúku skemmtikvöldi á Loft Hostel. Fram koma Kött Grá Pé og Futuregrapher en aðgangseyrir er 1000 krónur og dagskrá hefst 20:00.

 

Það verður rappkvöld á Gauknum. Ókeypis inn og byrjar 21:00. Fram koma:

Gasmask Man

Krish

Bróðir BIG – Gráni – Morgunroði – Haukur H

MC Bjór og Bland

Cyber

Rímnaríki

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *