22.3.2013 14:19

Nýtt frá Sigur Rós

Hljómsveitin Sigur Rós gáfu í dag út fyrstu smáskífuna af væntanlegri plötu sem nefnist Kveikur og kemur út á vegum XL Recordings, á þjóðhátíðardag íslendinga þann 17. júní næstkomandi. Lagið sem nefnist Brennisteinn er mikil stefnubreyting frá síðustu plötu þeirra Valtari sem kom út í fyrra.

Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir


©Straum.is 2012