Jólastraumur 1. desember 2014

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með The Flaming Lips, Wild Nothing, !!!, Los Campesinos og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Jólastraumur 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Just Like Christmas – Low
2) Ho Ho Ho – Liz Phair
3) Before December (You’re Alive) – GRMLN
4) Happy Xmas (War Is Over) – The Flaming Lips & Yoko Ono
5) Lonely This Christmas – DZ Deathrays
6) White Havoc – Deer Tick
7) When Christmas Comes – Los Campesinos!
8) One Christmas Catalogue – Wild Nothing
9) Shut Your Mouth, It’s Christmas – A Sunny Day In Glasgow
10) The Party’s Right (remix Paul McCartney Christmas Time) – Psycho Les
11) Fyrir Jól (fknhndsm Xmas Afrika edit) – Svala Björgvins
12) And Anyway It’s Christmas – !!!
13) Last Christmas – Summer Camp
14) Baby, It’s Cold Outside (ft. Sharon Van Etten – Rufus Wainwright
15) Auld Lang Syne – Andrew Bird
16) Another Song About Being Alone At Xmas – Lightspeed Champion
17) Have Yourself A Merry Little Christmas – Cat Power
18) The Christmas Song – Mark Kozelek

Undirspil: Hark! The Herald Angels Sing! – Sufjan Stevens

Úrvalslisti Kraums 2014

Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, verða afhent í sjöunda sinn í ár. Venju samkvæmt þá birtir Kraumur 20 platna úrvalslista verðlaunanna, Kraumslistann, í byrjun desember yfir þau verk sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri tónlist á árinu. Kraumsverðlaunin sjálf verða svo afhent síðar á mánuðinum.

Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er valin af  tíu manna dómnefnd, svokölluðu öldungaráði, sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að hlusta á, vinna með og fjalla um íslenska tónlist. Ráðið skipa Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir. Stærri dómnefnd hefur nú hafið störf og sér um að velja 6 plötur af Kraumslistanum sem verðlauna skal sérstaklega og hljóta munu Kraumsverðlaunin.

Síðasti fundur öldungarráðs Kraumsverðlaunanna var í gærkvöldi og niðurstaðan er komin. Eftir að hafa hlusta á hátt í annað hundrað hljómplatna sem komið hafa út á árinu þá eru það 20 verk sem þykja skara framúr þegar það kemur að því að velja og vekja athygli á því sem er nýtt og spennandi í íslenskri tónlist á árinu 2014 á sviði plötuútgáfu.

 

Kraumslistinn 2014, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, er eftirfarandi:

 

  • ·         AdHd – AdHd 5
  • ·         Anna Þorvaldsdóttir – Aerial
  • ·         Ben Frost – Aurora
  • ·         Börn – Börn
  • ·         Grísalappalísa – Rökrétt framhald
  • ·         Hekla Magnúsdóttir – Hekla
  • ·         Kippi Kaninus – Temperaments
  • ·         Low Roar – O
  • ·         M-Band – Haust
  • ·         Oyama – Coolboy
  • ·         Óbó – Innhverfi
  • ·         Ólöf Arnalds – Palme
  • ·         Pink Street Boys – Trash From the Boys
  • ·         Russian Girls – Old Stories 2
  • ·         Sindri Eldon – Bitter & Resentful
  • ·         Singapore Sling – The Tower of Foronicity
  • ·         Skakkamanage – Sounds of Merry Making
  • ·         Skúli Sverris, Anthony Burr & Yungchen Lhamo – They Hold it For Certain
  • ·         Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni
  • ·         Þórir Georg – Ræfill

 


Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin

Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðummetnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

 

Það er von aðstandenda Kraumsverðlaunanna að Kraumslistinn og verðlaunin veki athygli á þeirri grósku og fjölbreytni sem einkennir íslenskt tónlistarlíf og plötuútgáfu. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

 

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur aðreyna  beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni og síðan að velja og verðlauna sérstaklega sex hljómplötur sem hljóta Kraumsverðlaunin. Nú hefur níu manna öldungarráð verðlaunanna lokið störfum og valið 20 plötur Kraumslistans, úrvalslista Kraumsverðlaunanna. Stærri dómnefnd tekur nú við velur svo af þeim lista sex verðlaunaplötur ársins.

Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar og reyna auka möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum af tónlistarfólkinu eða útgefendum þeirra og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir,útgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðlar o.s.frv.), m.a. í samstarfi við aðila og tengiliði hérlendis.

Verðlaunahafar frá árinu 2008

Meðal þeirra sem hlotið hafa Kraumsverðlaun fyrir verk sín frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru; Mammút, Cell 7, Sin Fang, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Just Another Snake Cult, DJ flugvél og geimskip, Ásgeir Trausti, Hjaltalín, Retro Stefson, Samaris, Sóley, Lay Low, Daníel Bjarnason, Ólöf Arnalds, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Agent Fresco, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit og FM Belfast.

2. desember: Sleigh Ride – The Ventures

 

Bandaríska hljómsveitin Surfaris var fyrsta sveitin  til að gefa út brimbretta lag sem jafnframt var jólalag. Hljómsveitin gaf lagið Surfer’s Christmas List út árið 1963 og voru því ári á undan Beach Boys sem gáfu út jólaplötu árið 1964. Árið 1965 fylgdi svo brimbrettasveitin The Ventures frá Tacoma í Washington í kjölfarið og gáfu út jólaplötu sem innhélt frábæra ábreiðu af hinu sígilda jólalagi Sleigh Ride.

1. desember: And Anyway It’s Christmas – !!!

Gleðilegan 1. desember! Í dag hefst jóladagatal Straums – fram að jólum mun straum.is birta eitt jólalag á dag. Fyrir jólin í fyrra gaf hin magnað danssveit !!! eða Chk Chk Chk út jólalagið And Anyway It’s Christmas. Þess má geta að hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves árið 2007 við góðar undirtektir viðstaddra.

Tónleikar helgarinnar 27. – 29. nóvember 2014

 

Fimmtudagur 27. nóvember

Órafmagnaðir tónleikar á Hlemmur Square hefjast klukkan 20:00. Þar koma fram tónlistarmennirnir Slowsteps, Sveinn Guðmundsson, Kjartan Arnald & Unnur Sara. Aðgangur er ókeypis.

Rósa Guðrún Sveinsdóttir sem gaf út sína fyrstu sólóplötu í október heldur tónleika á Rósenberg. Skúli mennski mun byrja kvöldið og taka nokkur lög. Skúli er að leggja lokahönd á sína fimmtu sólóplötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Einar Indra, Soffía Björg og (Sea) koma fram í Mengi. Dagskráin hefst klukkan 21:00 með (Sea), Soffía Björg byrjar klukkan 21:40 og Einar Indra klukkan 22:20. Það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 28. nóvember

Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hljómsveitin er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek sem áður hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Red House Painters. Ásamt honum stíga nokkrir heimsfrægir listamenn á svið þetta kvöld og mynda Sun Kil Moon. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og enn er hægt að næla sér í miða á midi.is á 5900 kr.

H Catalyst verður með klukkutíma af iðnaðar- tilraunakenndri tónlist í Mengi. Tónleikarnir nefast Kristur á Krossinum Live og hefjast klukkan 21 en það kostar 2000 kr inn.

Ghostigital, Pink Street Boys & Kælan Mikla koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Laugardagur 29. nóvember

Útgáfu safnplötunnar Fyrir Gaza fagnað á Kex Hostel. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 16:00. Fram koma; sóley, Cell7 og Uni Stefson.

Í danssýningunni „Atlantic“ í Mengi hlýða áhorfendur í fyrsta sinn á tónleika af hljómplötunni „Atlantic“ með hljómsveitinni Sun Ra, flutta af danshöfundinum Juli Reinartz. „Atlantic“ veltir upp spurningum um hlutverk söngvarans á þessum tónleikum sem aldrei áttu sér stað, hlutverk andans, líkamans og hreyfiafl áhorfenda. “Atlantic” er hluti af röð verka sem rannsaka líkamlega nálgun tónleika formatsins. Miðaverð er 2000 krónur og hefst sýningin klukkan 21:00.

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar koma fram á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

Straumur 24. nóvember 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Panda Bear, Giraffage, Viet Cong, FaltyDL, Made In Heights og mörgum öðrum, auk þess sem við gefum 2 miða á tónleika Sun Kil Moon sem verða í Fríkirkjunni næsta föstudag.  Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 24. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Hello – Giraffage
2) Chocolate – Giraffage
3) Anxiety – Giraffage
4) Panther – Made In Heights
5) Brewed In Belgium – Hermigervill
6) The Possum – Sun Kil Moon
7) Micheline – Sun Kil Moon
8) Continental Shelf – Viet Cong
9) Silhouettes – Viet Cong
10) Sequential Circuits – Panda Bear
11) Principe Real – Panda Bear
12) Rolling (μ-Ziq Remix) – FaltyDL
13) Hogus Pogus – Elvis Perkins
14) We’ll Meet Again – She & Him

Pharrell Williams með tónleika í Reykjavík næsta sumar

Hinn geysi vinsæli tónlistarmaður Pharrell Williams mun að öllum líkindum koma fram í Laugardalshöll um miðjan júní á næsta ári. Samkvæmt heimildum visir.is eru 2 tónleikahaldarar sem berjast um að fá Williams til landsins.

Williams sem vakti fyrst athygli  sem annar helmingur upptökuteymisins The Neptunes hefur aldrei verið vinsælli en í augnablikinu en það er ekki síst lögunum Get lucky sem hann söng með Daft Punk árið 2013 og Happy sem kom út á plötu hans Girl fyrr á þessu ári að þakka.

Straumur 17. nóvember 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við efni frá Charli XCX, Tennyson, Parquet Courts, Tobias Jesso Jr, TV On The Radio, Machinedrum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 17. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Gold Coins – Charli XCX
2) Lay-by – Tennyson
3) You’re Cute – Tennyson
4) Content Nausea – Parquet Courts
5) Pretty Machines – Parquet Courts
6) Nothing At All – Day Wave
7) Jack – Mourn
8) Hollywood – Tobias Jesso Jr.
9) Quartz – TV On The Radio
10) Love Stained – TV On The Radio
11) Tired & True – Machinedrum
12) 2 B Luvd – Machinedrum
13) Site Zero / The Vault – RL Grime
14) iSoap – Mr. Oizo
15) The Kids – Mark Kozelek

Fjórar framsæknar konur halda tónleika á Kex Hostel

Tónlistarkonurnar Kira Kira, Flying Hórses frá Montréal og Portal 2 xtacy halda tónleika á Kex Hostel í kvöld. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis. Flying Hórses er tvíeyki frá Montréal í Kanada og er skipað þeima Jáde Berg og Raphael Weinroth-Browne.  Tónlist þeirra er ósunginn nýklassík og er að mestu flutt á píanó og selló.  Sveitin hefur verið að vinna sína fyrstu breiðskífu í Sundlauginn í Mosfellsbæ og mun hún koma út á fyrri hluta næsta árs.   Hljómsveitin hefur verið að koma fram erlendis með Lindy sem spilaði hér á nýafstaðinni Iceland Airwaves og Memoryhouse sem gefur út hjá Sub Pop í Bandaríkjunum.

Kira Kira er sólóverkefni Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og hefur hún verið í framlínu tilraunakenndrar raftónlistar í hátt í tvo áratugi.  Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur undir merkjum Smekkleysu, Afterhours í Japan og Sound of a Handshake sem er undirmerki Morr Music í Þýskalandi.

Portal 2 xtacy er tvíeyki skipað þeim Áslaugu Brún Magnúsdóttur og Jófríði Ákadóttur sem þekktastar eru fyrir að vera meðlimir í þríeykinu Samaris.