14. desember: The Child With the Star On His Head – Heems

 

Sufjan Stevens finnst ekkert leiðinlegt að gefa út jólalög, fyrir skömmu gaf hann út 5 diska jólalagasafn – Silver & Gold: Songs for Christmas og fyrr í þessari viku gaf hann út jólalaga “mixtape”  með lögum af safninu. Þetta “mixtape” nefnist Chopped and Scrooged og fékk hann nokkra vel valda rappara til liðs við sig til að flytja lögin í nýjum búningi. Fyrsta lagið á Chooped and Scrooged er með Heems sem var áður í  Das Racist, lagið heitir  The Child With the Star On His Head og um upptökustjórn sá John Dieterich úr hljómsveitinni Deerhoof. Lagið er jólalag dagsins hér á straum.is. Hlustið á allt “mixtape-ið” hér fyrir neðan.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *