Tónleikar helgarinnar 14. – 16. ágúst

mynd ©Magnús Elvar Jónsson

 

Fimmtudagur 14. ágúst

 

Í Mengi verður kvöldið tvískipt og hefst á sóló trommutónleikum með Julian Sartorius frá Sviss. Eftir stutt hlé koma svo Shahzad Ismaily, Gyða Valtýsdóttir, Rea Dubach og Skúli Sverrisson og spila saman af fingrum fram. Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og kostar 2000 kr inn.

 

Útgáfutónleikar Michael Dean Odin Pollock & Sigga Sig verða haldnir á Hlemmur Square í tilefni útgáfu plötunnar 3rd. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 og munu þeir félagar spila vel valin lög af plötunni.

 

Rappfönksveitin Mc Bjór & Bland að troða upp á Café Flóru en einnig mun Jakobsson og föruneyti hans bregða fyrir. Fjörið hefst kl 20 og stendur til kl 22 og það er frítt inn.

 

-DJ MUSICIAN,dj. flugvél og geimskip, RATTOFER og Tumi Árnason koma fram á Húrra. Partýið byrjar klukkan 9 og það kostar 1000 kr inn.

 

Futuregrapher kemur fram á Funkþáttarkvöldi á Boston. Það er frítt inn, og tónleikarnir verða í beinni í Funkþættinum á X-inu, FM97,7 en þeir hefjast stundvíslega klukkan 23:00.

 

Norski þjóðlagasöngvarinn Tommy Tokyo kemur fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn.

 

 

Föstudagur 15. ágúst

 

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir kemur fram í Mengi og syngur/leikur undir á selló ög eftir hinn goðumlíka (þó belgíska) Jacques Brel útsett fyrir einnar konu hljómsveit. Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og kostar 2000 kr inn.

 

Hljómsveitin Low Roar fagnar útgáfu annarar skífu sveitarinnar “0” í Tjarnarbíó. Low Roar til halds og trausts verða meðlimir Amiina og Mr. Silla, en auk þess sér Mr. Silla um upphitun. Miðaverði er 2.000.- krónur og opnar húsið klukkan 20:30.

 

 

Hljómsveitin Prins Póló heldur tónleika á  skemmtistaðnum Húrra við Naustin. Hljómsveitin Eva kemur fram á undan en hún tók einmitt upp plötu á búgarði Prins Póla um verslunarmannahelgina. Húsið opnar klukkan 21.00 og hljómsveitin Eva stígur á svið klukkan 22.00. Prins Póló stígur svo á svið rétt fyrir klukkan 23 og leikur eitthvað fram í miðnættið.Miðaverð er 1500 krónur og eru miðar seldir við innganginn.

 

 

Hjómsveitirnar FARRAGO og Alchemia halda grunge og metalkvöld á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

 

 

Laugardagur 16. ágúst

 

Pétur Ben heldur tónleika á skemmtistaðnum Húrra.Hann kemur fram einn og óstuddur vopnaður gítar en hurðin opnar klukkan 21 og tónleikar hefjast klukkan 22:00. 1500 krónur aðgangseyrir

 

 

Ruslakista Pink Street Boys

Lady Boy Records gáfu í gær út plötuna Trash From The Boys með hljómsveitinni Pink Street Boys. Plata sem gefin er út stafrænt og á kassettu er talsvert hrárri en önnur plata sveitarinnar sem kemur út seinna á þessu ári. Platan er þó ekkert slor og ein sú hressasta rokkplata sem komið hefur út á Íslandi á í langan tíma. Hlustið á plötunna hér fyrir neðan.

Straumur 11. ágúst 2014

Í Straumi í kvöld munum við kíkja á nýtt efni frá Ty Segall, Spoon, Foxygen, Sophie, Ólöfu Arnalds, Cymbals Eat Guitars og fleirum. Auk þess sem gefnir verða tveir miðar á tónleika hinnar goðsagnakenndu indie sveitar Neutral Milk Hotel í Hörpu 20. ágúst. Straumur með Óla Dóra í boði Húrra og Joe & the Juice á slaginu 23:00 á X-inu 977. 

Straumur 11. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

 

1) How Can You Really – Foxygen
2) Manipulator – Ty Segall
3) Tall Man Skinny Lady – Ty Segall
4) Mister Main – Ty Segall
5) Games For Girls – Say Lou Lou X LINDSTRØM
6) Hard – Sophie
7) Afterlife (Flume remix) – Arcade Fire
8) Clarke’s Dream – Gold Panda
9) Warning – Cymbals Eat Guitars
10) XR – Cymbals Eat Guitars
11) Child Bride – Cymbals Eat Guitars
12) Inside Out – Spoon
13) Promises – Ryn Weaver
14) King Of Carrot Flowers, Pt 1 – Neutral Milk Hotel
15) Teenager (demo) – Black Honey
16) Holy Soul – Salt Cathedral

Ný plata frá Ólöfu Arnalds

Íslenska tónlistarkonan Ólöf Arnalds mun gefa út plötuna Palme þann 29. september. Platan fylgir á eftir plötunni Sudden Elevation sem kom út í fyrra. Á Palme nýtur Ólöf stuðnings frá tveimur samstarfsfélögum og vinum: Gunnari Erni Tynes úr múm og Skúla Sverrirsyni sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Laurie Anderson, Ryuichi Sakamoto og Blonde Redhead.

Fyrsta smáskífa plötunnar heitir Half Steady og er samin af Skúla og hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan.

 

Tónleikaferðalag Ólafar

 

26. ágúst 2014      Brussels                BE            Feeerieen Festival

30. ágúst 2014      Birmingham         UK           Moseley Folk Festival

31. ágúst 2014     Laois                     IE             Electric Picnic Festival

 

3. september 2014    Aarhus              DK           Aarhus Festival

9. september 2014    Hamburg           DE           Reeperbahn Festival

20. september 2014    Hamburg           DE           Reeperbahn Festival

28september 2014     Brighton           UK           Komedia Studio Bar

29september 2014     London             UK           Oslo

1. október 2014        Bristol                 UK           The Louisiana

2. október 2014        Manchester         UK           Cornerhouse

3. október 2014        Liverpool            UK           Leaf

4. október 2014        York                    UK           Fibbers

5. október 2014        Glasgow              UK           Mono

Tónleikar helgarinnar 7. – 10. ágúst

Fimmtudagur 7. ágúst

Hljómsveitin Rökkurró frumsýnir nýtt myndband í Gym og Toinc salnum á Kex klukkan 20:00.  

Tónleikar í Mengi með nútímatónlist í bland við hugleiðingar um verkin ásamt pælingum um sviðslistir, ljóðlist, tónlist, listir og lífið almennt. Tónlist eftir Bent Sørensen, John Zorn, Yuji Takahashi, Ørjen Matre og nýtt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Fimmtudagstónleikar á Gaunknum. CeaseTone, Future Figment, The Roulette og Trust The Lies. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.  

Skúli mennski, blúsgeggjararnir í Þungri byrði og Húrra bjóða öllum til stórkostlegrar blúsveislu. Tónleikar hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hljómsveitin Bellstop kemur fram á Rosenberg kl. 21:00. 

 

 

Föstudagur 8. ágúst

 

Diskóboltarnir í Boogie Trouble halda fría tónleika á Loft Hostel sem hefjast klukkan 21:00.

 

Benni Hemm Hemm kemur fram einn síns liðs í Mengi á Óðinsgötu 2. Á tónleikunum verða meðal annars leikin lög af plötunni Eliminate Evil, Revive Good Times auk laga af Makkvírakk, lagasafni sem gefið var út á nótnaformi. Benni kemur fram einn og óstuddur og verða tónleikarnir algjörlega óuppmagnaðir. Tónleikarnir í Mengi verða síðustu tónleikar Benna í þó nokkurn tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Johnny And The Rest, Caterpillarmen, Bíbí & Blakkát koma fram á Gauknum. Fjörið hefst klukkan 22:00.

 

MUCK, LORD PU$$WHIP, RUSSIAN.GIRLS og SEVERED (crotch) halda tónleika á Húrra. Viðburðurinn hefst klukkan 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

 

Laugardagur 9. ágúst 

 

Útvarpsþátturinn Luftgítar á Rás 2 heldur ókeypis kveðjutónleika í portinu á Bar 11. Vio, Johnny & The Rest, Morðingjarnir, Kimono, Agent Fresco og Kaleo koma fram. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og standa til kl. 22.00.

 

Hljómsveitirnar Lucy in Blue og Dorian Gray koma fram á laugardags tónleikum Gauksins. Frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hin nýstofnaða hljómsveit VALD fram í annað sinn á Húrra og flytur efni af væntanlegri EP plötu sinni. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og kostar 1000kr inn.

 

 

Sunnudagur 10. ágúst 

 

Jake Shulman-Ment og Eleonore Weill spila í Mengi. Jake er klezmerfiðluleikari á hæsta mælikvarða og Eleonore er multi-instrumentalisti og gjörningalistamaður. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og miðaverð er 2000 kr.

Nýtt lag frá Foxygen

Bandaríska indie-rokk dúóið Foxygen frá Kaliforníu er nú tilbúnið með nýja plötu sem fylgir á eftir hinni frábæru We Are the 21st Century Ambassadors Of Peace & Magic sem koma út á síðasta ári. Foxygen mun gefa út 24 laga plötu í október að nafninu  Foxygen … And Star Power. Í dag sendi dúóið frá sér fyrstu smáskífuna af plötunni sem nefnist How Can You Really sem er virkilega grípandi sólskins sýrupopp að bestu gerð. 

Straumur 28. júlí 2014

Í Straumi í kvöld fáum við rokkhljómsveitina Pink Street Boys í heimsókn en hún mun koma fram á Innipúkanum um næstu helgi. Einnig munum við kíkja á nýtt efni frá SBTRKT, Tobias Jesso jr, Azealia Banks, Floating Points og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 28. júlí 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Lemonade – Sophie
2) Heavy Metal and Reflective – Azealia Banks
3) New Dorp, New York – SBTRKT
4) King Bromeliad – Floating Points
5) Kick the trash out – Pink Street Boys
6) Evil Moterfuckingmastah – Pink Street Boys
7) Killer In The Streets – The Raveonettes
8) Rapt – Karen O
9) FM Jam (Andrés remix) – Younandewan
10) Pawn In Their Game – Matthew Dear
11) Aloha & The Three Johns – Jenny Lewis
12) The Voyager – Jenny Lewis
13) Just As Lost – Japanese Super Shift
14) True Love – Tobias Jesso jr

The xx á Íslandi

Meðlimir bresku hljómsveitarinnar The xx eru staddir hér á landi. Heyrst hefur að þau séu komin hingað til að taka upp sína þriðju plötu í Greenhouse Studios hjá Bedroom Community. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu XX árið 2009 og hlaut hún gríðarlega jákvæðar viðtökur í bresku tónlistarpressunni. Önnur plata þeirra, Coexist, kom út árið 2012, og þó viðtökurnar hafi ekki verið jafn einróma þá eru vafalaust margir sem eru spenntir að heyra að hljómsveitin sé aftur að hreiðra um sig í stúdíói

Belle and Sebastian aðalnúmerið á ATP 2015

Skoska hljómsveitin Belle and Sebastian verður aðalnúmerið á fyrsta kvöldi tónlistarhátíðarinnar All Tomorrows Parties sem verður haldin á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ 2. til 4. júlí á næsta ári. Hér er uppfjöllun okkar um hátíðina sem fram fór í ár.

Belle & Sebastian  valdi einmitt hljómsveitir á fyrstu ATP hátíðina sem haldin var, “The Bowlie Weekender” á Camber Sands, árið 1999.

“Við hlökkum ótrúlega mikið til að spila á ATP á Íslandi. Við höfum sterka tengingu við ATP og getum ekki beðið eftir að koma fram á ATP hátíð á einum af okkar eftirlætis stöðum. Við vorum yfir okkur hrifin af Camber Sands árið 1999 og Minehead árið 2010, þannig að það að fá að spila á Íslandi verður frábært. Það er rosalega langt síðan við spiluðum á Íslandi. Það verður æðislegt. Við getum ekki beðið!” – Richard Colburn, Belle & Sebastian 

Í dag hefst sérstakt tilboð á miðum sem kosta 60 evrur (85 evrur með rútu) fyrir passa á alla hátíðina, en þeir eru af afar skornum skammti. Er þetta gert svo erlendir gestir hafi meiri tíma til að bóka flug og gistingu en hefur verið. Þegar þessir miðar seljast upp verður svo boðið upp á tilboðsmiða á 90 evrur en venjulegt verð er svo 110 evrur. Hér má nálgast miða. Gistimöguleika og fleira verður tilkynnt um síðar.

Barry Hogan, stofnandi ATP segir: “Með hverju árinu stækkar hátíðin og við erum að vinna í að bóka frábærar hljómsveitir til að fylgja eftir Portishead og Nick Cave and the Bad Seeds. Belle and Sebastian eru nú fyrsta aðalhljómsveit dagskrár sem við lofum að verður spennandi þriðji kafli í sögu ATP á Íslandi.”