Árið 1953 gaf Louis Armstrong út hið svala jólalag Cool Yule sem samið var af Steve Allen sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið fyrsti kynnirinn í The Tonight Show sem í dag er stýrt af Jay Leno. Hlustið á Cool Yule með sjálfum Satchmo (Armstrong) hér fyrir neðan.
Author: olidori
20. desember: Candy Cane Children – The White Stripes
Bandaríska blús rokk dúóið The White Stripes gáfu út jólalagið Candy Cane Children fyrir jólin 1998 á þriggja laga safnplötu sem nefndist Surprise Package Volume 2. Hljómsveitin gaf svo lagið út aftur á smáskífu í takmörkuðu upplagi fyrir jólin 2002. Á b-hliðinni má heyra Jack White lesa jólasögu og Meg White gera tilraun til að syngja jólalagið Silent Night með vafasömum árangri. Candy Cane Children var nafn sem The White Stripes gaf aðdáendum sínum.
b-hliðin 1. “The Reading of the Story of the Magi” 2. “The Singing of Silent Night
Tónleikahelgin 19. – 22. desember
Fimmtudagur 19. desember
Brother Grass, Adda og Bellastop spila í Lucky Records. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00.
Una Sveinbjarnardóttir konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur heldur tónleika í Mengi klukkan 21:00. Una er að leggja lokahönd á upptökur eigin verka ásamt hljóðlistamanninum Paul Evans
Tonik, M-Band og Good Moon Deer slá upp tónleikaveislu á Harlem. Hús opnar kl. 21:00 og hefst leikur kl. 22:00 stundvíslega en aðgangseyrir er 1.000 kr.
Föstudagur 20. desember
Tónlistarmaðurinn Úlfur mun koma fram á tónleikum í Mengi klukkan 21:00
Steed Lord tónleikar á Harlem. Húsið opnar kl 21:00 með dj setti frá Steed Lord og tónleikarnir byrja síðan um kl 23:00. Miðaverð er 2500 kr. miðasala fer fram á midi.is
Jólatónleikar X977 fara fram í Austurbæ klukkan 20:00. Fram koma: Drangar, Leaves, Ojba Rasta,Vök, Kaleo, Mammút,1860, Skepna, Grísalappalísa, Þröstur uppá Heiðar og Pétur Ben.
Miðaverð er 1977 krónur og rennur óskipt í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar sem vinnur að því að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík. Miðasala er hafin á midi.is og kostar 1977 kr inn.
Útgáfutónleikar Johnny And The Rest vegna plötunnar Wolves In The Night verða haldnir í Tjarnarbíó klukkan 20:00, Smári Tarfur sér um upphitun og miðaverð er 2000 krónur.
Laugardagur 21. desember
Biggi Hilmar, Sóley og Pétur Ben ásamt hljómsveit halda tónleika í Tjarnarbíó klukkan 20:00, þar sem þau flytja glænýtt, óútkomið efni í bland við eldra, ásamt því að frumflytja jólalag sem þau sömdu nýverið saman. Miðaverð er 2.500 kr og er miðasala hafin á midi.is
Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari kemur fram á tónleikum í Mengi klukkan 21:00.
Drangar munu halda síðustu tónleika sína fyrir jól í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi kl. 20:00. Miðaverð er 2000 kr. og er hægt að nálgast miða á drangar.is
Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið hátíðlegt á Gamla Gauknum og Harlem í ár. Um er að ræða einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli. Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram. Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og er aðeins 2700 kr. í forsölu! Miðinn gildir á báða staði! Miðasala er hafin á midi.is
GAMLI GAUKURINN
21:00 Snorri Helgason
22:00 Moses Hightower
23:00 Leaves
00:00 Botnleðja (skemmtaraútgáfa)
01:00 MAMMÚT
HARLEM
21:30 Hymnalaya
22:30 Vök
23:30 Lay Low
00:30 Ojba Rasta
Árslisti Straums 2013
Hér má hlusta á fyrri árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.
30) Roosevelt – Elliot EP
Hinn þýski Roosevelt býður hér upp á fjögur stórskemmtileg danslög með hinum samnefnda Elliot fremstum í flokki.
29) Mazzy Star – Season Of Your Day
Það tók Mazzy Star 15 ár að klára sína fjórðu plötu Season Of Your Day sem er vel biðarinnar virði.
28) Factory Floor – Factory Floor
Breska raftríóið Factory Floor sem er eitt af aðalsmerkjum DFA útgáfunnar um þessar mundir sýnir fram á taktfastan trylling á sinni fyrstu plötu.
27) Autre Ne Veut – Anxiety
Draumkennd og silkimjúk plata úr smiðjum bandaríska tónlistarmannsins Arthur Ashin.
26) Swearin’ – Surfing Strange
Philadelphia hljómsveitin Swearin’ sem inniheldur m.a. tvíburasystur tónlistarkonunnar Waxahatchee sannar að lo-fi rokk lifir enn góðu lífi á Austurströnd Bandaríkjanna.
25) Janelle Monáe – The Electric Lady
Janelle Monáe fylgdi á eftir sinni fyrstu plötu The ArchAndroid frá árinu 2010 með öðru stórvirki þar sem má finna áhrif allt frá sálartónlist, gospeli, Jazz, hip-hopi og rokki.
24) Darkside – Psychic
Nicolas Jaar tók höndum saman við gítarleikarann Dave Harrington á þessari heilsteyptu og fögru plötu.
23) Torres – Torres
Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér samnefnda plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.
22) Earl Sweatshirt – Doris
Thebe Neruda Kgositsile, betur þekktur undir listamannsnafninu Earl Sweatshirt, gaf út sitt fyrsta mixtape árið 2010 þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur í heimavistarskóla fljótlega eftir útgáfu þess hafa margir tónlistarspekingar beðið eftir hans fyrstu stóru plötu sem kom út í ár og olli engum vonbrigðum.
21) Blondes – Swisher
Rafdúóið Blondes frá New York gáfu út sína aðra plötu á árinu sem á ekki eingöngu heima á dansgólfinu.
Plötur í 20. – 11. sæti
Jólaplögg Record Records
Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið hátíðlegt á Gamla Gauknum og Harlem á laugardaginn. Um er að ræða einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli.
Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Snorri Helga, Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram.
Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og er aðeins 2700 kr. í forsölu!
Miðinn gildir á báða staði!
Miðasala er hafin á midi.is
DAGSKRÁIN
GAMLI GAUKURINN
21:00 Snorri Helgason
22:00 Moses Hightower
23:00 Leaves
00:00 Botnleðja (skemmtaraútgáfa)
01:00 MAMMÚT
HARLEM
21:30 Hymnalaya
22:30 Vök
23:30 Lay Low
00:30 Ojba Rasta
19. desember: One Christmas Catalogue – Wild Nothing
Tónlistarmaðurinn Jack Tatum, sem gefur út draumkennda tónlist undir nafninu Wild Nothing sendi í gærkvöld frá sér ábreiðu af jólalagi Captain Sensible frá árinu 1982 One Christmas Catalogue. Tatum gerir lagið að sínu með mikilli notkun hljóðgervla.
Lög ársins 2013
30) New York City – Christopher Owens
29) The Socialites (Joe Goddard remix) – Dirty Projectors
28) Retrograde – James Blake
27) Elliot – Roosevelt
26) Lanzarote – Lindstrom/Todd Terje
25) Jessica (ft. Ezra Koenig) – Major Lazer
24) Red Eyes – The War On Drugs
23) Fall Back – Factory Floor
22) Elise – Blondes
21) Zion Wolf (track 3) – Jai Paul
Plötur í 20. – 11. sæti
Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur
Kraumslistinn 2013, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í sjötta sinn í dag.
Á Kraumslistanum í ár er að finna sjö framúrskarandi plötur frá metnaðarfullu tónlistarfólki. Tónlistarárið 2013 var fjölbreytt og spennandi og allar þær útgáfur sem fengu tilnefningu á Úrvalslista Kraums bera þess merki að unnið hefur verið að þeim af alúð og mikið verið í þær lagt. Hér er að finna vönduð verk eftir hugmyndaríkt, áræðið og umfram allt framúrskarandi listamenn.
Það var ekki auðvelt verkefni að gera upp á milli allra þeirra góðu platna sem skipuðu Úrvalslistann og komu út á árinu enda enginn vafi á því að tónlistarárið 2013 var gott og mikill kraftur í íslensku tónlistarfólki. Plöturnar sjö sem skáru framúr og skipa Kraumslistann eiga það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og fjölbreyttar en Kraumur mun leggja sitt af mörkum á komandi ári við að kynna þessi verk fyrir erlendum fjölmiðlum og fólki sem starfar innan tónlistargeirans.
Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem eru í ár sjö talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.
Kraumslistinn 2013 – Verðlaunaplötur (listinn er birtur í stafrófsröð)
- Cell7 – Cellf
- Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum
- Grísalappalísa – Ali
- Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns
- Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me
- Mammút – Komdu til mín svarta systir
- Sin Fang – Flowers
______
Kraumslistinn haldinn í sjötta skiptið
Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.
Verðlaun
Kraumur leggur upp með að styðja alla þá titla sem valdir eru á Kraumslistann og vekja á þeim jafna athygli frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðla o.s.frv.).
Tuttugu manns áttu sæti í dómnefnd Kraumslistans 2013:
Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Benedikt Reynisson, Bob Cluness, Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur Viðar Alfreðsson, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson (Óli Dóri), Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir.
Markmið Kraumslistans
Kraumslistinn var settur á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – Markmið Kraumslistans:
- Að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita.
- Verðlauna og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu.
- Verðlauna og vekja athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.
- Kraumslistinn hefur ekkert aldurstakmark, en markmið hans er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita sem eru að ryðja sér til rúms.
- Stefna Kraumslistans er að leggja áherslu á alla þá titla sem dómnefndin velur, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu.
- Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar.
Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur
- Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
- Hjaltalín – Enter 4
- Moses Hightower – Önnur Mósebók
- Ojba Rasta – Ojba Rasta
- Pétur Ben – God’s Lonely Man
- Retro Stefson – Retro Stefson
Kraumslistinn 2011 – Verðlaunaplötur
- ADHD – ADHD2
- Lay Low – Brostinn Strengur
- Reykjavík! – Locust Sounds
- Samaris – Hljóma Þú (ep)
- Sin Fang – Summer Echoes
- Sóley – We Sink
Kraumslistinn 2010 – Verðlaunaplötur
- Apparat Organ Quartet – Pólyfónía
- Daníel Bjarnason – Processions
- Ég – Lúxus upplifun
- Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað
- Nolo – No-Lo-Fi
- Ólöf Arnalds – Innundir skinni
Kraumslistinn 2009 – Verðlaunaplötur
- Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus
- Bloodgroup – Dry Land
- Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood
- Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
- Hjaltalin – Terminal
- Morðingjarnir – Flóttinn mikli
Kraumslistinn 2008 – Verðlaunaplötur
- Agent Fresco – Lightbulb Universe·
- FM Belfast – How to Make Friends
- Hugi Guðmundsson – Apocrypha
- Ísafold – All Sounds to Silence Come
- Mammút – Karkari
- Retro Stefson – Montaña
18. desember: Yo La La – Amaba Dama
Fyrir jólin 2011 sendi reggae-sveitin Amaba Dama með Gnúsa Yones fremstan í flokki frá sér jólalagið Yo La La. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Lög ársins 2013
10) Open Eye Signal – Jon Hopkins
Open Eye Signal er dúndrandi klúbbatekknó með áferð ambíents. Átta mínútna stigmagnandi ferðalag með bassatrommu á hverju slagi. Eins og Brian Eno að rímixa Underworld, á jafn vel heima í klúbbnum og stofunni.
9) Hanging Gardens – Classixx
Hanging Gardens er líkt og ferðalag sem hefst á yfirgefinni strönd sem á augabragði fyllist og endar í brjáluðu strandpartí. Gæða rafpoppi sem á svo sannarlega heima á dansgólfinu.
8) More Than I Love Myself – Sean Nicholas Savage
Allir þeir sem voru viðstaddir tónleika Sean Nicholas Savage á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember urðu vitni af því gríðarlega tilfinningaflóði sem einkennir flutning hans. Savage sendi þetta lag frá sér í maí sem er gott dæmi um þetta enda var það hápunktur einstakra tónleika hans hér á landi.
7) Birth In Reverse – St. Vincent
Sum lög þurfa yfirlegu og talsverðan tíma áður en hægt er að njóta þeirra eða meta gæði þeirra almennilega. Birth in Reverse er ekki eitt af þeim heldur skynjar maður á fyrstu hálfu mínútunni að hér er eitthvað sérstakt í gangi. Grúvið er algjört skrímsli, tempóið geysihratt og fáir í heiminum nota rafmagnsgítar á jafn hnitmiðaðan hátt og St. Vincent. Það er ástæðan fyrir því að þetta lag er svona ofarlega á lista þrátt fyrir að vera nánast nýkomið út.
6) ODB – Danny Brown
ODB er besta rapplag ársins en það var ekki einu sinni á Old, plötu Danny Brown. Takturinn fer í margar áttir í einu og Danny Brown rappar eins og berserkur yfir hann. Eins og titillinn gefur til kynna svífur andi Old Dirty Bastards heitins yfir vötnum, bæði í lyfjuðum taktinum og brjálæðislegu flæði Danny Brown.
5) When a Fire Starts to Burn – Disclosure
Platan Settle var troðfull og grípandi slögurum og eftirminnilegum gestasöngvurum en að okkar mati var ósungna upphafslagið, When a Fire Starts to Burn, það besta. Garage-takturinn framkallar strax líkamleg viðbrögð og þú færð kippi í útlimana og getur ekki annað en hreyft þig í takt. Raddbúturinn „When a Fire Starts to Burn“ er síðan meira grípandi en nokkurt viðlag og hefur kveikt í þakinu á mörgum skemmtistöðum á árinu.
4) Full Of Fire – The Knife
Að okkar mati var platan Shaking The Habitual ójöfn, of löng og full innhverf en fyrsta smáskífan er eitt það magnaðasta sem sænski systkinadúettinn hefur gefið frá sér. Full of Fire er níu mínútna hryllingsmynd í hljóðum, diskótek í draugahúsi og rave í helvíti. Ryðminn er ískaldur iðnaður og sjaldan hefur kynuslandi rödd Karen Drejer verið snúin og beygluð í jafn margar áttir og hér. Lag sem fær þig til að dansa og vera hræddur á sama tíma.
3) No Destruction – Foxygen
Annað lagið af plötunni We Are The 21st Century Ambassadors of Peace & Magic (sem var efst í vali okkar á plötum ársins) er hið stórkostlega No Destruction. Lagið hljómar svolítið eins og blanda af Velvet Underground, Bob Dylan og Pavement. Letilegur sögurinn nær hámarki með línunni “You don’t need to be an asshole, you’re not in Brooklyn anymore”.
2) Reflektor – Arcade Fire
Arcade Fire fundu loksins grúvið sitt og leiðina á diskótekið í fyrstu smáskífunni af samnefndri plötu. Reflektor er eins og fullkominn samruni milli Arcade Fire og LCD Soundsystem. Takturinn er fönkí tekknó með hnausþykkum botni í anda James Murphy en raddirnar og fiðlurafmagnsgítar-dramatíkin gætu ekki hafa komið frá neinum öðrum en Arcade Fire. Það eitt og sér hefði verið nóg en í ofanálag fáum við seiðandi saxafón frá Colin Stetson og bakrödd frá David Bowie. Við skulum kalla þetta kombakk.
1) Ya Hey – Vampire Weekend
Magnaður fluttningur Ezra Koenig á samtali sínu við guð er okkar lag ársins 2013. Furðulegustu bakraddir síðari ára (hraðaðar Chipmunks raddir) skapa fullkomið jafnvægi við einlæga en jafnframt stöðuga frammistöðu Koenig. Lagið er gott dæmi um það frábæra samstarf sem ríkt hefur á milli hljómsveitarinnar og upptökustjórans Ariel Rechtshaid. Hljóðheimur lagsins er sá stærsti í sögu bandsins enda í fyrsta skipti sem það vinnur með utanaðkomandi upptökustjóra. Mikilvægasta lag á ferli Vampire Weekend.