15.1.2013 5:01

Sin Fang gefa út á hjólabretti

þriðja plata íslensku hljómsveitarinnar Sin Fang – Flowers kemur út þann 1. febrúar næstkomandi. Hljómsveitin mun gefa plötuna út sem hjólabretti í samstarfi við hjólabretta framleiðandann Alien Workshop áður en hún kemur út á plasti og á stafrænu formi. Tvö mismunandi hjólabretti verða framleidd skreytt málverkum eftir Sindra Má Sigfússon forsprakka Sin Fang ásamt kóða til að hlaða niður plötunni.  Áður hafa Alien Workshop framleidd bretti í samstarfi við Panda Bear og Gang Gang Dance.

Flowers var tekin upp af Alex Somers  sem áður hefur unnið með Sigur Rós og Jónsa og sá síðast um upptökustjórn á plötunni  Twosomeness með Pascal Pinion. Hlustið á væntanlega smáskífu af plötunni Look At The Light hér fyrir neðan.

Look At The Light 

 

 


©Straum.is 2012