Heimildarmynd um Sudden Weather Change

Á næsta fimmtudag klukkan 22:00 verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildarmynd um íslensku hljómsveitina Sudden Weather Change.  Myndin ber nafnið Ljóðræn Heimildarmynd og er eftir söngvara og gítarleikara sveitarinnar Loga Höskuldsson, sem fylgdist með árángri hljómsveitarinnar eftir að hún vann Björtustu Vonina á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2009. Myndin  inniheldur m.a. innskot frá stuttum evróputúr, upptökum á nýju efni ásamt því að hljómsveitarmeðlimir bregða gjarnir á leik í nokkrum atriðum hennar. Aðgangur að viðburðinn er ókeypis. Eftir sýningu myndarinnar mun hljómsveitin OYAMA troða upp í bíósalnum. Kvöldið er fimmta kvöldið í röð fastakvölda á fimmtudögum í Bíó Paradís, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt úrval tóna og takta, fyrir bíó- og tónleikaþyrsta gesti. Horfið á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *