Nýtt frá Oyama

Fyrsta Ep plata íslensku hljómsveitarinnar Oyama kemur út á næsta mánudag þann 21. janúar. Platan sem heitir I Wanna er samin, tekin upp og hljóðblönduð af sjálfri hljómsveitinni. Plötuumslagið er hannað af  Júlíu Hermannsdóttur sem er meðlimur í bandinu.
Hljómsveitin efnir til útgáfutónleika á Faktorý, föstudaginn 25. janúar næstkomandi þar sem hljómsveitirnar Tilbury og Samaris koma fram ásamt Oyama. Tónleikarnir hefjast upp úr 22:00 og kostar 1000 kr inn – 2000 kr við inngang og platan fylgir með í kaupbæti. Hlustið á lagið Everything Some Of The Time af plötunni hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *