Straumur 6. október 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Les Sins, AlunaGeorge, Charli XCX, Andy Stott og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 6. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Supernatural – AlunaGeorge

2) London Queen – Charli XCX

3) Why (ft. Nate Salman) – Les Sins

4) I’ll Be Back – Kindness

5) 8th Wonder (ft. M. Anifest) – Kindness

6) Science And Industry – Andy Stott

7) The British Are Coming – Weezer

8) Say My Name ft. Zyra (Jai Wolf Remix) – Odesza

9) Pieces – Jessie Ware

10) Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble

11) So Long Sun – Communions

Straumur 29. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýjar plötur frá Foxygen, Caribou, Flying Lotus og Thom Yorke auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Machinedrum, Kendrick Lamar og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 29. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Star Power I: Overture – Foxygen

2) Silver – Caribou

3) Second Chance – Caribou

4) Chimes (Gammar Re Edit) – Hudson Mohawke

5) Coulda Been My Love – Foxygen

6) Mattress Warehoues – Foxygen

7) Star Power III: What Are We Good For – Foxygen

8) i – Kendrick Lamar

9) Ready Err Not – Flying Lotus

10) Turtles – Flying Lotus

11) The Mother Lode – Thom Yorke

12) Only 1 Way 2 Know – Machinedrum

13) How Many – Iceage

14) Hang – Foxygen

Tónleikar helgarinnar 25. – 28. september 2014

Fimmtudagur 25. september

Snorri Helgason kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 26. september

Kexland og Nýherji standa fyrir rokkveislunni LENOVO áKEX HOSTEL. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00.

19:00 Pétur Ben

20:00 Low Roar

21:00 Agent Fresco

22:00 DIMMA

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

Stafrænn Hákon ætlar að fagna ferskri afurð er ber nafnið “Kælir Varðhund” á Húrra. The Strong Connection með Markús Bjarnason í fararbroddi ætla að heiðra áhorfendur með nærveru sinni ásamt Loja sem mun flytja sitt efni. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Laugardagur 27. september

Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari í hljómsveitinni Moses Hightower og Matthías Hemstock sem hefur starfað á íslensku tónlistarsenunni síðastliðin 30 ár með áherslu á jazz, spuna og ýmis tilraunavekefni halda tónleika í Mengi. Á efnisskránni verður aðallega frjáls spuni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

Tónleikar á Rosenberg með Rúnari Þórissyni, Láru Rúnarsdóttir og Margréti Rúnarsdóttir ásamt hljómsveitinni Himbrimi. Aðgangseyrir: 1500 kr. og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.

Lady Boy Records standa fyrir tónleikunum Cassette Store Day Split. Harry Knuckles, Nicolas Kunysz og AMFJ koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

Sísý Ey, DJ Margeir og Intro Beats slá upp party á Húrra. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

Sunnudagur 28. september 

Þóranna Dögg Björnsdóttir kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.

Straumur 22. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á væntanlegar plötur frá Aphex Twin og Julian Casablancas +The Voidz auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Made In Heights, Boogie Trouble, Ólöfu Arnalds, Todd Osborn og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 22. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Ghosts – Made In Heights
2) 180db_ – Aphex Twin
3) PAPAT4 (Pineal Mix) – Aphex Twin
4) Crunch Punch – Julian Casablancas + The Voidz
5) Nintendo Blood – Julian Casablancas + The Voidz
6) See (Beacon Remix) – Tycho
7) Everyone and Us – Peaking Lights
8) Contemporary – DREAMTRAK
9) Put Your Weight On It (Chicago Mix) – Todd Osborn
10) Coronus, The Terminator – Flying Lotus
11) Wanna Party Remix (Ft. Think and 3D Na’Tee) – Future Brown
12) Palme – Ólöf Arnalds
13) Augnablik – Boogie Trouble
14) My Troubled Heart – Christopher Owens
15) Over and Above Myself – Christopher Owens

Sun Kil Moon í Fríkirkjunni

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Kozelek sem kemur fram undir formerkjum Sun Kil Moon heldur tónleika ásamt hljómsveit í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 28. nóvember. Kozelek stofnaði Sun Kil Moon árið 2002 fljótlega eftir að hljómsveit hans Red House Painters leystist upp. Sun Kil Moon sendi frá sér sína sjöttu plötu Benji fyrr á þessu ári og uppskar einróma lof gagnrýnenda. Það er viðburðar fyrirtækið Reykjavíkurnætur sem stendur að komu Sun Kil Moon til landsins. Miðasala hefst klukkan 12 í dag á www.midi.is

Straumur 15. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá SBTRKT, Slow Magic, Goat, Mr Twin Sister, Ryan Adams og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 15. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Everybody Knows – SBTRKT
2) Problem Solved (ft. Jessie Ware) – SBTRKT
3) Gon Stay (ft. Sampha) – SBTRKT
4) Our Love (Daphni mix) – Caribou
5) Girls – Slow Magic
6) Waited 4 U – Slow Magic
7) Unfurla – Clark
8) Needle and a Knife – Tennis
9) In The House Of Yes – Mr Twin Sister
10) Twelfe Angels – Mr Twin Sister
11) Beautiful Thing – King Tuff
12) Words – Goat
13) Goatslaves – Goat
14) Kim – Ryan Adams

Tónleikar helgarinnar 12-13. september 2014

Föstudagur 12. september

– Októberfest fer fram í tjaldi við Háskóla Íslands

Svæðið opnar kl. 20:30
Major Pink 21.00
RVK Dætur 21.40
Gauti 22.40
Úlfur Úlfur 23.10
Dikta 00.00
Jón Jónsson 01.00
Ojbarasta 02.00

Nova tjald
Housekell og Unnsteinn Manuel 22:30

 

– Brött Brekka, Bob og Caterpillarmen halda tónleika á Dillon.

– Naðra, Misþyrming og Úrhrak koma fram á Gauknum.

 

 

Laugardagur 13. september

– Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Húrra, laugardagsvködlið 13. september. Á tónleikunum hyggst hljómsveitin frumflytja ný lög í bland við eldra efni. Eftir tónleikana hyggst sveitin jafnframt taka sér smá hlé frá tónleikahaldi og einbeita sér að því að klára nýtt efni í hljóðverinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og miðaverð er 2.000 kr. Eingöngu selt við hurð.

 

– Soffía Björg kemur fram í Mengi ásamt hljómsveit og mun flytja tónlist með extra skammt af tilfinningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

– Októberfest fer fram í tjaldi við Háskóla Íslands

Svæðið opnar kl. 22 og fyrsta hljómsveit byrjar kl. 23.

Páll Óskar 23.00
Steindi og Bent 23.30
Friðirk Dór 00.10
Amabadama 01.00

Nova tjald
DJ Margeir og Högni Egilsson 23:00

Aphex Twin – Syro forhlustun

 

Breska plötuútgáfufyrirtækið Warp Records  sem þekkt er fyrir þá mörgu raftónlistarmenn sem það hefur á sínum snærum, auglýsti nýverið viðburði tengda tónlistarmanninum Aphex Twin víðsvegar um heim, nánar tiltekið á tónleikastöðum í borgunum London, París, New York, Los Angeles, Chicago, Toronto, Brussel og Utrecht. Þar voru tækifæri fyrir áhugasama að heyra nýja plötu Aphex Twin, Syro, hátt í tveimur vikum áður en útgáfudagur hennar rennur í garð. Platan inniheldur tólf lög sem hann hefur unnið að síðasta áratug og er hans fyrsta breiðskífa síðan árið 2001. Eitt var að búa í nálægð við einhvern þessa viðburða en annað að fá tækifæri til að sækja einn slíkan. Innganga var ókeypis en til þess að fá hana þurfti að finna auglýsingu frá einum tónleikstaðanna sem sagði til um framhaldið. Reglan var sú að hver staður mátti einungis dreifa fimmtíu miðum hver.

Það vildi svo heppilega til að ég hóf námsdvöl mína nýlega í borginni Utrecht í Hollandi. Hún er rétt sunnan við Amsterdam og þar búa tæplega jafn margir og á Íslandi. Verandi bæði tónlistarunnandi og Aphex Twin aðdáandi, fann ég hvar hlustunarpartýið yrði haldið og sendi tölvupóst í von um það að fá miða. Ég var himinlifandi þegar mér barst svar þar sem mér var tilkynnt að ég væri í hópi þeirra sem kæmu til með að hlýða á plötuna að kvöldi 10. september. Leiðinni var heitið á lítinn, virtan og framsækinn tónleikastað sem heitir EKKO.

 

Ólívugrænn er liturinn


Á meðan ég bíð eftir því að staðurinn opni virði ég fyrir mér ólívugræn (sem er augljóslega sértilvalinn litur Syro) Aphex Twin merkin í gluggum staðarins. Þegar inn er komið bíður mín fatahengi þar sem vinalegur starfsmaður tekur við frakka mínum til geymslu. Dyravörður í jakkafötum leitar á mér og fullvissar sig um það að ég sé með enga myndavél, upptökutæki eða síma (sem ég skyldi eftir í frakkanum). Þar á eftir er mér afhendur bæklingur með myndefni ásamt lagalista plötunnar á bakhlið. Ég skelli mér á barinn, fæ mér einn bjór og lendi í spjalli við aðra gesti. Því næst skrái ég mig á lista til þess að fá meldingu þegar platan komi út og hvar ég geti keypt hana í bænum. Ég fæ varning með merki tónlistarmannsins: plastpoka sem ég get sett plötuna í þegar ég eignast hana, límmiða og gervi-greiðslukort. Spennan er þegar mikil.

Spennan nær hámarki þegar hurðir tónlistarsalsins opnast upp á gátt og gestirnir streyma inn. Við okkur blasir græn lýsing og merki Aphex Twin sem varpað er á sviðið með sitthvorum skjávarpanum. Ég tek eftir tveimur einmana diskókúlum í loftinu sem fá líklega ekki að njóta sín þetta kvöld. Eftir örlitla bið tekur til orðs maður, líklega viðburðastjórinn, sem talar á hollensku og segir að enginn annar bær í landinu hefði komið til greina fyrir þetta hlustunarpartý en Utrecht. Hann biður alla einnig hjartanlega velkomna og lýkur ræðu sinni á orðunum „Come to daddy”, sem er vísun í samnefnt lag Aphex Twin frá árinu 1997, og þá byrjar Syro að hljóma.


 

Draumkenndur og duttlungafullur


Hljóðstyrkurinn er nægilegur í kerfinu á EKKO. Platan er hvorki spiluð of hátt né lágt að mínu mati. Fyrsta lag plötunnar er minipops 67 [120.2] [source field mix] sem var gert aðgengilegt á alnetinu nýverið sem forsmekkur af því sem koma skyldi. Þéttur en slitróttur takturinn er kunnuglegur þeim sem hafa hlustað á Aphex Twin áður. Raddirnar sem spila stórt hlutverk í laginu eru eins og sögumenn sem leiða mann inn í draumkenndann og duttlungafullan heim Aphex Twin. Ég byrja strax að dilla höfði og öxlum. Sumir gestanna tóku með sér skriffæri og rita niður hjá sér athugasemdir. Lögin halda áfram að rúlla og eru jafn mislynd og þau eru mörg. Það sama má segja um gestina sem fáir virðast þekkja hvorn annan. Ég lít við og við í bæklinginn sem tilgreinir nöfn laganna og hversu mörg slög eru í þeim á mínútu. Ég reyni að fylgja listanum eftir en missi mig oft í eigin hugsunum. Platan byrjar í um 120 slögum á mínútu en þau verða fleiri með hverju lagi. Það er við miðbik plötunnar sem ég finn fyrir mikilli samrýni meðal gestanna sem klappa og fagna þegar hverju lagi lýkur. Hver og einn er að njóta á sinn hátt. Nokkrir dansa með tilþrifum, aðrir sitja á gólfinu og sumir liggja. Platan endar á fallegum píanóleik eins og platan hans, Drukqs, gerði einnig 13 árum áður. Ég loka augum mínum á meðan aitsatsana spilast og er sem mjúk fiðursæng sem faðmar mig og biður mig að hvílast.

Alsæll, agndofa, uppskrúfaður, örlítið sveittur og verulega sáttur geng ég út úr tónleikasalnum. Á meðan ég trappa mig niður ræði ég upplifun mína við aðra gesti á barnum. Ég kveð að lokum, nappa auka bæklingi og límmiða fyrir vin, gleymi að pissa og hjóla heim.

 

Snilldarlegur hrærigrautur


Það sem ég heyrði þetta kvöld væri hægt að eyða löngum tíma í að reyna að skilgreina. Teknó ýmiskonar (acid og ambient), IDM og slitrur af ýmsum stefnum sem ég þekki ekki nægilega vel. Þessi plata er þó töluvert mýkri en Drukqs sem dæmi og minnir frekar á hans fyrri plötur. Eins og við mátti búast voru lögin margslungin og kaflaskipt. Sannkallaður hrærigrautur, snilldarlega framreiddur af Aphex Twin. Ég hreyfði mig allan tímann. Þetta var í senn eins og að stunda íhugun og að fara út á lífið í leit að ást. Snilld þessa tónlistarmanns var gefin góð skil þetta kvöld. Viðstaddir meðtóku músíkina og sýndu viðbrögð sín persónubundið. Við vorum þarna saman komin til að deila þessari upplfun í návist hvors annars en í sitt hvoru lagi.

Alexander Jean Edvard Le Sage de Fontenay

 

Syro kemur út 22. september. Hægt að forpanta hana hér. (https://bleep.com/release/53848-aphex-twin-syro)

 

 

 

Straumur 8. september 2014

 

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni m.a. frá Tv On The Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasvein og Caribou. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 8. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Happy Idiot – Tv On The Radio
2) minipops 67 [120.2][source field mix] – Aphex Twin
3) HIGHER (ft. Raury) – SBTRKT
4) Put Your Number In My Phone – Ariel Pink
5) Human Sadness – Julian Casablancas + The Voidz
6) Never Catch Me (ft. Kendrick Lamar) – Flying Lotus
7) Can’t Do Without You (Tale Of Us & Mano Le Tough remix) – Caribou
8) Cheap Talk – Death From Above 1979
9) Sundara – Odesza
10) For Us (ft. Briana Marela) – Odesza
11) Eldskírn – Skuggasveinn
12) Ooo – Karen O
13) Visits – Karen O
14) Native Korean Rock – Karen O

 

Fyrsta myndbandið frá Sindra Eldon

Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon gefur út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Bitter & Resentful þann 6. október. Sindri sendi í gær frá sér sitt fyrsta myndband sem er við lagið Honeydew og var gert af honum sjálfum auk Rútar Skærings N. Sigurjónssonar. Sindri hefur komið víða við  á tónlistarferlli sínum og hefur m.a. verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Dáðadrengi, Slugs og Dynamo Fog.