20. desember: Candy Cane Children – The White Stripes

Bandaríska blús rokk dúóið The White Stripes gáfu út jólalagið Candy Cane Children fyrir jólin 1998 á þriggja laga safnplötu sem nefndist Surprise Package Volume 2. Hljómsveitin gaf svo lagið út aftur á smáskífu í takmörkuðu upplagi fyrir jólin 2002. Á b-hliðinni má heyra Jack White lesa jólasögu og Meg White gera tilraun til að syngja jólalagið Silent Night með vafasömum árangri. Candy Cane Children var nafn sem The White Stripes gaf aðdáendum sínum.

b-hliðin 1. “The Reading of the Story of the Magi” 2. “The Singing of Silent Night